Frá degi til dags

Fréttablaðið - - SKOÐUN SKOÐUN - thor­ar­inn@fretta­bla­did.is

Húbbahúlle …

Ákvörð­un RÚV um að taka þátt í Eurovisi­on í Ísra­el er um­deild eins og kjarn­ast svo ágæt­lega í ólík­um við­horf­um Semu Erlu Ser­d­ar og Mar­grét­ar Frið­riks­dótt­ur, sem sjálfsagt verða aldrei sam­mála um nokk­urn skap­að­an hlut. Sema seg­ir RÚV með þessu „leggja bless­un sína yf­ir landrán, her­nám, að­skiln­að­ar­stefnu, pynt­ing­ar og ómann­úð­lega og ógeð­fellda með­ferð“á sak­lausu fólki í Pa­lestínu. Mar­grét aft­ur á móti furð­ar sig á æs­ingn­um sem hún kall­ar bull og dæmi um hræsn­ina „sem við­gengst á þess­um klaka al­veg með ólík­ind­um, svona mál­flutn­ing­ur dæm­ir sig sjálf­ur“. Þrátt fyr­ir allt verð­ur þó samt ekki tek­ið af Ísra­el­um að eng­in þátt­töku­þjóð hef­ur greint heim­speki­leg­an kjarna söngv­akeppn­inn­ar bet­ur: Húbbahúl­lehúbbaba.

Lof krónu að falla

Kvik­mynd­in Lof mér að falla er ágeng mynd um öm­ur­leg­ar að­stæð­ur ungra fíkla. Frétta­hauk­ur­inn Krist­inn Hrafns­son nýtti sér í gráglettni sögu­þráð mynd­ar­inn­ar á Face­book og varp­aði áhuga­verðu ljósi á glat­aða stöðu krón­unn­ar. „Lof mér að falla er átak­an­leg saga ör­mynt­ar sem miss­ir fót­anna í hörð­um heimi mis­kunn­ar­lausra mark­aðs­afla.“Sak­leys­is­leg mynt­in virð­ist á yf­ir­borð­inu „búa við vel­sæld á traustu heim­ili en und­ir niðri toga þræð­ir sem hún ræð­ur ekk­ert við“.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.