Fyrst á svið fyr­ir 60 ár­um

Jón Kr. Ólafs­son söngv­ari vinn­ur að út­gáfu geisladisks. Þar flyt­ur hann klass­ísk lög sem tek­in voru upp fyr­ir 40 ár­um, við und­ir­leik Ól­afs Vign­is Al­berts­son­ar pí­anó­leik­ara.

Fréttablaðið - - TÍMAMÓT -

Bíld­dæl­ing­ur­inn Jón Kr. Ólafs­son er stadd­ur hér syðra þessa dag­ana, „í hinni kon­ung­legu borg“, eins og hann orð­ar það. Hann læt­ur bara vel af sér. „Veðr­ið er him­neskt. Það er lík­lega ver­ið að bæta okk­ur upp þetta sum­ar sem aldrei kom,“seg­ir hann. Kveðst bú­inn að reka tón­list­arsafn í átján ár á Bíldu­dal og aldrei hafa kynnst öðru eins að­sókn­ar­leysi. „Það kom ekki sála í safn­ið. Ís­lend­ing­ar fóru nátt­úr­lega ekk­ert vest­ur á firði í svona veð­ur­fari, þeir héldu sig ým­ist fyr­ir aust­an í sum­ar eða bara í Hollywood.“

Þeg­ar Jón er spurð­ur hvað sé ann­ars títt, kem­ur frétt­in: „Ég er að fara að gefa út, ja, lík­lega loka­disk­inn minn – ein­söngslög sem tek­in voru upp þeg­ar ég var þrí­tug­ur. Ég söng lög­in inn í Rík­isút­varp­inu við und­ir­leik Ól­afs Vign­is Al­berts­son­ar pí­anó­leik­ara. Við æfð­um í tvo mán­uði. Þetta var al­vöru og ekk­ert ver­ið að kasta til hönd­um.“

Hann seg­ir það hafa ver­ið Svavari Gests að þakka að þess­ar upp­tök­ur út­varps­ins fóru ekki á haug­ana, eft­ir að búið var að nota þær í þætti hjá Jóni Gunn­laugs­syni. „Næst þeg­ar ég kom til Reykja­vík­ur hitti ég Svavar. Hann var þá með sitt út­gáfu­fyr­ir­tæki og ég plötu­sölu­mað­ur hjá hon­um. Ég kom til hans á lag­er­inn og það fyrsta sem hann sagði var: „Ég er nú bú­inn að hlusta á þess­ar frá­bæru upp­tök­ur með þér, góði, og ég ætla bara að segja það strax að þetta verð­um við að gefa út á plötu – núna.“Svo gerði hann það, gaf efn­ið út á vínyl­plötu 1983. Það var stór plata sem hét Ljúf­þýtt lag.“

Jón seg­ir dæg­ur­lög hafa ver­ið í bland við hin klass­ísku á vínyl­plöt­unni en nú verði bara klass­ík og ekk­ert ann­að. Hann hafi orð­ið að láta end­ur­vinna upp­tök­urn­ar, svo þurfi að senda þær til út­landa. Disk­ur­inn eigi að heita Jón Kr. Ólafs­son í 60 ár, enda séu 60 ár frá því hann steig fyrst á svið. En hvenær er von á disk­in­um? „Hann gæti kom­ið út eft­ir miðj­an nóv­em­ber. Ég er ekk­ert að stressa mig of mik­ið. Verð kannski á ferð­inni hér aft­ur í byrj­un nóv­em­ber og þá væri gott ef þetta yrði kom­ið. Það er nú ekki það þægi­leg­asta í heimi að stjórn­ast í svona hlut­um gegn­um síma vest­an af Bíldu­dal. Ég er nefni­lega forn­grip­ur sem er ekki með tölvu.“

Safn­ið hans Jóns heit­ir Mel­ódí­ur minn­ing­anna og á liðnu vori seg­ir hann kunn­ingja sinn, Ingimar Odds­son, hafa gef­ið út plötu með sama nafni, hon­um til heið­urs. „Ingimar til­eink­aði mér disk­inn sinn á þeim for­send­um að ég væri bú­inn að gera svo mik­ið fyr­ir ís­lenska tónlist. Hann gat lát­ið það vera.“

Heyrðu, nú þarf ég að senda til þín ljós­mynd­ara, segi ég. „Já, en ég þarf að fara fyrst nið­ur í STEF og svo að­eins að laga mig til svo ég verði ekki alveg eins og rif­inn upp úr svelli.“

Það kom ekki sála í safn­ið. Ís­lend­ing­ar fóru nátt­úr­lega ekk­ert vest­ur á firði í svona veð­ur­fari, þeir héldu sig ým­ist fyr­ir aust­an í sum­ar eða bara í Hollywood.

FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK

„Veðr­ið er him­neskt. Það er lík­lega ver­ið að bæta okk­ur upp þetta sum­ar sem aldrei kom,“seg­ir Jón.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.