Saga til næsta bæj­ar

Stefán Páls­son skrif­ar um magn­aða sam­særis­kenn­ingu.

Fréttablaðið - - HELGIN -

Bók­in um dag­inn þeg­ar sól­in stóð kyrr“var aug­lýs­inga­slag­orð­ið sem út­gef­and­inn Macmill­an Press not­aði á vor­dög­um ár­ið 1950 um glæ­nýtt vís­inda­rit. Verkið nefnd­ist Worlds in Coll­isi­on eft­ir rúss­neska höf­und­inn Imm­anu­el Veli­kov­sky. Bók­in skaust á topp met­sölu­list­ans og vakti gríð­ar­legt um­tal og at­hygli.

Ekki var við öðru að bú­ast, enda setti höf­und­ur­inn fram æsi­leg­ar kenn­ing­ar í verki sínu, bæði á sviði stjörnu­fræði og mann­kyns­sögu. Veli­kov­sky áleit að reikistjarn­an Ven­us væri korn­ung og hefði brotn­að frá Júpíter fyr­ir að­eins fá­ein­um ár­þús­und­um. Um 1.500 fyr­ir Krist hefði plán­et­an svo far­ið fram hjá Jörð­inni á leið­inni á nú­ver­andi spor­braut sína og hefði sá fund­ur haft gríð­ar­leg­ar af­leið­ing­ar í för með sér – þannig hefði snún­ing­ur Jarð­ar stöðv­ast um tíma og það leitt til skelfi­legra nátt­úru­ham­fara. Þess­ir til­flutn­ing­ar him­in­tungl­anna hefðu haft af­leið­ing­ar á Jörð­inni næstu tvö þús­und ár­in eða svo áð­ur en ró komst á og nú­ver­andi skip­an reikistjarna fest­ist í sessi.

Með þess­ari bylt­ing­ar­kenndu til­gátu, taldi Veli­kov­sky sig geta skýrt ým­is at­riði sem þóttu sér­kenni­leg varð­andi Ven­us, en einnig mætti með þessu varpa nýju ljósi á sögu manns­ins. Heim­ild­ir um ham­far­irn­ar miklu mætti finna í fjölda fornra menn­ing­ar­sam­fé­laga og þær hafi lif­að áfram í goð­sög­um og end­ur­sögn­um mann fram af manni.

Skemmst er frá því að segja að stjörnu­fræði­heim­ur­inn hafn­aði kenn­ing­um Veli­kov­skys al­gjör­lega. Hann var sak­að­ur um að mis­skilja og rangtúlka rann­sókn­ir stjarn­vís­inda­manna. Eng­in ástæða væri til að ætla að Ven­us sé korn­ung plán­eta, auk þess sem at­burða­rás sú sem lýst er í bók­inni hefði aldrei geng­ið upp af fjöl­mörg­um ástæð­um. Var bóka­for­lagið harð­lega gagn­rýnt fyr­ir að gefa slík­ar dellu­kenn­ing­ar út eins og um al­vöru vís­inda­rit væri að ræða og gefa hug­mynd­un­um þannig lög­mæti í hug­um fólks.

Svo fór líka að marg­ir urðu til að leggja trún­að á hina frum­legu kenn- ingu Rúss­ans, þótt sér­fræð­ing­ar skelltu skolla­eyr­um við henni. Til­gát­ur af þessu tagi, sem svipta grund­vell­in­um und­an hefð­bundn­um skiln­ingi fólks á for­tíð­inni, hafa löng­um átt greiða leið að eyr­um fjölda fólks. Má í því sam­hengi minn­ast feyki­legra vin­sælda af­ar fjar­stæðu­kenndra hug­mynda Sviss­lend­ings­ins Erichs von Däniken um að helstu menn­ing­ar­sam­fé­lög forn­ald­ar hafi ver­ið sköp­uð af geim­ver­um. Áhrifa frá Veli­kov­sky gæt­ir enn í dag, með óbein­um hætti þó. Má þar nefna ein­hverja sér­kenni­leg­ustu sagn­fræðitil­gátu seinni ára: hug­mynd­ina um upp­lognu ár­in 297 í mann­kyns­sög­unni!

ÍAlmanak­ið vé­fengt

Mað­ur er nefnd­ur Heri­bert Illig. Hann er Þjóð­verji, fædd­ur ár­ið 1947 og lagði stund á fjölda ólíkra greina á sviði hug- og fé­lags­vís­inda í há­skóla. Eink­um var hann áhuga­sam­ur um sögu og menn­ingu Egypta­lands hins forna og það var á þeim vett­vangi sem hann kynnt­ist kenn­ing­um Veli­kov­skys.

