Upp­lýst ein­ræði í far­ang­urs­mál­um

Fréttablaðið - - SKOÐUN - Þórlind­ur Kjart­ans­son

Fyr­ir ut­an sam­setn­ingu á IKEA hús­gögn­um þá er fátt sem hef­ur vald­ið eins mik­illi tog­streitu í sam­skipt­um mín­um við eig­in­konu mína í gegn­um tíð­ina og ákvarð­an­ir um hvað þurfi að pakk­ast með í ut­an­lands­ferð­ir. Það er óbrigð­ult að kvöld­ið fyr­ir ferða­lag fer fram ná­kvæm­lega sama fyr­ir­sjá­an­lega um­ræð­an um það hversu marg­ar tösk­ur þurfi að hafa með í ferð­ina og hvað eigi að vera í þeim.

„Hversu marg­ar dúnúlp­ur held­urðu í al­vör­unni að við þurf­um á Teneri­fe?“

„Það get­ur ver­ið kalt á kvöld­in og í flug­vél­inni.“

„En er þá ekki nóg að taka með jakka?“

„En ef það verð­ur brjál­að veð­ur þeg­ar við kom­um út á völl í fyrra­mál­ið?“

„Þá skutla ég ykk­ur bara upp að stöð­inni og legg bíln­um.“

„En ef það verð­ur storm­ur þeg­ar við kom­um til baka, um miðja nótt. Viltu að börn­in krókni úr kulda á stutterma­bol í hagl­éli og sautján vindstig­um á með­an við leit­um að bíln­um sem þú ert bú­inn að gleyma hvar þú lagð­ir?“

„Það er nú kom­inn júlí.“

Ökkli eða eyra

Mín kenn­ing er nefni­lega sú að það sé hægt að fara í sum­ar­frí með ekk­ert ann­að en kred­it­kort og vega­bréf upp á vas­ann. Allt ann­að muni ein­hvern veg­inn leys­ast. Ef ég fengi að ráða þá tæki fimm mín­út­ur að henda of­an í plast­poka nokkr­um flík­um og við gæt­um svo lagt af stað. Það er að minnsta kosti þetta sem ég reyni að halda fram. Ef eig­in­kona mín fengi að ráða þá þyrft­um við lík­lega að gera það sama og sádi­ar­ab­íska kónga­fólk­ið sem send­ir auka­flug­vél með far­ang­ur­inn þeg­ar það ferð­ast til út­landa, og tvær til baka með afrakst­ur versl­un­ar­ferð­anna.

Þessi tog­streita milli okk­ar hef­ur á end­an­um oft­ast skil­að þeirri nið­ur­stöðu að far­ang­ur­inn sem við tök­um með okk­ur rúm­ast nokk­urn veg­inn full­kom­lega inn­an þeirra heim­ilda sem flug­fé­lög gera al­mennt ráð fyr­ir með vísi­tölu­fjöl­skyldu. Tvær til­tölu­lega stór­ar ferða­tösk­ur eru tékk­að­ar inn, ein flug­freyjutaska kem­ur með í vél­ina og all­ir hafa á sér bak­poka eða tösku með af­þrey­ing­ar­efni fyr­ir flug­ferð­ina. Eng­um verð­ur kalt. Eng­inn verð­ur blaut­ur. All­ir hafa feykinóg af af­þrey­ingu. 50% af far­angr­in­um reyn­ast óþörf.

Og þótt þessi nið­ur­staða hafi ætíð reynst mjög far­sæl þá höf­um samt sem áð­ur átt erfitt með að venja okk­ur af því að karpa hressi­lega um mál­ið áð­ur við sætt­umst á sömu lausn og áð­ur.

Far­ang­ur­s­ein­vald­ur

En ný­ver­ið hef­ur orð­ið sú gleði­lega breyt­ing á að eig­in­kona mín virð­ist loks­ins hafa séð að sér. Ára­lang­ur ágang­ur virð­ist hafa skil­að því að hún nenn­ir ekki þess­um rök­ræð­um. Loks­ins fæ ég að vera nokk­urn veg­inn ein­ráð­ur um það hversu mik­ill far­ang­ur var tek­inn með. Ein stór taska og bak­poki á lín­una. Eina vit­ið. Skipt­ir ein­hver um föt í sum­ar­fríi? Þarf mað­ur ekki ein­mitt bara stutt­bux­ur og svo einn eða tvo boli?

