Fl­orence herj­ar á Banda­rík­in og Mang­khut á Fil­ipps­eyj­ar.

Fréttablaðið - - FORSÍÐA -

Fl­orence gekk á land í Norð­ur-Karólínu í Banda­ríkj­un­um í gær­morg­un sem fyrsta stigs felli­byl­ur. Vind­hraði var þá um fjöru­tíu metr­ar á sek­úndu, úr­koma gíf­ur­leg og sjáv­ar­borð hátt. Storm­ur­inn fer af­ar hægt yf­ir og vegna úr­kom­unn­ar og áhrifa á sjáv­ar­borð er bú­ist við enn meiri flóð­um.

Að minnsta kosti fjór­ir höfðu far­ist vegna storms­ins þeg­ar Fréttablaðið fór í prent­un, þar af ung­barn og móð­ir þeg­ar tré féll of­an á þau.

Sam­kvæmt spá banda­rísku felli­byljamið­stöðv­ar­inn­ar (NHC) mun Fl­orence nú halda áfram sem hita­belt­is­storm­ur vest­ur yf­ir Suð­ur-Karólínu.

Af­leið­ing­arn­ar á þess­um fyrsta degi ham­far­anna voru mikl­ar. Sam­kvæmt banda­rísk­um miðl­um er raf­magns­laust í rúm­lega 600.000 hús­um, bygg­ing­ar hafa hrun­ið og fjöldi íbúa orð­ið strand vegna mik­illa flóða. Þá hafa tré rifn­að upp með rót­um.

Roy Cooper, rík­is­stjóri Norð­urKarólínu, var­aði sér­stak­lega við því í við­tali við frétta­stofu NBC í gær­morg­un að flóð gætu gert íbú­um á lág­lendi líf­ið leitt og tor­veld­að björg­un­ar­starf þar mik­ið. Und­ir það tók Ja­mes Trogdon, sam­göngu­mála­ráð­herra rík­is­ins, sem sagði að vænt­an­leg flóð væru eitt­hvað sem sæ­ist bara á þús­und ára fresti.

„Þetta er óboð­inn hrotti sem vill ein­fald­lega ekki fara,“sagði Cooper sem bætti því við að heilu sam­fé­lög­in gætu ein­fald­lega skol­ast á brott í storm­in­um.

Veð­ur­fræð­ing­ar Nati­onal We­ather Service vör­uðu sömu­leið­is við flóð­um. Einn þeirra, Br­andon Lockle­ar, sagði að rign­ing­in um helg­ina gæti orð­ið sam­bæri­leg við úr­komu sem venju­lega fell­ur á átta mán­uð­um. Þótt regn gær­dags­ins hafi ein­ung­is ver­ið byrj­un­in var það svaka­legt samt sem áð­ur. Í sum­um borg­um í bæði Norð­ur- og Suð­ur-Karólínu hafði mælst meira en hálfs metra úr­koma þeg­ar Fréttablaðið fór í prent­un.

NBC og AP greindu frá því að hundruð hefðu set­ið föst í borg­inni New Bern í Norð­ur-Karólínu vegna storms­ins.

Flóð­in hafi gert það að verk­um að fólk fest­ist uppi á þaki eða háa­lofti. Þar þurfti sömu­leið­is að bjarga sex­tíu af vega­hót­eli sem hrundi vegna storms­ins.

Þá er einnig ótt­ast um að Fl­orence geti vald­ið mikl­um um­hverf­is­spjöll­um. Í leið storms­ins liggja bæði verk­smiðj­ur og stór­býli. Tal­ið er að mykjutjarn­ir gætu flætt yf­ir bakka sína og ösku­ský þyrlast upp í loft­ið, svo fátt eitt sé nefnt.

Regn hafði mælst meira en hálf­ur metri á sum­um svæð­um í Karólínu­ríkj­un­um í gær.

NORDICPHOTOS/AFP

Norð­ur-Karólínu­mað­ur veð­ur flóð­vatn­ið með síma á lofti.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.