Sýn­ing um sam­band mann­eskj­unn­ar við veðr­ið

Marta Sig­ríð­ur Pét­urs­dótt­ir er sýn­ing­ar­stjóri haust­sýn­ing­ar Hafn­ar­borg­ar. Fimm lista­kon­ur sýna verk sín. Sýn­ing­in er sam­spil mynd­máls og texta.

Fréttablaðið - - MENNING - Kol­brún Berg­þórs­dótt­ir kol­brun@fretta­bla­did.is

Marta Sig­ríð­ur Pét­urs­dótt­ir er sýn­ing­ar­stjóri Allra veðra von sem er haust­sýn­ing Hafn­ar­borg­ar. Á sýn­ing­unni eru verk eft­ir fimm lista­kon­ur, þær eru: Halla Birg­is­dótt­ir, Ragn­heið­ur Harpa Leifs­dótt­ir, Ragn­heið­ur Maí­sól St­urlu­dótt­ir, Sigrún Hlín Sig­urð­ar­dótt­ir og Stein­unn Lilja Emils­dótt­ir.

Frum­raun sem sýn­ing­ar­stjóri

Marta Sig­ríð­ur þreyt­ir þarna frum­raun sína sem sýn­ing­ar­stjóri, en hún er menn­ing­ar- og kynja­fræð­ing­ur. Hug­mynd henn­ar var val­in úr inn­send­um sýn­ing­ar­til­lög­um að haust­sýn­ingu Hafn­ar­borg­ar. „Ég er vel kunn­ug Ragn­heiði Hörpu og Ragn­heiði Maí­sól og Ragn­heið­ur Harpa hvatti mig til að sækja um,“seg­ir Marta. „Það er ekki eins og ég kæmi að þessu verk­efni með full­mót­aða hug­mynd held­ur varð til ákveð­ið flæði og ég var í opnu sam­tali við lista­kon­urn­ar. Hug­mynd­in að sýn­ingu um veð­ur kvikn­aði í sam­tali milli okk­ar allra. Lista­kon­urn­ar voru eins og vel smurð vél, en með ólíka nálgun og vinna með ólíka miðla. Það er gam­an að vinna með mynd­listar­fólki af því að það hef­ur öfl­ugt inn­sæi og vinn­ur oft út frá því. Mynd­list er líka ákveð­ið rann­sókn­ar­tæki og mæli­stika.“

Lista­kon­urn­ar fimm eru sýn­ing­ar­hóp­ur sem kall­ar sig In­ternati­onal Young Female Art­ist’s Club, eða IYFAC. „Þær hafa unn­ið mik­ið sam­an og það var mjög gam­an að vera í þessu ferli með þeim en líka krefj­andi og mik­il áskor­un því veð­ur er risa­vax­inn efni­við­ur. Veð­ur hef­ur áhrif á allt líf okk­ar og um­hverfi og hvernig við lif­um,“seg­ir Marta.

Hluti af stórri heild

Sýn­ing­in er sam­spil mynd­máls og texta. „Tungu­mál­ið er stór hluti af því hvernig við skilj­um veðr­ið, við töl­um um veðr­ið og tengj­umst í gegn­um það. Veðr­ið er alltaf að breyt­ast og við er­um mjög með­vit­uð um breyt­ing­ar á veð­ur­kerf­um jarð­ar sem staf­ar af neyslu okk­ar og því hvernig við kom­um fram við nátt­úru­auð­lind­ir jarð­ar­inn­ar,“seg­ir Marta. „Á sýn­ing­unni er með­al ann­ars ver­ið að skoða sam­band mann­eskj­unn­ar við veðr­ið og hvernig við lesum í það. Lista­kon­urn­ar vinna mik­ið með það hvernig til­finn­inga­líf okk­ar end­ur­spegl­ast í veðr­inu. Þar er líka ver­ið að and­mæla hinni klass­ísku tví­hyggju um að­skiln­að menn­ing­ar og nátt­úru því við er­um hluti af einni stórri heild. Það má segja að öll menn­ing sé að hluta af­urð þess að við skýl­um okk­ur gegn veðri.“

Í tengsl­um við sýn­ing­una kem­ur út sýn­ing­ar­skrá. Þar skrifa Har­ald­ur Ólafs­son veð­ur­fræð­ing­ur og þjóð­fræð­ing­ur­inn Ei­rík­ur Valdi­mars­son. Þar eru líka við­töl við lista­kon­urn­ar sem heim­spek­ing­ur­inn Marteinn Sindri Jóns­son tók.

Á SÝN­ING­UNNI ER MEЭAL ANN­ARS VER­IÐ AÐ SKOÐA SAM­BAND MANN­ESKJ­UNN­AR VIÐ VEÐR­IÐ OG HVERNIG VIÐ LESUM Í ÞAÐ.

FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR

„Á sýn­ing­unni er með­al ann­ars ver­ið að skoða sam­band mann­eskj­unn­ar við veðr­ið og hvernig við lesum í það,“seg­ir Marta.

FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR.

Risa­stór kápa eft­ir Sigrúnu Hlín hlýt­ur að vekja at­hygli.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.