Ein for­senda þess að til­gáta þess rúss­neska gengi upp var sú að for­sögu­leg­ar frá­sagn­ir af stór­kost­leg­um nátt­úru­ham­förum frá ólík­um menn­ing­ar­sam­fé­lög­um væru all­ar frá sama tíma. Í sum­um til­vik­um var auð­velt að hnika at­burð­um fram og aft­ur í sög­unni, svo sem þeg­ar kom að frá­sögn­um Gamla testa­ment­is­ins af synda­flóð­inu, grísk­um arf­sögn­um um eyð­ingu Atlant­is og öðr­um við­líka at­vik­um. Mál­ið vand­að­ist nokk­uð þeg­ar kom að sam­fé­lög­um með lengri skrá­setta sögu – og þá sér­stak­lega Egyptalandi.

Veli­kov­sky greip til þess ráðs að hafna við­tekn­um hug­mynd­um um egypska sögu og tím­ar­ás at­burða. Til að kenn­ing­ar hans gengju upp, hlutu ná­kvæm­ar kóng­ar­að­ir með ár­töl­um sem náðu óra­langt aft­ur í tím­ann að vera upp­spuni og til­bún­ing­ur. Hinn ungi Illig sökkti sér of­an í þessi fræði og varð furðu­lost­inn yf­ir því hvað margt í tíma­talsút­reikn­ing­um um sögu Egypta virt­ist standa á veik­um fót­um. Sára­litl­ar heim­ild­ir var að finna um mörg hundruð ára tíma­bil, þar sem treysta þurfti orð­um ör­fárra sagna­rit­ara. Nið­ur­staða hans varð sú að þeg­ar kæmi að skiln­ingi á for­tíð­inni vær­um við of­urseld frá­sögn­um fá­einna manna sem hæg­lega gætu fals­að sög­una sjálf­um sér í hag.

Illig freist­aði þess að um­rita sögu Egypta­lands með því að end­ur­skoða við­tekna tíma­ása. Skrif hans um þessi efni vöktu nokkra at­hygli en sann­færðu fáa. Hins veg­ar urðu þau til þess að koma hon­um í sam­band við aðra fræði­menn og sagn­fræði­grúsk­ara sem rann­sök­uðu tíma­tal í leit að vill­um eða sam­særi.

Um miðj­an ní­unda ára­tug­inn hóf Illig að kynna sér fals­an­ir á mið­alda­skjöl­um, en vís­bend­ing­ar virt­ust um að fjöldi slíkra skjala væri miklu eldri en at­burð­irn­ir sem þau áttu að lýsa. Ef þær til­gát­ur reynd­ust rétt­ar var eitt­hvað veru­lega skrít­ið á seyði. Hvernig gátu skrif­ar­ar mið­alda sagt svo ná­kvæm­lega fyr­ir um óorðna at­burði og hvaða til­gang­ur gat ver­ið í því að falsa skjöl sem ekki kæmu að gagni fyrr en mörg­um öld­um síð­ar?

Þótt Illig væri frá­leitt neinn sér­fræð­ing­ur um evr­ópska mið­alda­sögu, sann­færð­ist hann skjótt um að fisk­ur lægi und­ir steini. Á sama hátt og tíma­ás fornegypskr­ar sögu væri seinni tíma til­bún­ing­ur, tók hann að gruna að krukk­að hefði ver­ið í tíma­tal mið­alda­manna. Ef til vill væri saga Evr­ópu öllu styttri en flest­ir teldu?

Illig hóf að leita að vís­bend­ing­um um stór­kost­leg­asta sam­særi allra tíma og fljót­lega virt­ust þær koma í ljós ein af ann­arri. Ár­ið 1582 hafði greg­orí­anska daga­tal­ið tek­ið gildi í stað eldra daga­tals sem kennt var við Júlí­us Ses­ar. Við þá breyt­ingu var tíu dög­um sleppt úr almanak­inu til að leið­rétta skekkju mið­að við gang sól­ar. Sam­kvæmt út­reikn­ing­um Illigs hefðu dag­arn­ir þó þurft að vera fimmtán, sem væri skýr vís­bend­ing um að maðk­ar væru í mys­unni.

Lang­stærsta sam­sær­ið

Eft­ir því sem Illig kynnti sér bet­ur sögu mið­alda, þeim mun aug­ljós­ara fannst hon­um mis­ræm­ið milli þess hversu rík­ar heim­ild­ir og forn­minj­ar mætti finna frá forn­öld­inni ann­ars veg­ar og tíma­bil­inu eft­ir ár­ið 1000 hins veg­ar sam­an­bor­ið við fyrri hluta mið­alda. Lengi hafði ver­ið tal­að um hinar „myrku mið­ald­ir“sem langt tíma­bil stöðn­un­ar og lít­illa fram­fara á sviði lista og vís­inda. Ýms­ir höfðu reynt að skýra hvernig á þessu við­burðasnauða skeiði stæði, en nú taldi Illig sig hafa fund­ið svar­ið: mið­ald­ir hefðu í raun ver­ið miklu styttri en tal­ið væri. Ár­in 614 til 911 hefðu aldrei átt sér stað!

