Fals­frétt­ir dreifast um heim­inn Ingi­björg Þórð­ar­dótt­ir rit­stjóri á CNN.

Það má aldrei taka neinu sem gefnu. Það er sama hvað­an það kem­ur.

Fréttablaðið - - FORSÍÐA - Kristjana Björg Guð­brands­dótt­ir kristjana@fretta­bla­did.is

Ingi­björg Þórð­ar­dótt­ir, rit­stjóri á CNN, ræð­ir um bar­átt­una gegn fölsk­um frétt­um og ábyrgð fjöl­miðla. AT&T varð móð­ur­fé­lag CNN í sum­ar. Eðli­leg­ir ból­fé­lag­ar, seg­ir Ingi­björg, sem er þó ugg­andi yf­ir því að fjöl­miðl­ar séu að fær­ast á hend­ur fárra.

Vinnu­dag­ur Ingi­bjarg­ar Þórð­ar­dótt­ur, rit­stjóra sta­f­rænna teyma CNN í heim­in­um, ligg­ur aldrei ljós fyr­ir. Hann er svo sann­ar­lega ekki frá níu til fimm og vinnu­stað­ur­inn ekki bund­inn við starfs­stöð henn­ar í London held­ur teyg­ir anga sína um all­an heim, til dæm­is til Hong Kong, Lagos í Níg­er­íu, Abu Dhabi og New York.

Hún stýr­ir um 50-60 manna fréttateymi sem hef­ur það verk­efni að fjalla um mann­líf, íþrótt­ir og frétt­ir víðs veg­ar um heim­inn. Þeg­ar blaða­mað­ur ræð­ir við Ingi­björgu er hún á skrif­stofu frétta­stöðv­ar­inn­ar í London, vinnu­deg­in­um brátt að ljúka og hún seg­ist brátt ætla að tygja sig heim til fjöl­skyld­unn­ar.

Gott for­dæmi á skrif­stof­unni

Vinnu­vik­an er anna­söm hjá Ingi­björgu og fréttateymi henn­ar. Hvirf­il bylj­ir stefna til Banda-

ríkj­anna, Fil­ipps­eyja og Kína. „Við höf­um áhyggj­ur af því að bylj­irn­ir geri mik­inn óskunda. Við höf­um einnig ver­ið að fylgj­ast með stjórn­mála­ástandi í Ung­verjalandi og birt­um stór­ar frétt­ir í vik­unni um það. Aust­ur­blokk­in í Evr­ópu, þetta eru stór­frétt­ir. Trump er auð­vit­að alltaf í bak­grunn­in­um og svo eru ráða­menn í Rússlandi með sína stærstu heræf­ingu síð­an í kalda stríð­inu,“seg­ir Ingi­björg um verk­efn­in.

„Ég held að það sé mik­il­vægt fyr­ir stjórn­end­ur að sýna gott for­dæmi og fara af skrif­stof­unni á skikk­an­leg­um tíma. Ég vinn stund­um heima ef ég þarf þess nauð­syn­lega, en þeg­ar ég sendi starfs­fólki mínu tölvu­póst ut­an vinnu­tíma þá tek ég skýrt fram að hon­um þurfi ekki að svara fyrr en á næsta vinnu­degi. Það er mik­il­vægt að fólk mæti með fulla starfs­orku til vinnu og gæti að heil­brigði sínu. Það þarf að nær­ast, hvílast og sinna fjöl­skyldu sinni,“seg­ir Ingi­björg sem seg­ir það reynslu sína að starfs­fólk sem gæti að þessu jafn­vægi inni miklu betri vinnu af hendi. Bl­aða­manns­starf­ið sé krefj­andi. „Fólk sem lif­ir líf­inu, hugs­ar um fjöl­skyldu sína, það sýn­ir betri færni í að leysa verk­efni,“seg­ir hún og seg­ir gömlu ímynd­ina um blaða­mann­inn sem hark­ar af sér fram á ystu brún löngu fallna úr gildi.

