Bik­ar­hefð­in ekki rík hjá lið­un­um

Fréttablaðið - - SPORT - Hjor­varo@fretta­bla­did.is

Breiða­blik sem einu sinni hef­ur orð­ið bikar­meist­ari og Stjarn­an sem aldrei hef­ur lyft bik­arn­um mæt­ast í úr­slit­um í bik­ar­keppni í knatt­spyrnu karla í kvöld. Fyr­ir­lið­ar lið­anna eru bæði reynd­ir í bik­ar­keppni og á öðr­um svið­um knatt­spyrn­unn­ar.

Blás­ið verð­ur til bikar­úr­slita­leiks í knatt­spyrnu karla klukk­an 19.15 í kvöld, en það verð­ur norð­an­mað­ur­inn Þórodd­ur Hjaltalín sem fær það hlut­verk að sjá um að allt fari fram sam­kvæmt sett­um regl­um í leikn­um.

Að þessu sinni mæt­ast tvö fé­lög í bikar­úr­slit­um sem eiga sér ekki ríka bik­ar­hefð þrátt fyr­ir að þau séu í dag bæði fjöl­menn og öfl­ug. Breiða­blik stát­ar af ein­um bikar­meist­ara­titli sem lið­ið vann ár­ið 2009 með því að leggja Fram að velli í bikar­úr­slit­um eft­ir víta­spyrnu­keppni. Þar áð­ur hafði lið­ið einu sinni far­ið alla leið í bikar­úr­slit, en það var ár­ið 1971 þar sem Vík­ing­ur hafði bet­ur.

Stjarn­an hef­ur hins veg­ar far­ið tvisvar sinn­um í bikar­úr­slit, það er ár­in 2012 og 2013 og í bæði skipt­in hélt lið­ið súrt af velli með tap á bak­inu. Í fyrra skipt­ið eyði­lagði KR par­tí­ið fyr­ir Stjörn­unni og í það síð­ara var það Fram sem hafði bet­ur í víta­spyrnu­keppni. Þrátt fyr­ir að Stjarn­an sem fé­lag státi ekki af ríkri sögu í bik­ar­keppn­inni er fyr­ir­liði liðs­ins, Bald­ur Sig­urðs­son, margreynd­ur á þeim vett­vangi. Hann er að fara í sinn sjötta bikar­úr­slita­leik, en hann varð bikar­meist­ari með Kefla­vík ár­ið 2006 og síð­an KR ár­in 2011 og 2012.

„Það er alltaf jafn mik­il spenna í und­an­fara þessa leiks og fyr­ir mér er þetta meira til­hlökk­un en stress þar sem ég veit upp á hár hvað ég er að fara út í. Það er ávallt frá­bær um­gjörð í kring­um leik­inn og allt um­tal­ið í kring­um leik­inn magn­ar spenn­una fyr­ir hon­um,“seg­ir Bald­ur í sam­tali við Fréttablaðið.

„Nú er líka langt síð­an við höf­um spil­að deild­ar­leik þannig að spenn­an hef­ur feng­ið að magn­ast enn frek­ar í okk­ar her­búð­um. Við er­um samt með reynslu­mikla leik­menn í okk­ar liði þannig að ég hef ekki áhyggj­ur af því að spennu­stig­ið verði of hátt,“seg­ir Bald­ur enn frem­ur.

„Það er líka geggj­að að spila þenn­an leik á laug­ar­degi um kvöld. Það er alltaf ein­hver aukafiðr­ing­ur sem fer um mann þeg­ar spil­að er í myrkri og flóð­ljós­um og það gef­ur leikn­um aukakrydd. Þetta verð­ur hörku­leik­ur og snýst bara um gamla góða dags­formið,“seg­ir Mý­vetn­ing­ur­inn spennt­ur.

Gunn­leif­ur Vign­ir Gunn­leifs­son, markvörð­ur og fyr­ir­liði Breiða­bliks, hef­ur ekki far­ið í jafn marga bikar­úr­slita­leiki og Bald­ur, en hann var vara­markvörð­ur hjá KR þeg­ar lið­ið varð bikar­meist­ari ár­ið 1999 og vann svo titil­inn með FH með sigri á KR ár­ið 2010.

„Það er langt síð­an við spil­uðu síð­ast deild­ar­leik og fyr­ir vik­ið höf­um við haft lang­an tíma til þess að und­ir­búa þenn­an leik. Við höf­um tap­að fyr­ir þeim í báð­um deild­ar­leikj­un­um í sum­ar þannig að við þurf­um að finna hvað við verð­um að gera bet­ur að þessu sinni en í þeim leikj­um. Þjálf­ar­arn­ir hafa gert vel í und­ir­bún­ingn­um og ég tel okk­ur vera eins vel und­ir­búna og nokk­ur kost­ur er,“seg­ir Gunn­leif­ur um und­ir­bún­ing­inn fyr­ir kom­andi verk­efni.

„Rútín­an hef­ur bara ver­ið hefð­bund­in og það er mér að skapi. Það hef­ur ekk­ert ver­ið far­ið á hót­el eða í ein­hverja ein­angr­un og mér finnst heilla­væn­legra að hafa þann hátt­inn á. Ég mun svo bara fara í gegn­um mína venju­legu rútínu á leik­degi og nálg­ast þenn­an leik eins og hvern ann­an. Ég finn ekki fyr­ir auknu stressi, enda orð­inn nokk­uð reynd­ur í þess­um bransa. Þetta verð­ur von­andi skemmti­leg­ur leik­ur sem end­ar á skemmti­leg­an hátt fyr­ir okk­ur,“seg­ir markvörð­ur­inn enn frem­ur.

FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON

Fyr­ir­lið­ar og þjálf­ar­ar lið­anna halda á bik­arn­um sem bar­ist verð­ur um að fá að lyfta síð­deg­is í dag.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.