Hjart­ara­f­rit og stærri skjár

Fréttablaðið - - FRÉTTIR - Thorgnyr@fretta­bla­did.is

Apple kynnti sömu­leið­is Apple Watch Series 4, nýj­ustu út­gáfu snjallúrs síns. Úr­ið er út­bú­ið stærri skjá, hrað­ari ör­gjörva og nýj­um heilsu­eig­in­leik­um.

Eft­ir­tekt­ar­verð­ustu eig­in­leik­arn­ir eru ein­mitt þeir sem eru á heilsu­svið­inu. Til að mynda nýta nýju úr­in, sem fást í tveim­ur skjá­stærð­um, hrey­fiskynj­ara til þess að skynja það þeg­ar not­andi dett­ur. Hægt er að virkja still­ingu sem býð­ur not­anda upp á að hringja neyð­arsím­tal með ein­um smelli eft­ir slæma byltu. Þá mun úr­ið einnig vara not­anda við þeg­ar hjart­slátt­ur er óreglu­leg­ur, of hæg­ur eða of hrað­ur. Sömu­leið­is verð­ur í fyrsta skipti hægt að taka hjart­ara­f­rit. Sá eig­in­leiki býðst þó ein­göngu í Banda­ríkj­un­um, að minnsta kosti í bili.

Helst er fund­ið að hinu nýja snjallúri að raf­hlöðu­end­ing­in er sú sama og áð­ur. „Óbreytt raf­hlöðu­end­ing veld­ur mest­um von­brigð­um. Ég von­að­ist eft­ir fram­för á því sviði,“sagði bl­aða­mað­ur Ars Technica. OLED-skjá sem teyg­ir sig yf­ir nærri alla fram­hlið sím­ans. Sím­inn er út­bú­inn stærri skjá og raf­hlöðu XS en er að öðru leyti eins. Með öfl­ug­an ör­gjörva og stór­an skjá í huga má vel sjá fyr­ir sér að sím­inn sé ágæt­is leikja­vél.

Mestu breyt­ing­una frá iPho­ne X má hins veg­ar sjá á hinum nýja XR. Í stað­inn fyr­ir ryð­frítt stál er kom­ið ál og í stað OLED-skjás er kom­inn síðri LCD-skjár. Þá er sím­inn ein­ung­is út­bú­inn einni mynda­vél á aft­ur­hlið­inni í stað tveggja en Apple held­ur því fram að með hug­bún­aði sé hægt að ná næst­um sömu nið­ur­stöðu þeg­ar portrett­mynd­ir eru tekn­ar.

Þessi nið­ur­færsla á eig­in­leik­um XR, sem tækni­blaða­menn segja þó ekki mikla, skil­ar sér í mun lægra verði. Í Banda­ríkj­un­um mun ódýr­asta út­gáfa XR kosta 749 banda­ríkja­dali. Ódýr­asti XS-sím­inn mun kosta 1.000 dali og XS Max 1.100 dali. Dýr­asta út­gáfa XS Max mun hins veg­ar kosta heila 1.500 dali. Verð eldri síma, iPho­ne 7 og 8, hef­ur ver­ið lækk­að á með­an fram­leiðslu enn eldri síma verð­ur hætt.

Út­gáfu­dag­ur XS og XS Max verð­ur 21. sept­em­ber en hægt verð­ur að forp­anta þá viku fyrr. XR fer í forpönt­un 19. októ­ber og verð­ur send­ur kaup­end­um viku síð­ar.

Tu­ong Nguyen, grein­andi hjá fyr­ir­tæk­inu Gartner, sagði í sam­tali við CNET að Apple væri greini­lega að stuðla að verð­hækk­un á snjallsíma­mark­aði. Þá er vert að taka fram að tolla­stríð Banda­ríkj­anna við Kína gæti orð­ið til frek­ari verð­hækk­un­ar hjá Apple, eins og fyr­ir­tæk­ið var­aði sjálft við á dög­un­um.

Með verð­hækk­un­ina í huga virt­ist það fara í taug­arn­ar á blaða­manni The Ver­ge að Apple sé nú hætt að láta millistykki fyr­ir venju­leg heyrn­ar­tóla­tengi fylgja með sím­um sín­um. Apple hætti að hafa slík tengi á sím­un­um sjálf­um með út­gáfu iPho­ne 7 og hafa marg­ir keppi­naut­ar fylgt í kjöl­far­ið, þó ekki all­ir.

„Það eitt að þurfa millistykki er pirr­andi. En að þurfa líka að borga fyr­ir það er hrein­lega móðg­un,“sagði í um­fjöll­un The Ver­ge. Sagði þar enn frem­ur að jafn­vel þótt það væri rétt að fæst­ir not­uðu millistykk­in, og Apple hefði hætt að láta millistykki fylgja með í um­hverf­is­vernd­ar­skyni, myndi sá rök­stuðn­ing­ur ekki halda vatni þar sem hægt væri að setja gjafa­bréf fyr­ir millistykki í kass­ann. Einnig hef­ur ver­ið gagn­rýnt að enn á ný fylgi ekki hrað­hleðslu­tæki með sím­un­um.

Út­gáfu­dag­ur iOS 12, nýj­ustu upp­færslu stýri­kerf­is snjall­tækja Apple, var einnig kynnt­ur á fund­in­um og kem­ur stýri­kerf­ið út 17. sept­em­ber. Með í för eru Memoji, eins kon­ar sjálftjá­mynd­ir, hóptil­kynn­ing­ar og á stýri­kerf­ið einnig að bæta frammi­stöðu eldri síma. Hins veg­ar hef­ur út­gáfu hóp­spjalls í gegn­um FaceTime ver­ið frest­að, trú­lega fram í októ­ber að því er Techra­dar greindi frá.

NORDICPHOTOS/AFP

Phil Schiller, vara­for­seti Apple, kynn­ir nýja iPho­ne-síma, þar á með­al hinn tröll­vaxna iPho­ne XS Max.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.