„Í svona krefj­andi starfi er nauð­syn­legt að finna sér jafn­vægi. Fyrsta ár­ið hér á CNN vann ég allt of mik­ið. Ég var í ákveðnu upp­bygg­ing­ar­starfi og því var það kannski nauð­syn­legt. Smám sam­an gefst færi á því að finna betra jafn­vægi. Ég skipti deg­in­um upp. Ef það er mik­ið að gera í As­íu þá vakna ég fyrr og hætti fyrr. Ég reyni að búta vinn­una nið­ur, hitta vini í há­deg­is­hléi. En auð­vit­að koma dag­ar inn á milli þar sem eru strang­ar vinnu­lot­ur en þá held ég samt í þá reglu mína að sýna gott for­dæmi. Ég ætl­ast ekki til þess af starfs­fólki mínu að það gefi allt frá sér í starfið.“

Konur eru ekki átakafælnar

Ingi­björg bjó hvað lengst í Foss­vogs­hverfi þeg­ar hún var að al­ast upp. Hún lauk grunn­skóla­námi við Hvassa­leit­is­skóla og stúd­ents­prófi frá Mennta­skól­an­um í Reykjavík. Hún lærði stjórn­mála­fræði við Há­skóla Ís­lands eft­ir stúd­ents­próf 1992. Hún tók meist­ara­gráðu í al­þjóða­stjórn­mál­um við Uni­vers- ity Col­l­e­ge há­skóla í London og hóf störf hjá BBC skömmu eft­ir út­skrift. Hún skrif­aði um Marga­ret Thatcher í loka­rit­gerð sinni.

„Mig lang­aði til þess að fjalla um konur í valda­stöð­um og fór að leita að því hvaða konur væri áhuga­vert að fjalla um. Marga­ret var ein af þeim fyrstu til að gegna valda­mik­illi stöðu í stóru landi. Hún er líf­seig, mýt­an um að konur forð­ist átök. Marga­ret forð­að­ist ekki átök. Hún fór í stríð! En Marga­ret gerði það með því að spila sama leik og karl­ar gerðu. Það var nauð­syn­legt á henn­ar tíma en ekki leng­ur. Ég held það sé al­gjör mýta að konur séu átakafælnar. Þær eru alls ekki hræddar við að tak­ast á við erfið mál en nálgun kvenna er öðru­vísi í mörg­um tilfellum en það ger­ir hana ekki síð­ur áhrifa­ríka,“seg­ir Ingi­björg sem vissi ekki þeg­ar hún skrif­aði um Marga­ret að hún ætti sjálf eft­ir að brjót­ast í gegn­um gler­þak­ið í karla­heimi fjöl­miðla í Bretlandi.

Far­sæll fer­ill hjá BBC

Hún átti eft­ir að starfa í 15 ár hjá miðl­in­um og kom­ast til áhrifa. Hún varð rit­stjóri frétta­vef­síðu BBC. Þar stýrði hún frétta­vali og teymi frétta­manna vef­mið­ils­ins. Seinna varð hún einn rit­stjóri al­þjóða­frétta sta­f­rænna miðla hjá BBC. Hún var ein af fá­um kon­um sem gegndu stöðu yf­ir­manns í deild­inni. Ár­ið 2015 var Ingi­björg ráð­in til CNN og í janú­ar á þessu ári varð hún rit­stjóri sta­f­rænna teyma á al­þjóða­vísu.

„Ég byrj­aði strax á rík­is­miðl­in­um, sem er til­tölu­lega óal­gengt. Ég fékk fyrst þriggja mán­aða reynslu­tíma og byrj­aði hjá BBC World en flutti mig svo yf­ir í breska hlut­ann. Það var mjög stórt skref fyr­ir mig. Því auð­vit­að ólst ég ekki upp í Bretlandi, það er svo margt sem fæst með því að al­ast upp og hrær­ast í menn­ing­unni. Því var mér sýnt ákveð­ið traust. Ég flutti mig svo það­an yf­ir á sta­f­rænu miðl­ana.“

Sér­hæfð í stríðs­átök­um

Eig­in­mað­ur Ingi­bjarg­ar heit­ir Chuck Nwosu og starf­aði með henni á BBC. „Hann var einn af þeim fyrstu sem ég hitti í vinn­unni. Við höf­um eig­in­lega ver­ið sam­an frá því að við kynnt­umst. Hann er fædd­ur í Níg­er­íu en flutti til Bret­lands sex ára gam­all. Við eign­uð­umst börn­in okk­ar tvö fyrst og gift­um okk­ur fyr­ir níu ár­um,“seg­ir hún.

