Elt­on tengdi feðga og spil­ar nú lag son­ar­ins

Arn­ór Dan Arn­ar­son söngv­ari fékk held­ur bet­ur óvænt­an tölvu­póst um að Elt­on John myndi spila lag hans í út­varps­þætti sín­um. Arn­ór og fað­ir hans hlust­uðu sam­an á tónlist Elt­ons á sín­um tíma.

Fréttablaðið - - LÍFIÐ - Bene­dikt­boas@fretta­bla­did.is

Tón­list­in hans var tón­list­in sem við pabbi gát­um alltaf hlustað á sam­an. Þó að ég hafi ver­ið að hlusta á eitt­hvert klikk­að rokk þá gát­um við alltaf sett Elt­on John á í bíln­um og not­ið,“seg­ir söngv­ar­inn Arn­ór Dan Arn­ar­son en sjálf­ur Elt­on John ætl­ar að spila lag hans, St­one by St­one, í út­varps­þætti sín­um Rocket Hour í dag.

Arn­ór seg­ir að marg­ir í fjöl­skyld­unni séu mikl­ir að­dá­end­ur Elt­ons John, þótt pabbi hans hafi ver­ið þeirra mest­ur en hann lést ár­ið 2006. „Ég fór að há­gráta þeg­ar ég átt­aði mig á að ég gæti ekki hringt í hann því mig lang­aði svo að eiga þessa stund með hon­um. Það hefði ver­ið svo ótrúlega skemmti­legt ef pabbi hefði ver­ið á lífi og upp­lif­að þessa stund. Fyrstu tón­leik­arn­ir sem ég fór á og við sam­an voru tón­leik­ar Elt­ons John í Kaup­manna­höfn.

Ég tár­ast bara við að segja þetta því það sem mað­ur ger­ir í líf­inu er í raun bara til að gera for­eldra sína stolta. Mað­ur reyn­ir að gera margt fyr­ir þau sem gáfu okk­ur líf­ið.“

Arn­ór er á tón­leika­ferða­lagi með Ag­ent

Fresco sem hann seg­ir að gangi vel. Frétt­irn­ar um lag­ið og Elt­on hristu hóp­inn bet­ur sam­an. „Við eig­um 16 gigg eft­ir og það geng­ur allt mjög vel og all­ir í góðu stuði. Svona túr­ar taka á en að fá svona frétt létt­ir lund­ina í öll­um. Keli tromm­ari sagði ein­mitt áð­an: Pældu í því að þú hef­ur ver­ið í hug­an­um á Elt­on John í nokkr­ar mín­út­ur. Hann er bú­inn að eyða tíma í að hugsa um þig.“

NORDICPHOTOS/GETTY

Stór­stjarn­an Elt­on John ætl­ar að spila lag Arn­órs, St­one by St­one, í út­varps­þætti sín­um í dag.

Arn­ór söng lag Elt­ons John, Your Song, í brúð­kaupi móð­ur sinn­ar í fyrra. Heiðr­aði þannig minn­ingu föð­ur síns sem lést ár­ið 2006.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.