Að fórna öllu fyr­ir mál­stað­inn

Fréttablaðið - - FRÉTTIR - Thorgnyr@fretta­bla­did.is

Col­in Ka­epernick, leik­stjórn­and­inn fyrr­ver­andi, hef­ur enn á ný vak­ið mik­ið um­tal í Banda­ríkj­un­um. Aug­lýs­inga­her­ferð hans fyr­ir Nike kynd­ir und­ir mót­mæl­um hans gegn kyn­þátta­for­dóm­um á ný og fyr­ir­tæk­ið mal­ar gull á her­ferð­inni.

Þórgnýr Ein­ar Al­berts­son

„Trúðu á eitt­hvað, jafn­vel þótt það kosti þig allt.“Þetta er slag­orð aug­lýs­inga­her­ferð­ar sem íþrótta­vör­uris­inn Nike réðst í fyrr í mán­uð­in­um með NFL-leik­stjórn­and­ann Col­in Ka­epernick í far­ar­broddi. Aug­lýs­ing­in fór öf­ugt of­an í banda­ríska íhalds­menn og hef­ur hinn um­deildi Ka­epernick aldrei ver­ið meira á milli tann­anna á fólki.

En hvers vegna er Ka­epernick, leik­stjórn­andi sem vann aldrei Of­ur­skál­ina svo­köll­uðu, orð­inn einn þekkt­asti NFL-leik­mað­ur heims?

Upp­haf­ið

Ka­epernick var 36. val­ið í ný­liða­vali NFL-deild­ar­inn­ar ár­ið 2011 og fór til San Fr­ancisco 49ers. Hann var vara­leik­stjórn­andi liðs­ins á fyrsta tíma­bil­inu en byrj­aði að veita leik­stjórn­and­an­um Al­ex Smith hörku­sam­keppni á öðru tíma­bili sínu.

Leik­stjórn­and­inn náði að festa sig í sessi og hélt byrj­un­ar­stöð­unni þang­að til 2015 þeg­ar hann missti hana til Blaines Gabbert, bæði vegna lít­ill­ar trú­ar nýja þjálf­ar­ans Jims Tomsula á hon­um sem og axl­ar­meiðsla og gekk hon­um illa að vinna stöðu sína aft­ur á ný.

Það voru þó ekki af­rek Ka­eper- nicks inni á vell­in­um sem urðu til þess að nafn hans varð ráð­andi í stjórn­má­laum­ræðu Banda­ríkj­anna. Sú saga hófst á und­ir­bún­ings­tíma­bil­inu 2016. Í þriðja leik þess sást Ka­epernick sitj­andi á með­an þjóð­söng­ur­inn var flutt­ur en venju sam­kvæmt standa þá leik­menn.

Fór á hnén

Þetta vakti at­hygli íþrótta­blaða­manna sem spurðu Ka­epernick út í mál­ið eft­ir leik. „Ég ætla ekki að standa til þess að sýna virð­ingu mína fyr­ir fána rík­is sem kúg­ar hör­unds­dökka. Fyr­ir mér er þetta mál stærra en fót­bolti og það væri sjálfs­elska af minni hálfu að hundsa vand­ann. Lík liggja á göt­um úti og hin ábyrgu fá laun­að frí og kom­ast upp með morð,“sagði Ka­epernick þá.

Með þess­um um­mæl­um var Ka­epernick að vísa í at­burða­rás sem leiddi til stofn­un­ar hreyf­ing­ar­inn­ar Black Li­ves Matter. Hreyf­ing­in berst gegn lög­reglu­of­beldi sem beinst hef­ur að svört­um Banda­ríkja­mönn­um og bend­ir á að fjöldi svartra og óvopn­aðra Banda­ríkja­manna hafi ver­ið myrt­ur af lög­reglu­mönn­um sem hafi fæst­ir þurft að svara fyr­ir gjörð­ir sín­ar.

Þrátt fyr­ir hörð orð banda­rískra íhalds­manna hélt Ka­epernick striki sínu. Reynd­ar hafði hann breytt lík­ams­stöðu sinni og var kom­in nið­ur á hné í næsta leik, sagði það gert til þess að sýna banda­ríska hern­um meiri virð­ingu en halda samt sem áð­ur áfram að mót­mæla.

Um­deild­ur

Banda­rísk­um íhalds­mönn­um þyk­ir Ka­epernick sýna banda­ríska hern­um og Banda­ríkj­un­um sjálf­um van­virð­ingu með því að krjúpa. Þá er vert að taka fram að Re­públi­kan­ar hafa ekki stutt Black Li­ves Matter.

Ka­epernick sagð­ist í sept­em­ber 2016 hafa feng­ið líf­láts­hót­an­ir vegna máls­ins. „Ef þeim hót­un­um verð­ur fram­fylgt myndi það sanna mál­stað minn,“sagði leik­stjórn­and­inn á þeim tíma. Í des­em­ber fjöll­uðu íþróttamiðl­ar svo um minnk­andi áhorf á NFL-deild­ina þar sem fram kom að áhorf­end­ur og hinn ný­kjörni for­seti kenndu Ka­epernick um áhorfstap­ið.

Þann 3. mars 2017 lauk svo NFL­ferli Ka­epernicks, að minnsta kosti í bili. Hann nýtti ákvæði í samn­ingi sín­um við 49ers og losn­aði þannig.

Stærri en Ka­epernick

Hreyf­ing­in sem Ka­epernick hef­ur hrint af stað er orð­in stærri en hann sjálf­ur. Fleiri og fleiri leik­menn bæt­ast í hóp­inn. Á með­al þeirra sem

NORDICPHOTOS/AFP

Aug­lýs­ing Nike með Col­in Ka­epernick í að­al­hlut­verki gnæf­ir yf­ir borg­ur­um New York-borg­ar.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.