Ingi­björg sér­hæfði sig í al­þjóð­leg­um stríðs­átök­um og fór víða til frétta­öfl­un­ar í þeim mála­flokki á átaka­svæði. „Það var eft­ir­minni­legt fyr­ir mig að vera í Beirút í hörð­um stríðs­átök­um. Ég kynnt­ist því vel hvernig það er að lifa á stríðs­svæði og dvaldi þar með blaða­mönn­um BBC í tvo mán­uði. Þar var sprengt á hverri nóttu. Ég var einnig með blaða­mönn­um BBC í New York um tíma eft­ir árás­irn­ar á tví­bura­t­urn­ana þann 11. sept­em­ber. Þeg­ar þar voru tekn­ar ákvarð­an­ir um stríð. Minn­ing­ar frá þeim tíma eru sterk­ar. Mér fannst líka erfitt að koma heim til Ís­lands eft­ir hrun­ið 2008. Það er allt erf­ið­ara sem stend­ur manni nærri og mér fannst erf­ið­ara að vera hlut­laus þeg­ar ég var að tala um frétt­ir af hrun­inu,“seg­ir Ingi­björg frá.

Féll fyr­ir London

Ingi­björg seg­ist njóta þess besta frá Bretlandi og Íslandi.

„Ég féll fyr­ir borg­inni. Mér hef­ur lið­ið vel í London frá því ég kom hing­að fyrst í nám. Ég fann strax hvað ég hafði mikla mögu­leika hér. Þar sem ég bý er ró­legt. Eig­in­lega bara eins og í litlu þorpi. Ég get alveg sleppt því að fara nið­ur í bæ ef ég er ekki að vinna. Og mér finnst ynd­is­legt að ala upp börn hér. Þau fá að upp­lifa frels­ið á Íslandi þeg­ar þau fara þang­að í heim­sókn­ir og á sumr­in. Tala reiprenn­andi ís­lensku og hafa mik­il og góð tengsl þang­að. En fá svo líka að njóta mögu­leik­anna í London. Það er eig­in­lega alveg sama hvað þau eru að læra um í skól­an­um, það er til safn um það,“seg­ir Ingi­björg og hlær. „Bara Ís­lend­ing­ur átt­ar sig á því hvað það er frábært. Það er ein­hvern veg­inn allt í seil­ing­ar­fjar­lægð,“seg­ir hún. „Við njót­um þess besta úr báð­um heim­um. Börn­in mín eru ný­kom­in úr ferð til Ís­lands, þau dvelja þar ↣

ÉG HELD AÐ ÞAÐ SÉ AL­GJÖR MÝTA AÐ KONUR SÉU ÁTAKAFÆLNAR. ÞÆR ERU ALLS EKKI HRÆDDAR VIÐ AÐ TAK­AST Á VIÐ ERFIÐ MÁL EN NÁLGUN KVENNA ER ÖÐRU­VÍSI Í MÖRG­UM TILFELLUM.

oft á sumr­in hjá ömmu og afa. Og ég er nú alltaf með ann­an fót­inn þar.“

Face­book hnign­andi

Ingi­björg er reynd­ar vænt­an­leg til lands­ins strax í næstu viku. „Ég held er­indi á haustráð­stefnu Ad­vania um trú­verð­ug­leika og frétta­flutn­ing. Það hef­ur aldrei ver­ið mik­il­væg­ara en nú fyr­ir fjöl­miðla að marka sér skýra stefnu og elta ekki sí­breyti­leg­ar dreif­ing­ar­leið­ir,“seg­ir hún og tek­ur dæmi af Face­book sem hnign­andi dreif­ing­ar­leið frétta. „Ég ætla að deila sýn minni á þetta óreiðu­kennda um­hverfi og stefnu CNN í þess­um efn­um,“seg­ir Ingi­björg en ráð­stefn­an fer fram á föstu­dag­inn í næstu viku.

