Minn­is­leysi lög­reglu og sak­born­inga rætt í gær

Upp­haf Guð­mund­ar­máls var rætt í Hæsta­rétti í gær. Rann­sak­end­ur máls­ins muna ekki hvað hleypti því af stað. Tal­ið að refsifangi hafi feng­ið frelsi gegn því að vísa á sak­born­inga. Hann var yf­ir­heyrð­ur fyr­ir tveim­ur ár­um vegna máls­ins.

Fréttablaðið - - FRÉTTIR - adal­heidur@fretta­bla­did.is

Mál­flutn­ingi lauk í Guð­mund­ar- og Geirfinns­mál­um í Hæsta­rétti í gær. Guð­jón Ólaf­ur Jóns­son, verj­andi Al­berts Kla­hn Skafta­son­ar, og Jón Magnús­son, verj­andi Tryggva Rún­ars Leifs­son­ar, fluttu mál sinna skjól­stæð­inga sem voru báð­ir sak­felld­ir fyr­ir að­ild að Guð­mund­ar­mál­inu.

Verj­end­um varð tíð­rætt um minn­is­leysi rann­sókn­ar­að­ila máls­ins sem kvadd­ir voru til skýrslu­töku um mál­ið í Hér­aðs­dómi Reykja­vík­ur 11. janú­ar 2016 þar sem þeir voru spurð­ir um upp­haf rann­sókn­ar Guð­mund­ar­máls­ins fjöru­tíu ár­um áð­ur, í des­em­ber 1975. Full­trúi saka­dóm­ara hafi sagt að hann gæti ekki svar­að því hvað­an orð­róm­ur­inn hefði kom­ið. Hafi hann vit­að það væri hann bú­inn að gleyma því. Lög­reglu­menn­irn­ir fyrr­ver­andi mundu þetta hvor­ug­ur. Furð­uðu verj­end­ur sig á því að rann­sókn­ar­að­il­ar hefðu ekki mun­að hvað hleypti mál­inu af stað og hvers vegna grun­ur beind­ist að þeim sem að lok­um voru dæmd fyr­ir mál­ið.

Vís­aði Jón Magnús­son til gagna sem sýndu að vitn­is­burð­ur þá­ver­andi refsifanga á Litla-Hrauni hefði sett mál­ið af stað og hefði hann geng­ist við því sjálf­ur að hafa log­ið að rann­sókn­ar­mönn­um til að sleppa úr fang­elsi.

Vitni sem gaf sig fram við lög­reglu 2014 sagði um­rædd­an mann hafa ek­ið á Guð­mund Ein­ars­son nótt­ina sem hann hvarf. Var hann hand­tek­inn og yf­ir­heyrð­ur í kjöl­far­ið.

Verj­end­ur Tryggva Rún­ars og Al­berts lýstu því hvað skjól­stæð­ing­um þeirra hefði geng­ið illa að muna þá at­burði sem þeim var gef­ið að sök að hafa átt þátt í en hefðu engu að síð­ur ver­ið óhemju sam­vinnu­þýð­ir og lagt sig alla fram við að að­stoða lög­reglu­menn­ina sem þeir litu á sem vini sína með­an á ein­angr­un­ar­vist þeirra stóð. Verj­andi Al­berts lýsti því hvernig ólög­leg­um og óeðli­leg­um rann­sókn­ar­að­ferð­um hefði ver­ið beitt til að hjálpa Al­berti að muna eft­ir at­burð­um sem hann upp­lifði aldrei og vís­aði þar til svo­kall­aðra sefj­un­ar­funda.

Verj­andi Tryggva Rún­ars vís­aði til játn­inga­skýrslna hans þar sem hann skráði slags­mál sem hann mundi eft­ir og smá­vægi­leg af­brot.

Ef ég hefði bú­ist við þessu þá hefði ég aldrei ját­að mig inn í þetta mál. Ég hélt með því að játa mig inn í þetta slyppi ég út á með­an mál­ið kæmi fyr­ir dóm.

Dag­bók Tryggva Rún­ars Leifs­son­ar 29. mars 1977

Skýrsl­unn­ar er get­ið í úr­skurð­um end­urupp­töku­nefnd­ar. Hún er stíl­uð á til­tek­inn rann­sókn­ar­lög­reglu­mann, frá Tryggva Rún­ari. Á for­síðu henn­ar er skrif­uð þessi at­huga­semd: „P.s. það sem mér rifjast upp og ég festi á blað, til minn­is hjá mér og verði von­andi til góðs í þessu leið­inda­máli sem við get­um kall­að „mál minn­is­leys­is­ins hjá mér“og ég held að það megi full­yrði Kristjáni [sic].“

FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR

Verj­end­ur Tryggva Rún­ars og Kristjáns Við­ars, Jón Magnús­son og Jón Stein­ar Gunn­laugs­son.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.