Það verð­ur að vera gam­an

Ég hélt ég myndi ekki vinna aft­ur.

Fréttablaðið - - FORSÍÐA - Kristjana Björg Guð­brands­dótt­ir kristjana@fretta­bla­did.is

Ef þú ger­ir að­eins einn hlut á dag sem þú hef­ur aldrei gert áð­ur þá breyt­ist margt, seg­ir leik­stjór­inn Char­lotte Bøving sem ákvað að rann­saka dauð­ann og semja um hann leik­verk.

Lista­kon­an Char­lotte Bøving er Ís­lend­ing­um að góðu kunn. Hún hef­ur búið á Íslandi sam­an­lagt í fimmtán ár með eig­in­manni sín­um, Bene­dikt Erlings­syni leik­stjóra. Hún átti að baki glæst­an fer­il í dönsku leik­húsi þeg­ar hún flutti fyrst hing­að til lands ár­ið 1999. Hún og Bene­dikt bjuggu í nokk­ur ár í Kaup­manna­höfn stuttu eft­ir alda­mót­in. Þau fluttu al­far­ið hing­að heim ár­ið 2007 og búa nú í Mos­fells­bæ.

Það er ekk­ert ein­falt mál fyr­ir leik­ara að byggja upp nýj­an fer­il, á nýju tungu­máli. Að verða allt í einu inn­flytj­andi.

Char­lotte hef­ur aldreið lát­ið það stöðva sig og not­að hindr­an­ir í veg­in­um og líf sitt sem efni­við.

Hún var til­nefnd til Grím­unn­ar fyr­ir ein­leik sinn Hina smyrj­andi jóm­frú ár­ið 2003. Í ein­leikn­um byggði hún á reynslu sinni af því að flytj­ast til Ís­lands.

Í öðru verki frá ár­inu 2010, kaba­rett­in­um Þetta er líf­ið – og nu er kaf­fen kl­ar held­ur hún áfram að nota lífs­hlaup­ið sem efni­við. Verkið er nokk­urs kon­ar óð­ur til lífs­ins og Char­lotte hlaut Grímu­til- nefn­ingu 2011 fyr­ir besta söng­inn.

„Ég dey“er þriðji ein­leik­ur Char­lotte og blaða­mað­ur fær tæki­færi til þess að skyggn­ast inn í sköp­un­ar­ferl­ið. Ein­leik­ur­inn verð­ur flutt­ur í janú­ar á næsta ári og Char­lotte ætl­ar að tak­ast á við dauð­ann sjálf­an frá sjón­ar­hóli lífs­ins.

Í stell­ing­um vís­inda­manns

Char­lotte seg­ist setja sig í stell­ing­ar vís­inda­manns þeg­ar hún sem­ur leik­verk og und­an­far­in ár hef­ur hún skoð­að allt mögu­legt með aug­um dauð­ans. Hvers­dags­leg­ar Bón­us­ferð­ir og hversu mik­ið heim­il­iskött­ur­inn fær að éta snýst upp í hug­leið­ing­ar um dauð­ann.

„Ég var nýorð­in 50 ára þeg­ar þeirri hugs­un laust nið­ur að ég myndi deyja. Hvers vegna í ósköp­un­um hafði ég ekki hug­leitt áð­ur að ég myndi deyja?“seg­ir Char­lotte sem býð­ur blaða­manni í að­set­ur sitt í mið­borg­inni, Skemmti­hús­ið á Lauf­ás­vegi 22A. Hús sem hjón­in Brynja Bene­dikts­dótt­ir og Erling­ur Gísla­son byggðu sér sem vinnu­stofu, stúd­íó, galle­rí og at­hvarf fyr­ir leik­list­ar­starf­semi. Eft­ir að þau féllu bæði frá er hús­ið enn að miklu leyti not­að í þágu leik­list­ar­inn­ar. Char­lotte sem­ur og æf­ir í hús­inu.

„Hér get ég æft mig og skrif­að. Leik­hús­hóp­ur­inn sem ég vinn með, Ratatam, æf­ir hér. Ég ætla líka að halda nám­skeið hér,“seg­ir Char­lotte sem hef­ur starf­að sem mark­þjálfi frá ár­inu 2010.

„Hér er ég alla daga að hugsa um dauð­ann,“seg­ir hún og star­ir á blaða­mann og skell­ir svo upp úr. Hún hef­ur ein­stakt lag á því að nota minnstu svip­brigði til að kalla fram það bros­lega.

