Göm­ul og ný dómsmál

Fréttablaðið - - LÍFIÐ - Ótt­ars Guð­munds­son­ar

ÍÍs­lands­klukku Hall­dórs Lax­ness er lýst hrakn­ing­um Jóns Hreggviðs­son­ar í ís­lenska dóms­kerf­inu á 18. öld. Hon­um var gef­ið að sök að hafa myrt böð­ul kon­ungs­ins, sak­felld­ur og dæmd­ur til dauða. Aldrei tókst að sanna neitt á Jón og sjálf­ur neit­aði hann sök. Hon­um tókst að kom­ast und­an og mál hans var tek­ið upp að nýju. Hann var sýkn­að­ur og kom aft­ur heim frjáls mað­ur með hatt á höfði.

Aft­ur eru þung­ir dóm­ar í meintu morð­máli til end­urupp­töku. Mín kyn­slóð man vel eft­ir Geirfinns­mál­inu, leit­inni að mönn­un­um tveim­ur, blaða­manna­fund­um, Leirfinni, hand­tök­um, rétt­ar­höld­um og dóm­um. Valda­menn kröfð­ust þess að mál­ið yrði upp­lýst. Hóp­ur­inn í kring­um Sæv­ar heit­inn Ciesi­elski hent­aði sér­lega vel í hlut­verk sak­born­inga í þessu máli. Þau voru lok­uð í ein­angr­un, yf­ir­heyrð af mik­illi hörku og all­ir lögð­ust á eitt að fá fram játn­ingu. Þeg­ar þung­ir fang­els­is­dóm­ar voru kveðn­ir upp í Hæsta­rétti héldu all­ir að mál­inu væri lok­ið.

Löngu síð­ar kynnt­ist ég Sæv­ari. Hann sagði mér frá við­skipt­um sín­um við rétt­vís­ina, ein­angr­un, nið­ur­læg­ingu og and­leg­um og lík­am­leg­um pynt­ing­un­um. Brot­ið var á hon­um á öll­um stig­um máls­ins. Sæv­ar líkt og Jón Hreggviðs­son trúði á rétt­læt­ið innra með sjálf­um sér og krafð­ist end­urupp­töku máls­ins. All­ir sjá hversu fá­rán­leg­ir dóm­arn­ir voru fyr­ir 40 ár­um. Aldrei tókst að sanna að brot hefðu ver­ið fram­in. Bæði Jón Hreggviðs­son og Sæv­ar voru gripn­ir af því að þeir lágu vel við höggi. Rétt­vís­ina skorti söku­dólga og þunga dóma til að sýna vald sitt og róa þjóð­ina. „Vont er þeirra rang­læti, verra þeirra rétt­læti,“hefði Jón Hreggviðs­son sagt við Sæv­ar. Von­andi eru það ekki orð að sönnu.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.