Sigri hrós­andi höf­uð fjöl­skyld­unn­ar, hús­bónd­inn á heim­il­inu, fékk því loks­ins fram­gengt að hlustað væri á hans óbrigð­ulu rök­vísi og all­ir heim­il­is­menn fram­kvæmdu flat­an nið­ur­skurð á þeim óþarfa sem við höfð­um áð­ur burð­ast með milli landa og heims­álfa. „Sjá­ið þið bara kol­efn­is­fót­spor­ið okk­ar, það bara minnk­ar og minnk­ar. Við er­um ekki bara spar­söm og skyn­söm held­ur er­um við hrein­lega að bjarga um­hverf­inu og jörð­inni. Namaste. Setj­um þetta strax á Instasnapp­ið.“

Og svona hef­ur fjöl­skyld­an ferð­ast í nokk­ur skipti; dúnúlpu- og ull­ar­sokka­laus með ör­fá­ar spjar­ir til skipt­anna í neyð­ar­til­vik­um. Kampa­kát­ur kippi ég einni léttri tösku af færi­band­inu á flug­vell­in­um og val­hoppa svo sönglandi út, en horfi með sam­úð til allra hinna heim­il­is­feðr­anna og mæðr­anna sem með út­þand­ar hálsæð­ar stafla út­bólgn­um ferða­tösk­um upp á tösku­kerr­urn­ar og ýta þeim svo—rymj­andi og stynj­andi eins og úr­vinda jak­ux­ar—út um hlið­ið þar sem ekk­ert bíð­ur nema áfram­hald­andi puð og pína þang­að til kom­ið er á hót­el­ið.

Skamm­vinn­ur sig­ur

Það verð­ur þó að segj­ast að þess­ir sigr­ar mín­ir í ferða­skipu­lagi fjöl­skyld­unn­ar hafa ekki endi­lega ver­ið eins af­ger­andi og ég hélt. Það hef­ur kom­ið í ljós að þótt gjarn­an reyn­ist drjúg­ur hluti far­ang­urs­ins óþarf­ur, þá er ómögu­legt að vita fyr­ir­fram ná­kvæm­lega hvaða hluti af far­angr­in­um það var sem mátti missa sín. Fyr­ir vik­ið hef­ur und­an­far­ið þurft að gera um­tals­verð inn­kaup á ým­iss kon­ar stað­al­út­bún­aði sem við átt­um til heima. Þannig að nú eig­um við tvö eða þrjú ein­tök af alls kon­ar dóti sem við þurf­um ekki að eiga nema eitt af.

Og svo hef­ur það því mið­ur reynst óbrigð­ul nið­ur­staða af illa upp­lýstu ein­ræði mínu í far­ang­urs­mál­um að við höf­um neyðst til þess að kaupa nýja tösku, eða nýj­ar tösk­ur, á heim­leið­inni und­ir all­an varn­ing­inn sem við þurft­um að kaupa á ferða­lag­inu. Þannig að hin upp­lýsta og um­hverf­i­s­væna far­ang­urs­stefna mín hef­ur leitt til þess að inni á heim­il­inu eru smám sam­an að safn­ast upp birgð­ir af bæði ferða­tösk­um og ým­iss kon­ar sum­ar­frís­drasli í fjöl­riti, sem ger­ir ekk­ert ann­að en að éta rúm­metra.

Það má því segja að fulln­að­ar­sig­ur minn hafi reynst skamm­góð­ur verm­ir. Þetta gekk allt miklu bet­ur þeg­ar nið­ur­stað­an í far­ang­urs­mál­um var afrakst­ur smá­vægi­legr­ar tog­streitu.

Tog­streita til góðs

Þeir sem rann­saka ákvarð­ana­töku myndu kann­ast ágæt­lega við far­ang­urs­sög­una mína. Ákvarð­an­ir sem byggj­ast á sam­tali og mála­miðl­un­um reyn­ast oft­ast bet­ur en þær sem keyrð­ar eru í gegn af offorsi. Þetta þurfa þeir að hafa í huga sem fal­ið er vald því það ger­ist nefni­lega furðufljótt að vald­haf­ar hætta að nenna að hlusta á kvabb, kvart og kvein; en velja frek­ar að hafa í kring­um sig fólk sem er til­bú­ið að hlusta, hlýða og trúa.

Þetta á ekki síst við í mál­um sem „all­ir“virð­ast vera sam­mála um, eða eng­inn þor­ir að mót­mæla. Það er ágætt að hafa þetta í huga í vik­unni þeg­ar Alþingi er sett því jafn­vel þótt rifr­ildi geti virst leið­in­leg, þá geta þau þjón­að mik­il­væg­um til­gangi því tog­streit­an sjálf hnik­ar gjarn­an ákvörð­un­um í rétta átt.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.