Hags­muna­mat

Fréttablaðið - - SKOÐUN - Krist­ín Þor­steins­dótt­ir krist­in@fretta­bla­did.is

Lið­in vika hef­ur ver­ið und­ir­lögð fregn­um af skulda­bréfa­út­boði WOW air og fram­tíð fé­lags­ins. Ljóst er að ým­is­legt hef­ur geng­ið á. Fjár­mála­mark­að­ir hafa sveifl­ast í takt við frétt­ir fjöl­miðla af mál­inu. Krón­an hef­ur ým­ist styrkst eða veikst og hluta­bréfa­verð sveifl­ast. Í gær barst svo til­kynn­ing um að fjár­mögn­un­inni væri um það bil lok­ið. For­svars­mönn­um WOW hef­ur því tek­ist, að minnsta kosti í bili, að létta því óvissu­ástandi sem hef­ur var­að. Lengi hef­ur ver­ið vit­að að WOW stæði tæpt ef ekki feng­ist nýtt fé að fé­lag­inu. Fyr­ir síð­ustu helgi bár­ust fregn­ir af því að for­svars­menn WOW hefðu fund­að með stjórn­völd­um. Þá var því lof­að að mál myndu skýr­ast á þriðju­dag, svo frest­að fram á föstu­dag þar til til­kynn­ing barst síð­deg­is í gær.

Óvissa er aldrei já­kvæð í fyr­ir­tækja­rekstri. Ómögu­legt er ann­að en að ástand­ið hafi haft áhrif á miðap­ant­an­ir hjá WOW. Venju­legt fólk vill ekki taka áhættu með frí­ið sitt. Slík­ur ótti kann að vera óþarf­ur, en hann er mann­leg­ur. Birgjar og aðr­ir sem eiga í við­skipt­um við fé­lag­ið hljóta sömu­leið­is að hafa ver­ið óró­leg­ir.

Mik­il­vægt er að hraða för þeg­ar svona að­stæð­ur skap­ast. Óviss­an ein og sér get­ur grand­að fyr­ir­tækj­um ef ekki er var­lega far­ið. Skera þarf á hnút­inn. Af eða á. Það gerðu Skúli Mo­gensen og fé­lag­ar í gær.

Ekki er óeðli­legt að spyrja hvað beri að gera í stöðu sem þess­ari þeg­ar óvissa er uppi um rekstr­ar­hæfi fé­lags sem tal­ist get­ur kerf­is­lega mik­il­vægt. Í banka­hrun­inu var stærð ís­lenska banka­kerf­is­ins slík að rík­is­sjóð­ur hefði aldrei ráð­ið við að bjarga bönk­un­um. Senni­lega varð það okk­ur til happs.

Hvað varð­ar flug­fé­lög­in er stað­an önn­ur, raun­ar vill það oft gleym­ast að ís­lenska rík­ið hef­ur lagt Icelanda­ir og for­ver­um þess fé­lags lið, til dæm­is í kjöl­far hryðju­verka­árás­anna 11. sept­em­ber 2001.

Hjá WOW starfa ríf­lega þús­und manns. Af­leidd störf skipta nokkr­um þús­und­um. Flug­fé­lag­ið flyt­ur þriðja hvern far­þega til lands­ins. Í til­viki Icelanda­ir eru breyt­urn­ar enn stærri, og sveifl­ur í hluta­bréfa­virði und­an­farna daga og miss­eri segja okk­ur að fjár­fest­ar eru langt í frá sann­færð­ir um að við­snún­ings í rekstri fé­lags­ins sé að vænta.

Fall ann­ars eða beggja flug­fé­lag­anna myndi óhjá­kvæmi­lega hafa slæm­ar efna­hags­leg­ar af­leið­ing­ar. Að minnsta kosti til skamms tíma. Krón­an myndi veikj­ast veru­lega. Eigna­verð lækka. Efna­hags­leg­um og póli­tísk­um stöð­ug­leika í land­inu væri teflt í tví­sýnu. Það gæti ver­ið skyn­sam­leg fjár­fest­ing af hálfu rík­is­ins að veita flug­fé­lagi liðsinni ef út í það færi.

Stað­reynd­in er sú að fjár­þörf WOW í tengsl­um við út­boð­ið var ekki stór­kost­leg í sam­hengi við fjár­mál rík­is­ins. Nokk­urra millj­arða fram­lag til að koma fé­lag­inu fyr­ir horn hefði því getað ver­ið skyn­sam­leg ráð­stöf­un. Minni hags­mun­um fórn­að fyr­ir meiri, jafn­vel þótt ein­hverj­ir í rík­is­stjórn­inni myndu senni­lega sitja eft­ir með hug­mynda­fræði­legt óbragð í munni.

Von­andi hafa stjórn­völd lagt upp í svip­að­ar bolla­legg­ing­ar og gert upp hug sinn ef til kæmi. Eins og svo oft í við­skipt­um og líf­inu al­mennt yrði hik senni­lega sama og tap í þeim efn­um.

Minni hags­mun­um fórn­að fyr­ir meiri, jafn­vel þótt ein­hverj­ir í rík­is­stjórn­inni myndu senni­lega sitja eft­ir með hug­mynda­fræði­legt óbragð í munni.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.