Ekki frest­un á leyfi til eld­is

Fréttablaðið - - FRÉTTIR - Gar@fretta­bla­did.is

Nátt­úru­vernd­ar­sam­tök Ís­lands og veiði­fé­lög segja fyr­ir­hug­að eldi á regn­bogasil­ungi í Fá­skrúðs­firði stefna villt­um stofn­um í hættu. Starfs­leyf­ið stend­ur.

Úrskurð­ar­nefnd um­hverf­i­sog auð­linda­mála neit­ar að fresta réttaráhrif­um ákvörð­un­ar um að veita starfs­leyfi fyr­ir regn­bogasil­ung­seldi í Fá­skrúðs­firði.

Stofn­un­in veitti þann 22. júní Fiskeldi Aust­fjarða starfs­leyfi fyr­ir þrjú þús­und tonna regn­bogasil­ung­seldi í Fá­skrúðs­firði. Þá ákvörð­un kærðu Nátt­úru­vernd­ar­sam­tök Ís­lands, Nátt­úru­vernd­ar­fé­lag­ið lax­inn lifi, Veiði­fé­lag Breið­dæla, Veiði­fé­lag Hofs­ár og Sunnu­dals­ár, Veiði­fé­lag Selár og Veiði­fé­lag Vest­ur­dals­ár. Í kær­unni var þess kraf­ist að ákvörð­un­in yrði felld úr gildi og jafn­framt að réttaráhrif­um henn­ar yrði frest­að á með­an úr­skurð­ar­nefnd­in væri með kær­una til með­ferð­ar.

„Kær­end­ur taka fram að þeir eigi mik­illa hags­muna að gæta um að ekki verði stefnt í hættu líf­ríki Breið­dals­ár, Hofs­ár, Sunnu­dals­ár, Selár og Vest­ur­dals­ár, þar á með­al hinum villtu laxa- og sil­unga­stofn­um ánna, með lúsa­fári, sjúk­dóma­smiti og meng­un frá er­lend­um og fram­andi regn­bogasil­ungi, sem eng­inn mót­mæli að muni sleppa í meira og minna mæli úr fyr­ir­hug­uðu sjókvía­eldi í Fá­skrúðs­firði,“seg­ir í um­fjöll­un úr­skurð­ar­nefnd­ar­inn­ar.

Um­hverf­is­stofn­un bend­ir á að um sé að ræða end­ur­nýj­un á starfs­leyfi sem heim­ili sama um­fang og sömu stað­setn­ingu og rekstr­ar­að­ili hafi ver­ið með. Fisk­ur hafi ekki enn ver­ið sett­ur út í kví­ar og að ekki hafi ver­ið til­kynnt um út­setn­ingu. Ekki hafi ver­ið sýnt fram á ástæð­ur sem leiði til þess að rétt sé að fresta réttaráhrif­um ákvörð­un­ar um út­gáfu starfs­leyf­is.

Að því er kem­ur fram í úr­skurð­in­um seg­ir Fiskeldi Aust­fjarða öll efn­is­leg rök skorta fyr­ir kröf­um kær­end­anna. „Um sé að ræða eldi regn­bogasil­ungs er tímgist ekki í ís­lenskri nátt­úru og ekki séu skil­yrði fyr­ir því að laxal­ús þríf­ist á Aust­fjörð­um. Hags­mun­ir kær­enda séu því allt ann­að en brýn­ir eða skýr­ir.“

Nefnd­in rek­ur að Skipu­lags­stofn­un hafi ár­ið 2004 kom­ist að þeirri nið­ur­stöðu að allt að þrjú þús­und tonna eldi á þorski á ári í Fá­skrúðs­firði væri ekki lík­legt til að hafa í för með sér um­tals­verð um­hverf­isáhrif og væri því ekki háð mati á um­hverf­isáhrif­um. Fiskeldi Aust­fjarða hafi á ár­inu 2012 feng­ið að breyta leyfi sínu úr þor­skeldi í regn­bogasil­ung­seldi. Ekki væri um aukn­ingu á líf­massa að ræða og óveru­leg hætta tal­in á að erfða­efni regn­bogasil­ungs bland­að­ist villt­um fiski­stofn­um. Nú­ver­andi starfs­leyfi tek­ur við af leyf­inu frá 2012.

„Fyr­ir ligg­ur að eng­in breyt­ing verð­ur á starf­semi vegna nýs starfs­leyf­is enda hef­ur leyf­is­hafi haft sams kon­ar starfs­leyfi fyr­ir fiskeldi á sama stað, þó svo að rekst­ur sé ekki haf­inn,“seg­ir nefnd­in sem á þó enn á eft­ir að ákveða hvort eld­is­leyf­ið sjálft verð­ur fellt úr gildi.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.