Nýj­um Apple-vör­um al­mennt vel tek­ið

Fréttablaðið - - FRÉTTIR -

Þrír ný­ir iPho­ne-sím­ar, ný snjallúr og ný upp­færsla iOS-stýri­kerf­is­ins er á með­al þess sem kynnt var á fundi Apple í vik­unni. Tækni­blaða­menn í góð­um gír. Flest­um líst vel á nýju vör­urn­ar við fyrstu sýn.

Banda­ríski tækn­iris­inn Apple kynnti á mið­viku­dag nýj­ar vör­ur, líkt og fyr­ir­tæk­ið ger­ir venju sam­kvæmt í sept­em­ber. Helstu nýj­ung­arn­ar eru þrjár nýj­ar út­gáf­ur hins geysi­vin­sæla iPho­ne-snjallsíma og ný út­gáfa snjallúrs­ins Apple Watch.

Eins og alltaf þeg­ar Apple held­ur kynn­ing­ar­fundi fóru banda­rísk­ir tækni­miðl­ar á yf­ir­snún­ing. Í gær og á mið­viku­dag birt­ist því urmull um­fjall­ana um það nýj­asta í App­leheim­in­um. Leið­ar­stef­ið virð­ist vera það að hinar nýju vör­ur séu góð­ar upp­færsl­ur á eldri út­gáf­um þótt hönn­un­in hald­ist sú sama. Lít­il breyt­ing á hönn­un þarf þó ekki að koma á óvart. Und­an­far­in ár hef­ur Apple haft þann sið að kynna S-út­gáf­ur iPho­ne-sím­anna á ár­um sem enda á sléttri tölu. Þá er venju­lega um að ræða upp­færslu á inn­volsi sím­anna, ekki hönn­un þeirra.

Fyrst­an skal nefna iPho­ne XS. Sím­inn er keim­lík­ur iPho­ne X sem kom á mark­að í fyrra en er, líkt og hinir tveir nýju sím­arn­ir, út­bú­inn nýj­um A12 ör­gjörva og á því að vera hrað­virk­ari. TechCrunch komst svo að orði að Apple væri ekk­ert að finna upp hjól­ið. Bl­aða­mað­ur Ars Technica sagði að ef ekki væri fyr­ir nýja gyllta lit­inn hefði hann varla vit­að að sím­inn væri nýr. Hann hafi hins veg­ar, við nán­ari at­hug­un, tek­ið eft­ir hraða­aukn­ingu. Þá sagði hann skjá sím­ans þann besta sem hann hefði nokk­urn tím­ann séð á snjallsíma.

Bróð­ir XS er iPho­ne XS Max. Tröll­vax­inn sími með 6,5 tommu

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.