„Traust er mik­il­væg­ara en nokkru sinni áð­ur,“seg­ir Ingi­björg. „Á sama tíma hafa fjöl­miðl­ar ekki full­komna stjórn á því hvernig upp­lýs­ing­um er dreift. Við þurf­um að berj­ast gegn fals­frétt­um sem dreifast með ógn­ar­hraða á net­inu. Miklu hrað­ar en al­vöru frétt­ir því á rit­stjórn þarf að fara í gegn­um rit­stjórn­ar­ferli, sem get­ur tek­ið tíma. Það þarf að sann­reyna frétt­ir, það er það sem grein­ir frétt­ir frá upp­lýs­ing­um eða fals­frétt­um, það þarf að skoða fleiri en eina hlið máls­ins. Það má aldrei taka neinu sem gefnu. Það er sama hvað­an það kem­ur. Hvort það kem­ur frá æðstu valda­mönn­um heims, stjórn­völd­um, vin­um. Það má aldrei gefa af­slátt af gæð­um og heil­ind­um. Bl­aða­menn mega aldrei vera hrædd­ir við að spyrja ein­faldra spurn­inga. Þeir eiga að ef­ast og gagn­rýna, mega aldrei láta hafa áhrif á sig. Og þó að við eig­um að vera vak­andi fyr­ir nýj­ung­um, skoða hvernig al­menn­ing­ur leit­ar frétta þá meg­um við ekki elt­ast í sí­fellu við allt nýtt. Þá miss­um við fókus­inn og þessa lang­tíma­sýn sem verð­ur alltaf að vera til stað­ar,“seg­ir Ingi­björg.

„Ég er auð­vit­að til­tölu­lega ný­tek­in við þessu starfi hjá CNN og hef ver­ið í upp­bygg­ing­ar­starfi hvað varð­ar rekst­ur­inn. Ég er spennt fyr­ir mögu­leik­um sta­f­rænn­ar miðl­un­ar, hún hef­ur aldrei ver­ið flókn­ari. Og aldrei áhuga­verð­ari, ef út í það er far­ið,“bæt­ir hún við.

Hún seg­ist ekki hugsa sér til hreyf­ings úr hringiðu fjöl­miðla. „Ég er hins veg­ar óhrædd við að skipta um starf og starfs­um­hverfi, það fylg­ir starf­inu. Ég hef einnig öðl­ast mikla reynslu í stjórn­un og krefj­andi verk­efn­um og því að um­bylta rekstri og starf­semi inn­an fyr­ir­tækja,“seg­ir Ingi­björg. „Stund­um sakna ég þess að vera á gólf­inu, í hringiðu alls. Þeg­ar stór­frétt­ir rata inn á rit­stjórn­ina þá hleyp ég inn á gólf,“seg­ir hún og seg­ir þessi við­brögð munu fylgja sér. Hún sé blaða­mað­ur í hjart­anu.

Eðli­leg­ir ból­fé­lag­ar

Ólaf­ur Jó­hann Ólafs­son, sem gegndi stöðu að­stoð­ar­for­stjóra Time Warner fyr­ir þá ákvörð­un al­rík­is­dóm­stóls í Washingt­on að heim­ila samruna fjar­skipt­ar­is­ans AT&T og Ti­meW­arner, sagði í við­tali við Fréttablaðið á síð­asta ári að al­menn­ing­ur gengi í raun kaup­um og söl­um. Kapítalísku ris­arn­ir græddu mest á því að vita sem mest um sem flesta. Nú vinn­ur Ingi­björg í raun fyr­ir einn kapí­talíska ris­ann því AT&T er nú eig­andi CNN. Hvaða sýn hef­ur hún á þessa þró­un?

