Kon­ráð og fé­lag­ar á ferð og flugi

Fréttablaðið - - KRAKKAR -

„Þetta er nú meira vegg­skrifl­ið,“sagði Kata, þar sem þau komu að hlað­inni stein­girð­ingu. „Hér vant­ar nán­ast ann­an hvern stein,“bætti hún við með fyr­ir­litn­ingu. „En hann er nú bara orð­inn gam­all,“sagði Kon­ráð. „Það ger­ir hann ekki endi­lega að vond­um vegg, bara las­leg­um,“bætti hann við. „Það vant­ar til dæm­is ansi marga steina í þetta gat hérna fyr­ir fram­an okk­ur,“sagði Kata og hélt áfram að út­húða veggn­um. Kon­ráð varð að við­ur­kenna að það vant­aði jú ansi marga steina í þetta gat. „En við verð­um að troða okk­ur í gegn­um það ef við ætl­um að kom­ast eitt­hvað áfram,“sagði Kata. „Sp­urn­ing hvort það vanti það marga steina að við kom­umst í gegn­um gat­ið,“bætti hún við glott­andi. Enda aug­ljóst að auð­velt væri að kom­ast í gegn­um svona stórt gat án þess að þurfa að troða sér.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.