Ras­sálf­ar í leik­hús­inu

Fjór­tán börn taka þátt í sýn­ingu Þjóð­leik­húss­ins um Ronju ræn­ingja­dótt­ur. Þrjú þeirra gáfu sér tíma til að segja frá verk­efn­um sín­um og það er út­lit fyr­ir fjör­ug­an leik­vet­ur.

Fréttablaðið - - HELGIN - Kristjana­bjorg@fretta­bla­did.is

Leik­rit­ið um Ronju ræn­ingja­dótt­ur verð­ur frum­sýnt í Þjóð­leik­hús­inu í dag. Leik­rit­ið er byggt á einni vin­sæl­ustu skáld­sögu Astrid Lind­gren og Selma Björns­dótt­ir fer með leik­stjórn. Söng­kon­an Salka Sól Ey­feld er í hlut­verki hinn­ar hug­rökku Ronju.

Í leik­rit­inu fara alls fjór­tán börn með hlut­verk. Þau leika með­al ann­ars skondna ras­sálfa, hina ógn­væn­legu grá­dverga og yrð­linga skóg­ar­ins. Börn­un­um er skipt í tvo hópa til að minnka álag­ið á þeim en nú þeg­ar er upp­selt á þrjá­tíu sýn­ing­ar.

Nokk­ur barn­anna eru í förð­un og hár­greiðslu fyr­ir lokaæf­ingu á verk­inu þeg­ar blaða­mann og ljós­mynd­ara ber að garði. Þeirra á með­al er Hrafn­hild­ur Hekla Hólm­steins­dótt­ir, ell­efu ára. „Ég leik ras­sálf, yrð­ling og grá­dverg. Þannig að ég skipti oft um gervi, en mér finnst bara skemmti­legt að láta greiða mér og svo­leið­is,“seg­ir Hrafn­hild­ur sem seg­ir æf­inga­ferl­ið hafa ver­ið mik­ið fjör. „Þetta er búið að vera svo gam­an. Það er skemmtilegast að vera á rennsli, sýna allt verkið í einu. Ég hlakka alveg ótrúlega mik­ið til að standa á sviðinu fyr­ir gesti. Ég er búin að eignast marga vini hér,“seg­ir Hrafn­hild­ur sem seg­ir alls ekki erfitt að vera leik­ari.

Við hlið Hrafn­hild­ar sit­ur Daði Víð­is­son, ell­efu að verða tólf ára. Það er ver­ið að leggja loka­hönd á hár­greiðsl­una. „Ég er ras­sálf­ur og grá­dverg­ur í sýn­ing­unni, mér finnst skemmtilegast að leika ras­sálf­ana, það eru virki­lega skemmti­leg­ar sen­ur,“seg­ir Daði sem kveð­ur það mikla vinnu að læra hlut­verk und­ir svona stóra sýn­ingu. Hann er nem­andi í Mela­skóla. „Auð­vit­að missi ég smá úr skóla, en það er líka skóli að vera hér,“seg­ir hann.

Mika­el Guð­munds­son, 10 ára, geng­ur í Vest­ur­bæj­ar­skóla og seg­ir flest börn­in bregða sér í mörg gervi. „Ég leik ras­sálf, grá­dverg og yrð­ling. Það er gam­an að fara í svona mörg hlut­verk og það er gam­an að leika ras­sálf. Þeir eru mik­ið inni á sviðinu og þeir spyrja margra spurn­inga. Þeir spyrja í sí­fellu, af hverju, af hverju? Þeir eru svo­lít­ið fyndn­ir, finnst mér.“

ÞETTA ER BÚIÐ AÐ VERA SVO GAM­AN. ÞAÐ ER SKEMMTILEGAST AÐ VERA Á RENNSLI, SÝNA ALLT VERKIÐ Í EINU. ÉG HLAKKA ALVEG ÓTRÚLEGA MIK­IÐ TIL AÐ STANDA Á SVIÐINU FYR­IR GESTI. ÉG ER BÚIN AÐ EIGNAST MARGA VINI.

Hrafn­hild­ur

FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR

Hrafn­hild­ur, Daði og Mika­el eru spennt að sýna gest­um Þjóð­leik­húss­ins afrakst­ur erf­ið­is síns.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.