Neit­un eða af­neit­un?

Fréttablaðið - - SKOÐUN -

Ídag eru tíu ár frá því að banda­ríski fjár­fest­ing­ar­bank­inn Lehm­an Brot­h­ers varð gjald­þrota. Fall bank­ans, stærsta gjald­þrot í sögu Banda­ríkj­anna, mark­aði upp­haf al­þjóð­legr­ar fjár­málakreppu og leiddi til banka­hruns­ins á Íslandi.

Nokkr­um vik­um fyr­ir hrun­ið birt­ist for­síðu­við­tal í Við­skipta­blað­inu við Ingi­björgu Sól­rúnu Gísla­dótt­ur, þá­ver­andi ut­an­rík­is­ráð­herra og formann Sam­fylk­ing­ar. Fyr­ir­sögn við­tals­ins var: „Hér er eng­in kreppa.“

Af­drátt­ar­laus at­huga­semd

Eig­in­mað­ur minn er ann­ál­að­ur brand­ara­karl. Orðstír­inn hef­ur hann þó get­ið sér fyr­ir magn frem­ur en gæði. Eins og dyggri eig­in­konu sæm­ir sýni ég hugð­ar­efni bónd­ans stuðn­ing og gæti þess ávallt að hlæja dátt þeg­ar hann seg­ir brand­ara eða „læka“fari hann með gam­an­mál á sam­fé­lags­miðl­um. Ný­ver­ið smellti ég af skyldu­rækni hjarta á Twitter-færslu karls­ins, létt­vægt grín um minnk­andi túr­isma á Íslandi og ósk um ann­að eld­gos sem vak­ið gæti at­hygli á land­inu er það stöðv­aði flug­um­ferð um víða ver­öld. Af­drátt­ar­laus at­huga­semd ann­ars Twitter-not­anda við lít­il­fjör­leg­an brand­ar­ann vakti með mér ugg: „Túrismi fer ekki minnk­andi.“

Nokk­uð hef­ur bor­ið á frétt­um af sam­drætti í ferða­þjón­ustu síð­ustu vik­ur. „Bakslag í ferða­þjón­ust­unni veru­legt áhyggju­efni“var fyr­ir­sögn frétt­ar um sam­drátt í bók­un gistinótta á hót­el­um. „Verð­stríð, færri ferða­menn og minni eyðsla veld­ur áhyggj­um“sagði um ástand ferða­mála á Norð­ur­landi. „Þungt hljóð í veit­inga­mönn­um í Reykjavík“var haft eft­ir for­manni Mat­væla­og veit­inga­fé­lags Ís­lands eft­ir slæma tíð í sum­ar. Þótt fyr­ir­sagn­irn­ar hljómi ískyggi­lega eru varn­að­ar­orð­in þó ekki stærsta vís­bend­ing­in um að blik­ur séu á lofti.

„Af engri ástæðu“

Fyr­ir rúmu ári flaug Skúli Mo­gensen, for­stjóri WOW air, svo hátt að hann missti allt jarð­sam­band og spáði því í við­tali við Bus­iness Insi­der að senn myndi hann greiða far­þeg­um fyr­ir að fljúga með sér en ekki öf­ugt. En dramb er falli næst. Ekki leið á löngu uns fjöl­mið­ill­inn Stund­in birti frétt und­ir fyr­ir­sögn­inni „WOW air birt­ir árs­upp­gjör seinna en í fyrra af „engri ástæðu““.

Við­brögð­in á sam­fé­lags­miðl­um ein­kennd­ust af sama af­drátt­ar­leysi og brand­ari eig­in­manns­ins vakti: „Það er eitt­hvað al­var­legt að hjá rit­stjórn Stund­ar­inn­ar … Ef þeim [sic] vant­ar hug­mynd­ir að efni til að skrifa um þá er af nógu áhuga­verðu að taka þeg­ar kem­ur að WOW air. Með­al ann­ars hvernig hver ein­asti starfs­mað­ur lagð­ist á eitt að byggja upp öfl­ugt flug­fé­lag með já­kvæðni, áhuga og elju­semi að leið­ar­ljósi.“Ann­ar bætti við: „Það er ver­ið að raða sam­an sögu­sögn­um og slúðri … Til hvers er þetta?“Öll­um er nú ljóst að það var ekki af „engri ástæðu“, eins og Skúli Mo­gensen orð­aði það, að WOW air var ekk­ert að flýta sér að kynna árs­upp­gjör sitt fyr­ir 2017. Í vik­unni bár­ust dag­lega frétt­ir af því hvernig flug­fé­lag­ið berst í bökk­um.

„Kon­an lof­ar of miklu“

„The lady doth protest too much, met­hinks,“er sagt í Hamlet um konu nokkra sem heit­ir því af svo yf­ir­drif­inni stað­festu að hún muni aldrei ganga að eiga ann­an mann eft­ir and­lát eig­in­manns síns að yf­ir­lýs­ing­in þyk­ir ekki trú­verð­ug.

Það eru ekki frétt­irn­ar um rekstr­ar­erf­ið­leika sem helst renna stoð­um und­ir þá kenn­ingu að halli und­an fæti í ferða­þjón­ustu. Þvert á móti er það fjöldi frétta um alla þá sem þver­taka fyr­ir það sem vek­ur ugg. „Eng­in kreppa í ferða­þjón­ust­unni,“sagði for­stjóri Bláa lóns­ins. „Eng­ar þjóð­hags­spár sem sýna kreppu í nánd,“var haft eft­ir Bjarna Bene­dikts­syni.

Fyr­ir tíu ár­um var okk­ur heit­ið því af stað­festu að „hér væri eng­in kreppa“. Shakespeare vissi sem var um alda­mót­in 1600: „Kon­an lof­ar of miklu, þyk­ir mér.“

Senn minn­umst við Ís­lend­ing­ar þess að tíu ár eru lið­in frá hruni. Nú, rétt eins og þá, er okk­ur tal­in trú um að við bú­um við óhagg­andi hag­sæld; hér er eng­in kreppa. En hvort sem ár­ið er 1600, 2008 eða 2018 eru það göm­ul sann­indi og ný: Af­ger­andi neit­un er oft­ar en ekki af­neit­un.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.