Hélt ég myndi ekki vinna aft­ur

„Ég átti stóraf­mæli fyr­ir fjór­um ár­um og varð þá svo hissa á því að for­tíð­in var orð­in lengri en fram­tíð­in. Ég hafði far­ið í gegn­um líf­ið hratt, eig­in­lega á handa­hlaup­um. En þarna stans­aði ég og hugs­aði: Hei! Hvers vegna er ég eig­in­lega að þessu? Hvers vegna hef ég ekki horfst í augu við það fyrr að ég þarf að deyja? Að ég þurfi að fara héð­an,“seg­ir Char­lotte um kveikj­una að leik­verk­inu. Dauð­inn fór að smeygja sér inn í all­ar hugs­an­ir og snúa öllu á haus.

„Ef við horf­umst í augu við dauða okk­ar, myndi það breyta ein­hverju um það hvernig okk­ur lang­ar að lifa? Þetta fannst mér svo spenn­andi til­hugs­un. Nokkru áð­ur fyllt­ist ég ótta. Ég fór að sækja um stjórnunarstöður hér og þar. Komst oft áfram, fékk viðtal en fékk svo ekki starfið. Ég hélt ég myndi ekki vinna aft­ur. Nú væri ég bara orð­in of göm­ul. Ég þyrfti að drífa mig að finna vinnu. Fast­ráða mig,“seg­ir Char­lotte.

„Það var auð­vit­að eng­in skyn­semi í þess­ar panikk hjá mér. Með ótt­an­um fylgdi ákveð­in upp­gjöf. Ég gafst svo­lít­ið upp. Fannst ég eins og Sýsi­fos, rúllandi hnull­ungi upp sama fjall­ið,“seg­ir hún. „Þetta var ekki al­gjör upp­gjöf, þetta var smá til­vist­ar­krísa. En krís­an tók fljótt enda þeg­ar ég varð hug­fang­in af dauð­an­um,“seg­ir Char­lotte.

Rann­sak­ar dauð­ann

„Einn dag­inn kom þessi hug­mynd sterkt til mín: Þú verð­ur að gera sýn­ingu um dauð­ann. Ég fór strax að rann­saka dauð­ann. Lesa mér til. Skoða allt í líf­inu með aug­um dauð­ans. Hann var nefni­lega ekki mjög ná­lægt mér. Stærsti miss­ir minn var þeg­ar Brynja, móð­ir Bene­dikts, dó. Andi henn­ar svíf­ur ein­mitt hér yf­ir í Skemmti­hús­inu. Hún dó ár­ið 2008, þá var ég kasólétt að tví­bur­um. Hún náði því mið­ur aldrei að hitta tví­bur­ana. Eitt lag­ið í kaba­rett­in­um Þetta er líf­ið var til­eink­að henni Brynju,“rifjar Char­lotte upp.

„Ég fann mig í stig­an­um á leið nið­ur. Það var Carl Jung sem setti fram mynd­lík­ing­una um ævi­skeið­ið sem gang upp og nið­ur stiga. Við klifr­um upp þar til ævi­skeið­ið er hálfn­að, svo höld­um við nið­ur. Næsta stopp dauð­inn! Og hvernig líð­ur manni á leið nið­ur stig­ann? Hvernig get­ur manni lið­ið? Ég er að hug­leiða um þetta, mér finnst að ein­mitt á þessu ævi­skeiði þurfi mað­ur ekki að þókn­ast nein­um öðr­um en sjálf­um sér. Ég þarf auð­vit­að að lifa, vinna mér inn tekj­ur. Að skapa og miðla eru líka grunn­þarf­ir hjá mér. Ég get hins veg­ar val­ið mér allt ann­að og meira frels­andi við­horf en áð­ur. Og svo þarf mað­ur að læra að sleppa! Það er ein af stóru lex­í­um þessa lífs,“seg­ir Char­lotte.

Betri eða bitr­ari?

„Við höf­um hvort sem er ekki val. Við þurf­um að sleppa. Við miss­um vini og ætt­ingja. Ég missti vin­konu mína úr krabba­meini. Við þurf­um að sleppa börn­un­um okk­ar. Og í lok­in þurf­um við auð­vit­að að sleppa tök­un­um á líf­inu sjálfu. En kannski þurf­um við líka að sleppa hug­mynd­um um heim­inn og okk­ur sjálf,“nefn­ir Char­lotte og seg­ist finna það sjálf að hún þurfi að sleppa ýmsu sem hún vilji ekki burð­ast með. „Það er svo margt sem þjón­ar eng­um til­gangi að draga með sér,“bend­ir hún rétti­lega á.

