Það bara bær­ist ekki strá

Hilm­ar Ragn­ars­son, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri hjá Sím­an­um, var á bökk­um skag­firskr­ar lax­veiði­ár þeg­ar sím­inn hans hringdi og eft­ir­far­andi við­tal var tek­ið.

Fréttablaðið - - TÍMAMÓT TÍMAMÓT -

Hér er ynd­is­legt að vera, það bara bær­ist ekki strá,“seg­ir Hilm­ar Ragn­ars­son raf­magns­verk­fræð­ing­ur stadd­ur í Skaga­firð­in­um, nán­ar til­tek­ið að Mel. Þar er hann með nokkr­um veiði­fé­lög­um við Sæ­mundará en sjálf­ur ekki með stöng á lofti þessa stund­ina. „Við skipt­umst á, þetta er bara tveggja stanga á,“út­skýr­ir hann. Kveðst hafa ver­ið í öðr­um lax­veiðit­úr fyr­ir fá­um dög­um, í Svar­tá í Húna­vatns­sýslu sem leið­sögu­mað­ur með nokkr­um er­lend­um vin­um sín­um. „Það var líka rosa­lega skemmti­leg­ur túr og sama ynd­is­lega veðr­ið, besta veð­ur sum­ars­ins, sögðu bænd­ur sem voru að koma af fjalli.“

Til­efni við­tals­ins er sjö­tugsaf­mæli Hilm­ars sem er í dag. Hann bið­ur mig samt að vera ekk­ert að aug­lýsa það. „Það eru 50 manns bún­ir að boða komu sína og hús­næð­ið er ekki nema 100 fer­metr­ar,“seg­ir hann til skýr­ing­ar.

Þó hann kunni hvergi bet­ur við sig en á bökk­um veiði­áa á lands­byggð­inni kveðst hann eng­inn sveitalubbi vera. „Ég er Reyk­vík­ing­ur, fædd­ist við Sjafn­ar­göt­una og ólst mik­ið upp hjá afa og ömmu, þar var gott næði til að lesa. Þau dekr­uðu við mig og voru frá­bær en dóu alltof ung.“

Ég er áhuga­mað­ur í golfi en get ekki neitt, ein­staka högg ger­ir þó það að verk­um að mað­ur held­ur áfram.

Hilm­ar kveðst hafa var­ið rúm­um þrjá­tíu ár­um af starfsæv­inni hjá Sím­an­um. „Ég byrj­aði þar 1974 og var til 2006, síð­ustu ár­in sem fram­kvæmda­stjóri talsíma­sviðs. Var svo hepp­inn að fá að taka þátt í stór­stíg­ustu fram­förum í fjar­skipta­tækn­inni á Íslandi, svo sem að koma á MNT-kerf­inu, GSM-kerf­inu og gera land­ið sta­f­rænt. Síð­an varð ég verk­efna­stjóri hjá dótt­ur minni, Ág­ústu Ernu hjúkr­un­ar­fræð­ingi, í fyr­ir­tæk­inu Hrif­um sem er með heilsu­efl­ingu inn­an fyr­ir­tækja. Sjálf var hún að berj­ast við krabba­mein og stofn­aði Kraft ásamt Hildi Björk, syst­ur sinni, og fleir­um.“

Auk þeirra Ág­ústu Ernu og Hild­ar Bjark­ar, kenn­ara og við­skipta­fræð­ings, kveðst Hilm­ar eiga son­inn Birgi, bet­ur þekkt­an sem tón­list­ar­mann­inn Bigga Hilm­ars, með fyrr­ver­andi konu sinni. „Eft­ir að við skild­um eign­að­ist ég dótt­ur­ina Veru, hún er mynd­list­ar­mað­ur og býr í Berlín, er vin­sæl fyr­ir­sæta þar úti. Hinar dæt­ur mín­ar hafa ver­ið fyr­ir­sæt­ur líka. Það er svona þeg­ar barn­s­mæð­urn­ar eru vel vald­ar!“seg­ir hann glað­lega og bæt­ir við stolt­ur að svo eigi hann fjög­ur barna­börn.

Lax­veiði og önn­ur úti­vera er eft­ir­læti Hilm­ars. Hann kveðst oft hafa ver­ið leið­sögu­mað­ur á veg­um Ice­land Sea­food Corporati­on og Lim­ited á ár­um áð­ur, þeg­ar starfs­mönn­um og við­skipta­vin­um bæði frá Am­er­íku og Evr­ópu hafi ver­ið boð­ið í lax í Norð­urá og Víði­dalsá.

Íþrótt­ir er eitt af því sem Hilm­ar hef­ur gam­an af, þær iðk­aði hann á yngri ár­um, fyrst og fremst hand­bolta. „Ég er áhuga­mað­ur í golfi en get ekki neitt, ein­staka högg ger­ir þó það að verk­um að mað­ur held­ur áfram,“seg­ir hann kank­vís. „Svo er tenn­is ein skemmti­leg­asta íþrótt sem ég hef stund­að en mjaðmalið­irn­ir bönn­uðu mér að halda áfram. Tón­list­in er líka of­ar­lega á blaði og þeg­ar ég vil slaka á sest ég við Ro­land-hljóm­borð­ið. Það er margt tón­listar­fólk í ætt­inni. Svo lengi sem frændi minn, sem er að koma inn úr dyr­un­um núna, tek­ur ekki lag­ið, þá er allt í lagi! (Hlát­ur).“gun@fretta­bla­did.is

Hilm­ar með 87 cm hrygnu sem tek­in var á flug­una Rauð­an Fr­ances í Straum­un­um, ár­mót­um Norð­ur­ár og og Hvítár í Borg­ar­firði.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.