Fil­ipps­eyj­ar og Kína í hættu

Fréttablaðið - - FRÉTTIR - Thorgnyr@fretta­bla­did.is

Felli­bylj­ir gera nú vart við sig víð­ar en í Banda­ríkj­un­um. Sam­kvæmt kín­verska miðl­in­um Xin­hua­net var 12.000 íbú­um Guang­dong-hér­aðs gert að flýja heim­ili sín í gær. Spár gerðu ráð fyr­ir því að felli­byl­ur­inn Barijat gengi á land í nótt.

Felli­byl­ur­inn Mang­khut vof­ir svo yf­ir Fil­ipps­eyj­um, en sá er stærri en Fl­orence. Í gær mæld­ist hann á fimmta stigi og var vind­hrað­inn um átta­tíu metr­ar á sek­úndu. Spár gera ráð fyr­ir því að Mang­khut gangi á land á morg­un á Luzo­n­eyju, norð­an við höf­uð­borg­ina Maníla.

„Mang­khut er stærri, sterk­ari og hættu­legri storm­ur en Fl­orence. Ef hann geng­ur beint á land yrðu ham­far­irn­ar mun meiri vegna um­fangs storms­ins,“sagði veð­ur­fræð­ing­ur CNN í gær en bætti því við að aust­ur­strönd Banda­ríkj­anna væri tals­vert þétt­býlli og þar væru um­fangs­meiri inn­við­ir. „Þess vegna mun Fl­orence nær ör­ugg­lega valda meiri skaða, en Mang­khut er í eðli sínu lífs­hættu­legri þar sem vind­hrað­inn verð­ur meiri og á stærra svæði og flóð verða sömu­leið­is meiri.“

Mang­khut hef­ur nú þeg­ar vað­ið yf­ir Gvam og Mars­hall-eyj­ar. Þar hef­ur storm­ur­inn vald­ið mikl­um flóð­um og raf­magns­leysi og var hluti Gvam enn án raf­magns í gær. haf­ið ekki mik­ið meiri tíma. Sjáv­ar­borð fer hækk­andi,“sagði Long og benti á að fólk sem byggi nærri ám, fljót­um og á lág­lendi væri í mestri hættu. Veð­ur­fræð­ing­ar hafa spáð því að flóð­vatn gæti náð fjög­urra metra dýpi í Karólínu­ríkj­un­um.

„Þetta snýst í raun­inni um stærð storms­ins. Því stærri sem storm­ur­inn er og því hæg­ar sem hann fer yf­ir, þeim mun meiri er hætt­an. Og sú er stað­an akkúrat núna,“sagði Ken Gra­ham, æðsti stjórn­andi NHC, í gær.

Í gær héldu íbú­ar áfram að ann­að­hvort byrgja sig upp og inni fyr­ir storm­inn eða flýja. Fimm millj­ón­ir búa á svæð­um þar sem felli­bylsvið­vör­un er í gildi og álíka marg­ir á svæð­um þar sem storm­við­vör­un er í gildi.

Það er deg­in­um ljós­ara að af­leið­ing­ar ham­far­anna verða al­var­leg­ar ef spár reyn­ast rétt­ar. Fjöl­marg­ir gætu misst heim­ili sín og týnt lífi. Þá gætu áhrif á inn­viði orð­ið gríð­ar­leg. Du­ke Energy, næst­stærsta orku­fyr­ir­tæki Banda­ríkj­anna, greindi frá því í gær að storm­ur­inn gæti gert þrjár millj­ón­ir við­skipta­vina raf­magns­laus­ar vik­um sam­an.

Þver­mál storms­ins tvö­fald­að­ist í fyrrinótt á með­an vind­hraði minnk­aði. Úr­komu­spá­in hélst hins veg­ar óbreytt.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.