Fram mun ekki verja titil sinn í vor

Olís­deild kvenna í hand­bolta hefst um helg­ina, en tveir leik­ir fara fram á morg­un og um­ferð­in klár­ast svo með tveim­ur leikj­um á þriðju­dag­inn. Frétta­blað­ið spá­ir í spil­in hvað deild­ina varð­ar og til­efn­ir einnig leik­menn sem gam­an verð­ur að fylgj­ast með í v

Fréttablaðið - - SPORT S PORT - Nýliði Nýliði

Gangi spá Frétta­blaðs­ins um deild­ina eft­ir mun Val­ur hrifsa Ís­lands­meist­ara­titil­inn af Fram sem er ríkj­andi Ís­lands- og bikar­meist­ari. Val­ur varð deild­ar­meist­ari síð­asta vor, en náði hins veg­ar ekki að fylgja því eft­ir með því að tryggja sér Ís­lands­meist­ara­titil­inn.

Val­ur

1. sæti | 34 stig | ’17-’18

Þrátt fyr­ir að hafa misst nán­ast allt byrj­un­arlið sitt frá síð­asta keppn­is­tíma­bili mæt­ir Ág­úst Þór Jó­hanns­son til leiks með lið sem get­ur klár­lega far­ið alla leið og orð­ið Ís­lands­meist­ari. Val­ur tap­aði fyr­ir Fram í úr­slit­um Ís­lands­móts­ins í vor, en nú kom­ast þær skrefi lengra. Val­ur hef­ur feng­ið Írisi Björk Sím­on­ar­dótt­ur í mark­ið sem er mik­ill styrk­ur og þá mun Sandra Erlings­dótt­ir stjórna sókn­ar­leikn­um og hafa sér til fullting­is Lovísu Thomp­son sem hef­ur, líkt og Ír­is Björk og Anna Úrsúla Guð­munds­dótt­ir sem ætla að taka slag­inn með lið­inu, reynslu af því að verða Ís­lands­meist­ari.

Fram

2. sæti | 32 stig | ’17-’18

Síð­asta keppn­is­tíma­bil var gjöf­ult fyr­ir Fram sem stóð uppi sem bæði Ís­lands- og bikar­meist­ari. Það er erfitt að af­skrifa lið með Stein­unni Björns­dótt­ur, Kar­en Knúts­dótt­ur, Þóreyju Rósu Stef­áns­dótt­ur og Ragn­heiði Júlí­us­dótt­ur inn­an­borðs í bar­átt­unni um titil­inn. Hins veg­ar missti lið­ið Guð­rúnu Ósk Ma­rías­dótt­ur sem fór yf­ir í Stjörn­una í sum­ar. Markvarsl­an gæti orð­ið haus­verk­ur fyr­ir Fram, en lið­ið treyst­ir á tvær ung­ar og efni­leg­ar stúlk­ur og fékk svo til liðs við sig Erlu Rós Sig­mars­dótt­ur frá ÍBV til þess að freista þess að fylla skarð Guð­rún­ar Ósk­ar. ÍBV

3. sæti | 30 stig | ’17-’18

Sami stað­ur. 30 stig í fyrra. Eyja­kon­ur hafa þétt rað­irn­ar svo um mun­ar frá síð­asta keppn­is­tíma­bili. Til liðs­ins eru komn­ar Arna Sif Páls­dótt­ir, sem er fyrsti línu­mað­ur ís­lenska lands­liðs­ins, og Sunna Jóns­dótt­ir lands­liðs­kona í skyttu­hlut­verk­ið. Þessi liðs­styrk­ur styrk­ir ekki hvað síst varn­ar­leik liðs­ins sem verð­ur ógn­væn­leg­ur með þær tvær, auk Ester­ar Ósk­ars­dótt­ur, sem val­in var leik­mað­ur árs­ins á loka­hófi HSÍ síð­ast­lið­ið vor, í miðri vörn­inni. Erfitt verð­ur hins veg­ar að fylla það skarð sem Sandra Erlings­dótt­ir skil­ur eft­ir sig.

Hauk­ar

4. sæti | 30 stig | ’17-’18

Sami stað­ur. 30 stig í fyrra. Síð­asta tíma­bil var gott fyr­ir Hauka­kon­ur sem náðu ár­angri sem var vel við­un- andi. Portú­galska skytt­an Maria Ines Silva Pereira verð­ur áfram í lyk­il­hlut­verki hjá lið­inu í sókn­ar­leikn­um, en lið­ið hef­ur feng­ið Ramu­ne Pek­ar­skyte til þess að efla vopna­búr­ið í sókn­ar­leikn­um. Þarna verð­ur markvarsl­an ákveð­ið spurn­inga­merki, en frammistaða Elín­ar Jónu Þor­steins­dótt­ur heill­aði for­svars­menn Vend­syssel og söðl­aði hún um til Dan­merk­ur í vor. Ástríð­ur Gló­dís Gísla­dótt­ir mun verja mark Hauka í vet­ur, en hún er ung­ur og efni­leg­ur markvörð­ur sem ver mark U-20 ára liðs Ís­lands. Hún þarf að verja vel ætli Hauk­ar að afsanna þessa spá og gera sig meira gild­andi í topp­bar­átt­unni. Ástríð­ur Gló­dís mun svo fá sam­keppni frá Selmu Þóru Jó­hanns­dótt­ur og Sögu Sif Gísla­dótt­ur.

