Af huldu­manni Guð­mund­ar­máls­ins

Fréttablaðið - - FRÉTTIR -

End­urupp­töku­nefnd leið­ir að því lík­ur í úr­skurð­um sín­um að upp­haf rann­sókn­ar Guð­mund­ar­máls­ins megi rekja til refsifanga á LitlaHrauni sem hafi feng­ið fyr­ir­greiðslu hjá lög­reglu gegn upp­lýs­ing­um sem hann veitti í des­em­ber 1975.

Álykt­un end­urupp­töku­nefnd­ar um upp­haf rann­sókn­ar­inn­ar:

„Gögn sem lögð hafa ver­ið fyr­ir end­urupp­töku­nefnd benda sterk­lega til þess að [SSA] hafi veitt lög­reglu upp­lýs­ing­ar sem leiddu til þess að grun­ur beind­ist að dóm­felldu um að­ild að hvarfi Guð­mund­ar. [SSA] hafði ver­ið í afplán­un refsi­dóms á Litla-Hrauni og hafði ver­ið þar með dóm­fellda Kristjáni Við­ari. Það hvernig stað­ið var að hléi á afplán­un refsi­dóms [SSA] og rann­sókn nýs brots, sem hann gerði sig strax sek­an um í kjöl­far­ið og ját­aði að hafa fram­ið, gef­ur sterk­lega til kynna að hann hafi veitt þess­ar upp­lýs­ing­ar í því skyni að sleppa bet­ur frá sín­um eig­in af­brot­um.“

Sagð­ur hafa ek­ið á Guð­mund

Mað­ur þessi var hand­tek­inn og yf­ir­heyrð­ur í júní 2016 í kjöl­far fram­burð­ar vitn­is sem gaf sig fram við lög­reglu. Vitn­ið er fyrr­ver­andi sam­býl­is­kona manns­ins og skýrði hún frá því að hún hefði ver­ið far­þegi í bíl und­ir hans stjórn þeg­ar ek­ið var á Guð­mund Ein­ars­son að­faranótt 27. janú­ar 1974. Hún hafi set­ið í aft­ur­sæti og vin­ur sam­býl­is­manns­ins frammi í. Eft­ir ákeyrsl­una hafi Guð­mund­ur ver­ið tek­inn upp í bíl­inn. Henni hafi svo ver­ið ek­ið heim en mjög hafi ver­ið dreg­ið af Guð­mundi þeg­ar hún yf­ir­gaf bíl­inn við heim­ili sitt.

Mað­ur­inn neit­aði þessu stað­fast­lega í yf­ir­heyrslu en að­spurð­ur um sam­skipti við rann­sókn­ar­lög­regl­una á þess­um tíma svar­aði hann því til að hann hefði sí­fellt ver­ið að ljúga í þá sög­um á þess­um tíma.

Bauð upp­lýs­ing­ar um Guð­mund og Geirfinn gegn reynslu­lausn

Þetta var ekki eina skipt­ið sem þessi úr­ræða­góði saka­mað­ur bland­aði sér í Guð­mund­ar- og Geirfinns­mál. Í úr­skurð­in­um er vís vís­að til skýrslu frá vo vor­inu 1978 þar sem ha hann seg­ir lög­regl­unni á Sel­fossi og full­trúa sýslu­manns sý að bæði Guð­mund­ur og Geirfinn­ur væru grafn­ir í húsa­garði í Reykjavík, það hefði hann eft­ir Kristjáni Við­ari sem hefði sýnt sér stað­inn þeg­ar þeir struku sam­an af LitlaHrauni áð­ur en Kristján Við­ar var úr­skurð­að­ur í gæslu­varð­hald vegna Guð­mund­ar­máls­ins. Mað­ur­inn benti á bak­garð við Grett­is­götu. Í skýrsl­unni komi fram að upp­haf­lega hefði hann ekki vilj­að skýra frá þessu nema hann fengi að vera við­stadd­ur upp­gröft­inn. Svo sner­ist hon­um hug­ur og hann neit­aði að stað­festa vitn­eskju sína nema hann fengi reynslu­lausn.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.