Fylgstu með þess­um leik­mönn­um í vet­ur

Fréttablaðið - - SPORT S PORT -

Ástríð­ur Gló­dís Gísla­dótt­ir Mark­mað­ur sem gekk til liðs við Hauka frá Fylki fyr­ir þetta tíma­bil. Hún átti gott tíma­bil með Fylki í Grill 66-deild­inni í fyrra. Ástríð­ur Gló­dís er efni­leg­ur mark­mað­ur sem spil­aði með U-20 ára lands­liði Ís­lands á heims­meist­ara­mót­inu í sum­ar og stóð sig vel.

Ída Bjark­lind Magnús­dótt­ir

Stór og stæði­leg skytta frá Sel­fossi. Hún fékk nokk­uð stórt hlut­verk í fjar­verju Hrafn­hild­ar Hönnu Þr­ast­ar­dótt­ur á síð­ustu leiktíð og spenn­andi að sjá hvort hún hafi tek­ið skref fram á við frá því í fyrra.

Berg­lind Þor­steins­dótt­ir

Hlaut náð fyr­ir aug­um Ax­els Stef­áns­son­ar lands­liðs­þjálf­ara í leikj­um gegn Sví­þjóð í lok þessa mán­að­ar. Berg­lind er sterk­ur varn­ar­mað­ur og er óhrædd við að vaða út í þá sókn­ar­menn sem ógna marki HK. Von­andi nær hún að bæta sig hratt og vel og festa sæti sitt í lands­lið­inu til fram­búð­ar.

Ás­dís Guð­munds­dótt­ir Línu­mað­ur að norð­an sem hef­ur vax­ið mik­ið und­an­far­in ár.

Ís­lenska U-20 ára lands­lið­ið stóð sig vel á HM í sum­ar. Nokkr­ir leik­menn liðs­ins verða í lyk­il­hlut­verk­um í vet­ur.

Hún var hluti af leik­manna­hópi U-20 ára liðs Ís­lands sem lék á heims­meist­ara­mót­inu í sum­ar og er öfl­ug­ur línu­mað­ur.

Lovísa Thomp­son

Þrátt fyr­ir ung­an ald­ur hef­ur Lovísa reynt allt sem hægt er að reyna í hand­bolt­an­um hér heima. Hún skipti úr upp­eld­is­fé­lag­inu Gróttu í Val og það verð­ur fróð­legt að sjá hvernig hún stend­ur sig í nýju um­hverfi. Það er mik­il pressa á Lovísu að standa sig vel.

Berta Rut Harð­ar­dótt­ir

Ein af ástæð­um þess að Hauk­ar stóðu sig vel í fyrra var sú að Bertu Rut óx mik­ið ásmeg­in. Hún er góð hægri skytta sem get­ur einnig leyst af í hægra horn­inu. Berta var einn af burða­rás­un­um í U-20 ára lið­inu og sýndi það þar hversu langt hún er kom­in á þroska­ferli sínu sem hand­bolta­mað­ur þrátt fyr­ir að vera enn gjald­geng í U-18 ára lands­lið­ið.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.