Sel­foss

6. sæti | 9 stig | ’17-’18

Það mun að sjálf­sögðu muna gríð­ar­lega um það fyr­ir Sel­foss að Hrafn­hild­ur Hanna Þr­ast­ar­dótt­ir er orð­in heil heilsu. Það mun hins veg­ar ekki duga til þess að lið­inu tak­ist að tryggja sér sæti í úr­slita­keppni deild­ar­inn­ar. Lið­ið mun verða í bar­áttu við Hauka og Stjörn­una um að verða fjórða og síð­asta lið­ið þang­að inn, en það er ekki mik­ill mun­ur á þess­um lið­um og bar­átt­an verð­ur jöfn. Vörn og hrað­a­upp­hlaup þar sem Perla Ruth Al­berts­dótt­ir verð­ur í far­ar­broddi gætu hins veg­ar breytt þess­ari stöðu.

Stjarn­an

5. sæti | 21 stig | ‘17-’18

Nið­ur um eitt sæti. 21 stig í fyrra. Segja má að Stjarn­an mæti til leiks með nýtt lið að þessu sinni. Mikl­ar breyt­ing­ar urðu bæði á leik­manna­hópn­um og þjálf­arat­eymi liðs­ins. Guð­rún Ósk Ma­rías­dótt­ir mun sjá til þess að markvarsl­an verði í góð­um mál­um, Elísa­bet Gunn­ars­dótt­ir er reynd­ur og góð­ur línu­mað­ur og Þórey Anna Ás­geirs­dótt­ir fær stærra hlut­verk í sókn­ar­leikn­um. Þá auka Lauf­ey Ásta Guð­munds­dótt­ir og Auð­ur Ómars­dótt­ir breidd­ina í sókn­ar­leikn­um. Sebastian Al­ex­and­ers­son og Ra­kel Dögg Braga­dótt­ir halda um stjórn­artaum­ana hjá lið­inu og eru lík­lega ekki sam­mála þess­ari spá og ætla að gera mun bet­ur.

HK Það verð­ur hlut­skipti HK að fara aft­ur í um­spil um laust sæti í efstu deild næsta vor. Lið­ið er hins veg­ar með unga og spenn­andi leik­menn sem gætu hæg­lega þrosk­ast hratt og orð­ið til þess að lið­ið sleppi við um­rædda um­spils­leiki. Sig­ríð­ur Hauks­dótt­ir er góð­ur horna­mað­ur og það verð­ur hlut­verki Berg­lind­ar Þor­steins­dótt­ur að binda sam­an varn­ar­leik liðs­ins. Þá eru Val­gerð­ur Þor­steins­dótt­ir og Dí­ana Krist­ín Sig­mars­dótt­ir öfl­ug­ir leik­menn sem mik­ið mun mæða á.

KA/Þór Nýliði. Stopp­ið verð­ur stutt hjá Akur­eyr­arlið­inu í efstu deild að þessu sinni. Lið­ið er blanda af ung­um og efni­leg­um leik­mönn­um og göml­um ref­um sem kunna öll trix­in í bók­inni í hand­bolta­fræð­un­um. Martha Her­manns­dótt­ir og Hulda Bryn­dís Tryggva­dótt­ir munu draga vagn­inn hjá lið­inu og þá hef­ur Ólöf Ma­rín Hlyns­dótt­ir leik­ið vel á und­ir­bún­ings­tíma­bil­inu og gæti lát­ið til sín taka í vet­ur ef hún held­ur áfram góðri spila­mennsku sinni. Ás­dís Guð­munds­dótt­ir er svo upp­renn­andi línu­mað­ur sem mun vera í stóru hlut­verki bæði í sókn­arog varn­ar­leik liðs­ins.

FRÉTTA­BLAЭIÐ/EYÞÓR

Hauk­ar gerðu sér lít­ið fyr­ir og skelltu ríkj­andi Ís­lands- og bikar­meist­ur­um Fram í gær­kvöldi 22-19 þrátt fyr­ir stór­leik Ragn­heið­ar í Safa­mýr­inni. Fyr­ir kvöld­ið voru ell­efu ár lið­in síð­an Hauk­ar unnu Meist­ara­keppni HSÍ.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.