„Vin­kona mín sem ég missti var ákaf­lega gjaf­mild. Ég ákvað að taka þann eig­in­leika og láta hana lifa í gegn­um hann. En sumu verð­um við að sleppa. Til að verða frjáls.

Viltu verða betri mann­eskja eða

ÉG FÓR AÐ SÆKJA UM STJÓRNUNARSTÖÐUR HÉR OG ÞAR. KOMST OFT ÁFRAM, FÉKK VIÐTAL EN FÉKK SVO EKKI STARFIÐ. ÉG HÉLT ÉG MYNDI EKKI VINNA AFT­UR.

bitr­ari? Eft­ir fimm­tugt þá þurf­um við að taka margt í okk­ar fari al­var­lega ef við höf­um ekki þurft þess áð­ur. Viltu verða eins og þú varst þeg­ar þú varst níu ára göm­ul? Frjáls, með vængi? Já, ég vil vera lif­andi mann­eskja. Ég ætla að lifa líf­inu lif­andi þang­að til ég verð tek­in í burtu,“seg­ir Char­lotte.

Bón­us – hús dauð­ans

„Ég er auð­vit­að ekki að leysa lífs­gát­una. Mig lang­ar bara að gefa fólki mögu­leika á því að upp­götva eitt­hvað nýtt. Finna sín eig­in svör. Og þetta hef­ur ver­ið skemmti­legt rann­sókn­ar­efni, ég spegla mín­ar eig­in upp­götv­an­ir og það sem ég hef les­ið mér til um. Tök­um hvers­dags­legt dæmi. Bón­us!

Bón­us er hús dauð­ans. Allt inni í Bón­us er ann­að­hvort dautt eða deyj­andi. Allt græn­met­ið er deyj­andi. Kjöt­ið dautt. Mað­ur horf­ir í kring­um sig, allt inn­pakk­að í plast. Ef ég kaupi það ekki þá rotn­ar það og allt er til einskis. Þetta er rosa­leg ábyrgð að fara í Bón­us! Öll þessi dýr sem þurftu að deyja, allt þetta græn­meti. Mér finnst ég oft horfa beint inn í til­gangs­leys­ið í Bón­us. Enda­laus hringrás dauð­ans!“

Heim­il­iskött­ur­inn Kókus er líka til­efni til heim­speki­legra vanga­veltna um dauða og ábyrgð.

„Við eig­um kött og hann er rosa­lega feit­ur. Þeg­ar fólk kom í heim­sókn var það oft að minn­ast á að hann væri jú dá­lít­ið stór. Og þá fékk ég hnút í mag­ann. Jú, það eru nú mömm­urn­ar sem bera ábyrgð á því ef ein­hver á heim­il­inu er ofal­inn. Það er nú ekki al­mennt við­ur­kennt. Það tal­ar eng­inn um það. En þannig er það. Ég horfi á Kókus og hugsa, ég verð að grenna hann. Það er á mína ábyrgð. Ég sagði fjöl­skyld­unni að að­eins ég mætti gefa hon­um að borða. Að­eins tveim­ur mán­uð­um seinna var hann orð­inn miklu penni. En um leið fór ég að finna dauða fugla. Þetta var í júní­mán­uði og ég fann þá haus­lausa á víð og dreif í íbúð­inni. Ég fór að hugsa um alla litlu ung­ana sem voru nú móð­ur­laus­ir og deyj­andi.

Jæja, hvort átti ég að velja. Góða ímynd mína sem katta­upp­al­anda eða líf lít­illa móð­ur­lausra unga í hreiðri? Þarna fyllti ég á skál­ina og hægði á dauð­an­um allt um kring,“seg­ir Char­lotte um gríð­ar­leg völd sín yf­ir lífi og dauða í sínu næsta ná­grenni.

Ávaxtastund í kirkju­garð­in­um

„Þá er það spurn­ing­in, hvað deyr og hvað deyr ekki? Hvað lif­ir áfram? Mamma mín er alltaf að flytja í Dan­mörku og í hvert skipti sem hún flyt­ur þá finn­ur hún sér fal­leg­an stað þar sem hún vill láta jarð­setja sig. Hún er mjög góð í því að finna sér fal­lega staði og sýn­ir mér þá og seg­ir mér hvernig hún vill hafa þetta allt sam­an. Hér vil ég láta jarða mig og svo á að planta kirsu­berja­tré of­an á gröf­ina, seg­ir hún. Svo við get­um borð­að hana. Mömmu­legt ekki satt?“seg­ir Char­lotte og leik­ur ferð í kirkjugarðinn með fjöl­skyld­unni. „Kom­ið þið krakkar, við er­um að fara í kirkjugarðinn í ávaxtastund. Við er­um að fara að borða smá ömmu. Kooom­ið þið!