„Þessi þró­un er keyrð áfram af þörf mark­að­ar­ins til að við­halda vexti og þó að ég vinni fyr­ir kapí­talísk­an risa þá get ég sagt að fjöl­breyti­leiki í fjöl­miðl­um er af­ar mik­il­væg­ur og sér­stak­lega í frétt­um. Ég hef ekk­ert á móti hægri miðl­in­um Breit­bart sem tek­ur oft mjög stíf­an pól í hæð­ina. Eða dag­blað­inu Sun sem hef­ur einnig mjög ákveðna stefnu sem götu­blað. Þess­ir miðl­ar fara ekki leynt með stefnu sína og hug­mynda­fræði og eru opn­ir um sína af­stöðu þannig að les­end­ur vita hverju þeir geta átt von á. Fólk verð­ur að skilja hvernig eig­end­ur geta haft áhrif á stefnu fjöl­mið­ils. Það er hætta á því í dag að fjöl­miðl­ar verði á of fá­um hönd­um og það er mik­il krísa í fjár­mögn­un fjöl­miðla í heim­in­um. Það er ekk­ert skrýt­ið því sam­keppn­in við af­þrey­ingu harðn­ar í sí­fellu. Ef frétt­ir CNN ná bet­ur til al­menn­ings í kjöl­far samrun­ans þá er það gott. Síma­fyr­ir­tæki og fjöl­mið­ill eru eðli­leg­ir ból­fé­lag­ar í dag,“seg­ir Ingi­björg og bend­ir á ný­lega sam­ein­ingu Voda­fo­ne við Stöð 2, Vísi og Bylgj­una.

Hver er mun­ur­inn á því að starfa hjá rík­is­miðli og „kapí­talísk­um risa“?

„Það er mik­ill menn­ing­armun­ur. Banda­ríkja­menn eru óhrædd­ir við að prófa nýja hluti og ryðj­ast áfram. Bret­arn­ir eru ró­legri, fast­ir í að halda fundi og hugsa allt út í ör­eind­ir. Fjár­mögn­un­in hjá BBC kom auð­vit­að frá skatt­greið­end­um en nú vinn ég fyr­ir fyr­ir­tæki sem er á mark­aði. Það er allt öðru­vísi pressa sem fylg­ir. Það er óhætt að segja að ég hef meira frelsi, það er minni skriffinnska og fleiri tæki­færi til að vera skap­andi. Það var það sem ég var að leita eft­ir,“seg­ir Ingi­björg. Er þetta enn­þá karla­heim­ur?

„Já, þetta er mik­ill karla­heim­ur. Það leik­ur eng­inn vafi á því. Ég er enn ein fárra kvenna í stjórn­un­ar­stöðu. Þótt þeim sé alltaf að fjölga þá mun taka tíma að leið­rétta þenn­an halla sem hef­ur var­að svo ára­tug­um skipt­ir. Karl­ar hafa ráð­ið fjöl­miðla­heim­in­um og ver­ið ráðn­ir í stjórnunarstöður og í lang­an tíma þótti bl­aða­manns­starf­ið vera karlastarf. Karl­ar réðu karla. Frétta­mat­ið var líka öðru­vísi,“seg­ir Ingi­björg sem seg­ir það segja sig sjálft að með jafn­ara kynja­hlut­falli verði frétta­mat­ið gild­ara. Það end­ur­spegli sam­fé­lag­ið bet­ur. „Við þurf­um að nýta vel slag­kraft­inn sem mynd­að­ist eft­ir #met­oo-bylt­ing­una og eft­ir harða bar­áttu um jöfn laun í fjöl­miðl­um, en þurf­um að gæta okk­ar á bak­slag­inu. Að pend­úll­inn fari ekki of hratt til baka. Það er nefni­lega mót­staða. Við þurf­um fleiri konur á öll­um svið­um fjöl­miðla. Það þarf að gæta að kon­um sem eru að koma úr barneign­ar­fríi, gæta að launam­is­mun­in­um og að setja ekki alla í sama form. Fjöl­breytn­in er fyr­ir öllu,“seg­ir Ingi­björg. „Á CNN fer fram mik­il vinna inn­an fyr­ir­tæk­is­ins sem mið­ar að jöfn­um kjör­um kynj­anna. Ég er von­góð um að inn­an fimm ára verði hægt að greina tölu­verð­ar breyt­ing­ar,“seg­ir Ingi­björg.

