Óánægja með ýtni Ed­ge

Fréttablaðið - - FRÉTTIR - – þea

Allt frá út­gáfu Windows 10 hef­ur banda­ríski tækn­iris­inn Microsoft hvatt neyt­end­ur til þess að prófa nýja vafrann sinn, Microsoft Ed­ge. Va­fr­inn var gef­inn út eft­ir að fyrri vafri fyr­ir­tæk­is­ins, In­ter­net Explor­er, missti nærri alla markaðs­hlut­deild. Fyrst að hluta til Mozilla Firefox og svo að nær öllu leyti til Google Chrome, ráð­andi vafra á mark­aði í dag.

Sem dæmi um þessa hvatn­ingu Microsoft til Ed­ge-notk­un­ar má nefna það að still­ing­ar um sjálf­gef­inn vafra hafa átt það til að end­urstill­ast yf­ir á Ed­ge eft­ir stýri­kerf­is­upp­færsl­ur, aug­lýs­ing­ar á lás­skjám og í möpp­um og svo venju­leg­ar aug­lýs­inga­her­ferð­ir á net­inu og í fjöl­miðl­um.

Tækni­á­huga­mönn­um hef­ur þótt þessi mikla hvatn­ing eiga meira skylt við þrýst­ing eða ein­fald­lega ýtni. Tæknisíð­an Thurrott greindi svo frá því í gær að nú sé Microsoft ein­fald­lega far­ið að vara við notk­un annarra vafra. Þeg­ar bl­aða­mað­ur Thurrott reyndi að hlaða nið­ur Google Chrome spratt gluggi upp sem í stóð: „Þú ert nú þeg­ar með Microsoft Ed­ge, hrað­ari og ör­ugg­ari vafra fyr­ir Windows 10.“

Bl­aða­mann­in­um var þá boð­ið upp á ann­að­hvort að opna Ed­ge eða að hlaða nið­ur Chrome sem og upp á að „sleppa frek­ari við­vör­un­um í fram­tíð­inni“.

„Chrome er ekki vírus. Það er eng­in gild ástæða fyr­ir því að Microsoft VARI mig við því að hlaða Chrome nið­ur. Og þessi notk­un orð­anna „að vara við“kem­ur frá Microsoft en ekki mér.“

MYND/MICROSOFT

Surface-tölva frá Microsoft, lík­lega með inn­byggð­an Ed­ge-vafra.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.