Efl­um ís­lenskt mál

Fréttablaðið - - SKOÐUN SKOÐUN -

Ádög­un­um voru kynnt­ar að­gerð­ir sem miða að því að styrkja stöðu ís­lenskr­ar tungu. Þær snerta ólík­ar hlið­ar þjóð­lífs­ins en markmið þeirra allra ber að sama brunni; að tryggja að ís­lenska verði áfram not­uð á öll­um svið­um ís­lensks sam­fé­lags. Heild­stæð nálg­un okk­ar til stuðn­ings ís­lensk­unni teng­ist með­al ann­ars ís­lensk­um fjöl­miðl­um og þeirra hlut­verki í fram­þró­un tungu­máls­ins okk­ar; þeir spegla sögu okk­ar og sjálfs­mynd.

Að­gerð­ir stjórn­valda til styrkt­ar einka­rekn­um fjöl­miðl­um á Íslandi marka ákveð­in vatna­skil en við ráð­ger­um að verja um 400 millj­ón­um í bein­ar að­gerð­ir þeim til stuðn­ings frá og með næsta ári. Þar mun mestu muna um rit­stjórn­ar­sjóð sem veita mun end­ur­greiðsl­ur vegna hluta rit­stjórn­ar­kostn­að­ar einka­rek­inna fjöl­miðla. Skil­yrði fyr­ir slík­um end­ur­greiðsl­um verða skýr og ein­föld og styrk­veit­ing­ar hans fyr­ir­sjá­an­leg­ar og óháð­ar tækni­leg­um út­færsl­um. Frum­varp þess efn­is mun fara í op­ið sam­ráð síð­ar í vet­ur og verð­ur síð­an lagt fyr­ir í árs­byrj­un 2019.

Ann­að brýnt efni sem við höf­um kynnt til þess að jafna hlut ís­lenskra fjöl­miðla er að sam­ræma gjald­töku við kaup á aug­lýs­ing­um svo ís­lensk­ir fjöl­miðl­ar standi jafn­fæt­is er­lend­um net­miðl­um. Til skoð­un­ar er að skatt­leggja kaup á er­lend­um netaug­lýs­ing­um til þess að jafna stöðu inn­lendra fjöl­miðla og er­lendra vef­miðla sem taka til sín ört stækk­andi hluta aug­lýs­inga­mark­að­ar. Í þessu horf­um við til ná­granna­landa okk­ar og Evr­ópu­ríkja sem einnig hafa sam­bæri­leg mál til skoð­un­ar.

Auk­in­held­ur mun­um við styðja bet­ur við textun, tal­setn­ingu og tákn­mál­stúlk­un í mynd­miðl­um þar sem einka­rekn­ir fjöl­miðl­ar munu geta sótt um end­ur­greiðsl­ur til að mæta kostn­aði vegna lög­bund­inn­ar textun­ar og tal­setn­ing­ar. Sér­stök áhersla verð­ur þar lögð á efni sem ætl­að er börn­um og ung­menn­um.

Þetta er í fyrsta sinn sem stjórn­völd grípa til beinna að­gerða til að styðja við rekst­ur einka­rek­inna fjöl­miðla en slíkt hef­ur þekkst á Norð­ur­lönd­un­um um ára­tuga skeið. Það er von mín og vissa að þess­ar að­gerð­ir muni breyta miklu fyr­ir rekstr­ar­um­hverfi þeirra strax á næsta ári.

Til skoð­un­ar er að skatt­leggja kaup á er­lend­um netaug­lýs­ing­um til þess að jafna stöðu inn­lendra fjöl­miðla og er­lendra vef­miðla.

Lilja Alfreðs­dótt­ir mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.