Hvernig líst henni á ís­lenska fjöl­miðla?

„Það er stund­um hægt að fara of hratt. Gera of mik­ið. Ég held að marg­ir fjöl­miðl­ar falli í þá gryfju

EF ÞÚ ERT EKKI VEL LIÐINN Á MEЭAL STJÓRNMÁLAMANNA VEGNA ÞESS AÐ ÞÚ VINN­UR STARF ÞITT VEL OG ÞÉR ER HAFNAÐ UM VIÐTAL SÖK­UM ÞESS, BIRTU ÞÁ FRÉTT UM ÞAÐ.

að taka stað­hæf­ing­ar beint upp frá stjórn­völd­um, op­in­ber­um stofn­un­um og fyr­ir­tækj­um og prenta þær. Án þess að tékka, er þetta rétt? Eru stað­hæf­ing­arn­ar rétt­ar? Hafa all­ir að­il­ar að mál­um feng­ið að tjá sig? Stjórn­völd og fyr­ir­tæki hvar sem er í heim­in­um hafa til­hneig­ingu til að fegra stað­reynd­ir og halda sig við sína hlið, sem seg­ir oft ekki alla sög­una. Ég held að rétt­ara væri að segja færri frétt­ir og vinna þær bet­ur. Enn og aft­ur þá mega bl­aða­menn ekki vera hrædd­ir eða vilja þókn­ast. Ef þú ert ekki vel liðinn á með­al stjórnmálamanna vegna þess að þú vinn­ur starf þitt vel og þér er neit­að um viðtal sök­um þess, birtu þá frétt um það,“seg­ir Ingi­björg. „Starf blaða­manna er að hlúa að og styðja lýð­ræði og gagn­sæi í sam­fé­lag­inu, það bygg­ir upp traust al­menn­ings á frétta­mennsku.“

Og hvernig lít­ur hún til fram­tíð­ar? „Ég held að það verði alltaf þörf fyr­ir frétt­ir en fólk mun nálg­ast þær öðru­vísi. Það get­ur jafn­vel breyst yf­ir nótt hvernig fólk finn­ur frétt­irn­ar sín­ar. Ég held það skipti máli að fylgj­ast með hegð­un fólks og hvaða þarf­ir það hef­ur. Hvað er til dæm­is Net­flix fyr­ir frétt­ir? Frétt­ir verða fljótt úr­elt­ar. Hvernig er hægt að vinna þær öðru­vísi, þannig að virði þeirra verði meira? Hvernig er hægt að auka að­gengi fólks að frétt­um? Gera þær not­enda­vænni? Þeim fjöl­miðl­um sem rata rétta leið í þeim efn­um mun vegna vel.

En eitt er víst. Gæða­efni rat­ar alltaf á rétt­an stað. Í dag er miklu stífari krafa um vand­aða rann­sókn­ar­vinnu. Það þarf að fara á eft­ir frétt­un­um, spyrja og leita,“seg­ir Ingi­björg og seg­ir þá sem sitja og bíða eft­ir frétt­um í fang­ið tapa.

MYND/TILOTTA/CNN

„Fólk sem lif­ir líf­inu, hugs­ar um fjöl­skyldu sína, það sýn­ir betri færni í að leysa verk­efni,“seg­ir Ingi­björg. Ímynd­in um blaða­mann­inn sem hark­ar af sér fram á ystu brún sé fall­in úr gildi.

MYND/SARAH TILOTTA/CNN

„Það verð­ur alltaf þörf fyr­ir frétt­ir en fólk mun nálg­ast þær öðru­vísi,“seg­ir Ingi­björg.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.