Sam­kvæmt kenn­ing­unni höfðu páfinn í Róm, keis­ari hins heil­aga róm­verska rík­is og páfi austróm­versku kikj­unn­ar í Býs­ans gert með sér sam­særi seint á sjö­undu öld um að breyta almanak­inu og færa það fram um nærri 300 ár. Það hafi í raun ekki ver­ið eins flók­ið og ætla mætti, þar sem nær all­ir mennta­menn þeirr­ar tíð­ar hafi ver­ið í þjón­ustu þeirra. All­ir munk­ar og aðr­ir kirkj­unn­ar þjón­ar hafi feng­ið fyr­ir­mæli um að láta eins og 297 ár hefðu lið­ið í raun og veru og taka mið af því í öll­um sín­um skrif­um.

En hver væri ávinn­ing­ur­inn með slíku sam­særi? Jú, frá upp­hafi höfðu Kristn­ir menn beð­ið end­ur­komu Krists og dóms­dags í kjöl­far­ið. Þau ragnarök höfðu lát­ið eft­ir sér bíða, en ýms­ir bundu von­ir við að til tíð­inda drægi á þús­und ára af­mæli Jesú. Til marks um þá trú má nefna að tals­verð­ur kipp­ur hljóp í kristni­boð þeg­ar líða tók að ár­inu 1000, eins og kristni­taka á Íslandi og í Rússlandi eru til marks um. Til­gáta Illigs er því sú að kirkju­höfð­ingjarn­ir hafi vilj­að tryggja að þeir yrðu á valda­stóli þeg­ar hið ör­laga­ríka ár 1000 rynni í garð.

Það að bæta þrem­ur öld­um við mann­kyns­sög­una fól einnig í sér marg­hátt­uð tæki­færi fyr­ir vald­hafa, sem gætu þar með spunn­ið í eyð­urn­ar að eig­in hent­ug­leika. Og þar kom­um við ein­mitt að hinu að­al­at­rið­inu í kenn­ing­unni: til­vist Kar­la­magnús­ar, fyrsta keis­ara hins heil­aga róm­verska rík­is.

Illig leit svo á að frá því um 614 til valda­töku Kar­la­magnús­ar ár­ið 768 ríkti nær ær­andi þögn í sög­unni. Þá tæki við nærri hálfr­ar ald­ar tíma­bil stór­tíð­inda allt til dauða keis­ar­ans og því næst væri hálf­gerð ör­deyða næstu öld­ina. Sam­kvæmt sam­særis­kenn­ing­unni væri þetta af­skap­lega ósenni­leg fram­vinda. Sög­urn­ar af Kar­la­magnúsi væru svo stór­kost­leg­ar og lýstu slík­um af­rek­um að þær hlytu að vera upp­logn­ar með það að mark­miði að styrkja valda­kröf­ur hinna meintu af­kom­enda stríðs­höfð­ingj­ans.

Áhuga­vert er að sjá hvernig Illig túlk­aði skort á heim­ild­um og of­gnótt þeirra jöfn­um hönd­um sem rök fyr­ir til­gát­um sín­um. Er það raun­ar al­mennt ein­kenni á höf­und­um sam­særis­kenn­inga.

Glopp­urn­ar í kenn­ing­unni um almanaks­sam­sær­ið mikla eru marg­ar og stór­ar. Þannig hef­ur ver­ið bent á að til­gát­an haldi varla vatni þótt að­eins sé horft til sögu Vest­ur-Evr­ópu, líkt og Illig gerði að mestu. Séu önn­ur svæði tek­in með í reikn­ing­inn komi enn bet­ur í ljós hversu frá­leitt sé að tala um þriggja alda eyðu í mann­kyns­sög­unni.

Sagn­fræð­ing­ar hafa al­mennt ekki tal­ið hug­mynd­ina svara­verða og líta frek­ar á hana sem til­bún­ing ætl­aða fyr­ir æsifrétta­blöð en al­vöru inn­legg í fræði­lega um­ræðu. Sjálf­ur tel­ur Illig þetta af­skipta­leysi þó bara sönn­un þess að sér­fræð­ing­arn­ir treysti sér ekki til að hrekja rök hans og stað­fest­ingu á ágæti til­gát­unn­ar. Það er nán­ast ómögu­legt að kveða nið­ur góða sam­særis­kenn­ingu.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.