Sam­ræmd ís­lensku­próf eru í stöð­ugri þró­un

For­stjóri Mennta­mála­stofn­un­ar seg­ir að var­ast þurfi að draga of mikl­ar álykt­an­ir út frá ein­staka spurn­ing­um í sam­ræmdu ís­lensku­prófi. Hann fagn­ar um­ræðu um hlut­verk og inni­hald próf­anna. Mik­il vinna liggi á bak við gerð þeirra.

Fréttablaðið - - FRÉTTIR - Sig­hvat­ur@fretta­bla­did.is

„Við fögn­um þess­ari um­ræðu um hlut­verk og inni­hald sam­ræmdu próf­anna. Við virð­um það að Ei­rík­ur brenn­ur fyr­ir ís­lensk­unni og hef­ur áhyggj­ur af stöðu henn­ar í sam­fé­lag­inu. Það sem þarf samt að var­ast er að draga of mikl­ar álykt­an­ir út frá ein­staka spurn­ing­um eða sýni­próf­um varð­andi áhrif sam­ræmdu próf­anna á ís­lensk­una,“seg­ir Arn­ór Guð­munds­son for­stjóri Mennta­mála­stofn­un­ar.

Arn­ór er að vísa til gagn­rýni Ei­ríks Rögn­valds­son­ar, pró­fess­ors emer­it­us í ís­lenskri mál­fræði, á sam­ræmt próf í ís­lensku fyr­ir 9. bekk. Tel­ur Ei­rík­ur að áhersl­urn­ar í próf­inu séu kolrang­ar og ekki í sam­ræmi við nám­skrá. Sp­urn­ing­ar snú­ist um mál­til­finn­ingu en ekki kunn­áttu og þekk­ingu. Þá séu próf­in ekki til þess fall­in að stuðla að já­kvæðu við­horfi nem­enda til tungu­máls­ins.

„Við telj­um að próf­in séu í sam­ræmi við nám­skrá. Sp­urn­ing­arn­ar eru kerf­is­bund­ið tengd­ar við nám­skrá. Það urðu mikl­ar breyt­ing­ar á henni fyr­ir fimm ár­um og nú er meiri áhersla lögð á hæfni en minni á ein­stök þekk­ing­ar­at­riði,“seg­ir Arn­ór.

Hann seg­ir að próf­in séu í sí­felldri þró­un og bend­ir á að mik­il vinna liggi á bak við gerð hvers prófs. „Það tek­ur tvö ár að þróa hvert próf og þau eru for­próf­uð í skól­un­um. Þau eru líka yf­ir­far­in af sér­fræð­ing­um og við met­um reynsl­una af ein­staka spurn­ing­um.“

Arn­ór bend­ir á að nem­end­ur séu tíu ár í grunn­skóla en það taki þá ein­ung­is fjór­ar klukku­stund­ir sam­tals að þreyta sam­ræmd próf í ís­lensku í 4., 7. og 9. bekk.

Að ætla það að próf­in hafi svona mik­il áhrif á stöðu ís­lensk­unn­ar finn­ast mér ansi djarf­ar álykt­an­ir.

Arn­ór Guð­munds­son, for­stjóri Mennta­mála­stofn­un­ar

„Að ætla það að próf­in hafi svona mik­il áhrif á stöðu ís­lensk­unn­ar finn­ast mér ansi djarf­ar álykt­an­ir. Það er hægt að dæma sp­urn­ing­ar út frá ís­lensk­unni sem slíkri en við horf­um líka á próf­fræði­lega mæli­kvarða. Ein­hverj­um spurn­ing­um eiga bara mjög góð­ir nem­end­ur að geta svar­að. Við þurf­um að hafa breidd í spurn­ing­un­um.“

Arn­ór seg­ir að stór hluti náms­mats fari fram í skól­un­um. „Við höf­um sýnt fram á að það er mik­ið sam­ræmi milli þess mats og nið­ur­staðna próf­anna. Þau hafa mik­ið for­spár­gildi um áfram­hald­andi nám nem­enda, jafn­vel upp í há­skól­ana. Sam­ræmdu próf­in eru mik­il­væg­ur mæli­kvarði og gefa skól­um, sveit­ar­fé­lög­um og stjórn­völd­um upp­lýs­ing­ar um stöð­una.“

FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK

For­stjóri Mennta­mála­stofn­un­ar var­ar við að of mikl­ar álykt­an­ir séu dregn­ar út frá ein­staka spurn­ing­um eða sýni­próf­um.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.