Og svo er­um við líka með sér­stak­ar hug­mynd­ir um það hver má deyja og hver má ekki deyja. Mús – hún má vel deyja. En ekki hamst­ur­inn. Svín – þau mega deyja. En hund­ur­inn okk­ar, nei alls ekki, þá fyll­umst við sorg,“seg­ir Char­lotte.

Leik­sýn­ing Char­lotte mun án efa vera mik­il skemmt­un en á sama tíma krefj­andi. Hún er mennt­að­ur mark­þjálfi og við­fangs­efni henn­ar í kennslu eiga ým­is­legt sam­eig­in­legt með vinnu henn­ar við leik­verk­ið um dauð­ann. Það er að segja, nú­ið. „Ég byrj­aði með nám­skeið fyr­ir tveim­ur ár­um síð­an, ég kenni nú­vit­und og seiglu, sem felst í að ráð­leggja fólki um hvernig það get­ur nýtt sér ákveð­in tæki og tól.“

Fórn­ar­lambsvæl­ið

„Í mark­þjálf­un eru ein­mitt góð tæki og tól til að læra að sleppa. Mað­ur get­ur til dæm­is greint mynstur í eig­in

KOM­IÐ ÞIÐ KRAKKAR, VIÐ ER­UM AÐ FARA Í KIRKJUGARÐINN Í ÁVAXTASTUND. VIÐ ER­UM AÐ FARA AÐ BORÐA SMÁ ÖMMU.

hegð­un og ákveð­ið að sleppa því. Við get­um tek­ið sem dæmi fórn­ar­lamb­ið í okk­ur. Mitt fórn­ar­lamb væl­ir: Hvers vegna er þetta svona erfitt? Hvers vegna þarf ég alltaf að skrifa allt á dönsku fyrst? Hvers vegna bý ég á Íslandi? Hvers vegna gef­ur mað­ur­inn minn mér aldrei blóm?“þyl­ur Char­lotte upp í vælu­tón.

„Á bak við fórn­ar­lambsvæl­ið liggja ákveðn­ar hugs­an­ir og vænt­ing­ar sem við höf­um um okk­ur sjálf og aðra í kring­um okk­ur. Ef við get­um greint það og reynt að stilla þær bet­ur af, átta okk­ur bet­ur á því hvað við þurf­um og hvernig við get­um veitt okk­ur það sjálf, þá verð­ur líf­ið betra. Þetta er ekki sál­fræði. Mér finnst hún ekk­ert spenn­andi, þetta eru bara hvers­dags­leg tæki sem við get­um not­að. En bless­að fórn­ar­lamb­ið, það er sko meira en að segja það að láta það flakka,“seg­ir hún og kím­ir.

Þetta er ekki búið

„En það má vinna í því. Í að verða betri í stað þess að verða bitr­ari. Ég hef tek­ið nokkr­ar stór­ar ákvarð­an­ir. Ég ákvað að hætta að kvarta yf­ir tungu­mál­inu og yf­ir veðr­inu fyr­ir mörg­um ár­um síð­an. Þeg­ar ég var lít­il þá ákvað ég að horf­ast í augu við fólk. Ég var nefni­lega svo feim­in. Fyrst starði ég auð­vit­að í aug­un á fólki svo því hrein­lega brá. En svo kom þetta. Ef þú ger­ir að­eins einn hlut á dag sem þú hef­ur aldrei gert áð­ur þá breyt­ist allt. Og í þetta skipti, í þess­ari leik­sýn­ingu þá ætla ég að gera fimm hluti á sviði sem ég hef aldrei gert áð­ur. Ég ætla að gera eitt­hvað alveg nýtt. Af því að svona er líf­ið. Og um leið segi ég: Þetta er ekki búið! Þótt ég sé deyj­andi. Það verð­ur að vera gam­an. Líf­ið er of stutt til að hafa ekki gam­an. Hleyp­um inn gleð­inni. Ég á ekki við að við eig­um að sleppa því að horf­ast í augu við erf­ið­leika. Og auð­vit­að er líf­ið oft sorg­legt. Og stund­um verð­um við reið. Við get­um við­ur­kennt all­ar þess­ar til­finn­ing­ar en samt haft gam­an.“

FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR

FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR

Viltu verða betri mann­eskja eða bitr­ari? Spyr Char­lotte sem velt­ir fyr­ir sér dauð­leik­an­um.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.