Eld­islax lík­ast til í Eyja­fjarðará

Fréttablaðið - - FRÉTTIR - Sveinn@fretta­bla­did.is

Lax sem ber öll merki þess að vera ætt­að­ur úr sjókvía­eldi veidd­ist þann fjórða sept­em­ber í Eyja­fjarðará. Eyja­fjörð­ur er nokk­uð langt frá sjókvía­eldi. Ha­f­rann­sókna­stofn­un hef­ur þenn­an fisk nú und­ir hönd­um.

Lax, sem veidd­ist í Eyja­fjarðará að kveldi 4. sept­em­ber síð­ast­lið­ins, er mjög lík­lega ætt­að­ur úr eldisk­ví að sögn fiski­fræð­ings hjá Ha­f­rann­sókna­stofn­un. Útlits­gall­ar á fisk­in­um sem og sam­grón­ing­ar í kvið­ar­holi hans benda ein­dreg­ið til þess að um eld­is­fisk úr sjókví sé að ræða.

Þann 4. sept­em­ber var Gísli Sig­urð­ur Gísla­son að veið­um í Eyja­fjarðará og setti í rúm­lega átta­tíu senti­metra lax um kvöld­mat­ar­leyt­ið.

„Hann þumb­að­ist við í smá stund en svo var bara eins og ég væri að draga inn rusla­poka full­an af vatni. Það er í raun skömm frá því að segja. Ég hef reynslu af því að veiða villt­an lax í þess­ari stærð og þetta var ekki í nokk­urri lík­ingu við það,“seg­ir Gísli Sig­urð­ur. „Hann barð­ist ekk­ert og þetta setti leið­an svip á veiðit­úr­inn.“

Guðni Guð­bergs­son, sviðs­stjóri og sér­fræð­ing­ur ferskvatns­fiska hjá Ha­f­rann­sókna­stofn­un, seg­ir ým­is­legt benda sterk­lega til þess að um eld­is­fisk sé að ræða.

„Við fyrstu sýn lít­ur fisk­ur­inn út fyr­ir að vera eld­is­fisk­ur og ým­is utanáliggj­andi um­merki um að hann sé ætt­að­ur úr sjókvía­eldi. Það er hægt að sjá bæði á áverk­um sem og á ugg­um og öðr­um þátt­um sem eru frá­brugðn­ir villt­um laxi við strend­ur lands­ins,“seg­ir Guðni.

Að sögn Guðna eru einnig um­merki um sam­grón­inga í kvið­ar­holi fisks­ins. „Þess­ir sam­grón­ing­ar finn­ast ekki í villt­um laxi. Ástæð­ur þessa er að þeg­ar seiði eru bólu­sett eru þau spraut­uð með bólu­efn­inu sem er sett sam­an við formalín. Bólu­setn­ing­in veld­ur þess­um sam­grón­ingi,“seg­ir Guðni.

Er þetta ann­ar fisk­ur­inn sem veið­ist í Eyja­fjarðará sem tal­inn er

Hann þumb­að­ist við í smá­stund en svo var bara eins og ég væri að draga inn rusla­poka full­an af vatni. Það er í raun skömm frá því að segja.

Gísli Sig­urð­ur Gísla­son

Þess­ir sam­grón­ing­ar finn­ast ekki í villt­um laxi. Ástæð­ur þessa er að þeg­ar seiði eru bólu­sett eru þau spraut­uð með bólu­efn­inu sem er sett sam­an við formalín. Bólu­setn­ing­in veld­ur þess­um sam­grón­ingi.

Guðni Guð­bergs­son, sviðs­stjóri og sér­fræð­ing­ur ferskvatns­fiska hjá Ha­f­rann­sókna­stofn­un

vera ætt­að­ur úr sjókvía­eldi. Hinn fisk­ur­inn veidd­ist snemma í vor og er einnig í rann­sókn hjá Ha­f­rann­sókna­stofn­un.

Von er á nið­ur­stöð­um úr erfða­grein­ingu á næstu dög­um og verð­ur þá hægt að sjá með eins ná­kvæm­um hætti og unnt er hvort fisk­ur­inn er úr eldi.

Guðni seg­ir að gen for­eldra­fiska í sjókvía­eldi hér við land séu geymd og því sé mögu­legt að kom­ast að því úr hvaða fiskeldi þetta dýr sé. Hins veg­ar hafi sýn­in aldrei ver­ið greind sök­um kostn­að­ar við það. Sé vilji til þess að vita ná­kvæm­lega hvað­an eld­is­fisk­ur komi þá er mögu­leiki til þess.

Eins og sjá má á mynd­un­um ber lax­inn ytri merki þess að vera ekki villt­ur.

Ugg­arn­ir eru van­sakap­að­ir og sár­ir.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.