Ekki bú­ið að semja um að­ild Ís­lands

Ís­land hef­ur ekki skrif­að und­ir sam­komu­lag við Dani og Norð­menn um sam­eig­in­leg lyfja­kaup. Mögu­leg­ir þátt­tak­end­ur í út­boð­inu hafa lýst efa­semd­um um að­komu Ís­lands að verk­efn­inu vegna smæð­ar mark­að­ar­ins hér á landi. Póli­tísk­ur vilji þó enn til stað­ar.

Fréttablaðið - - FORSÍÐA - – sa

Ís­land hef­ur ekki skrif­að und­ir sam­komu­lag um þátt­töku í samn­or­rænu lyfja­út­boði sem á að fara fram í byrj­un árs. Lyfja­fyr­ir­tæki lýstu yf­ir áhyggj­um af að­ild Ís­lands að út­boð­inu á sam­eig­in­leg­um fundi með mögu­leg­um að­ild­ar­ríkj­um í lok síð­asta mán­að­ar. Svandís Svavars­dótt­ir heil­brigð­is­ráð­herra seg­ir mik­il­vægt að ná nið­ur kostn­að­in­um við lyfja­kaup.

Und­ir­bún­ings­vinna vegna hins sam­eig­in­lega lyfja­út­boðs hef­ur ver­ið á hendi Am­gros í sam­vinnu við stjórn­völd og stofn­an­ir land­anna.

Völd­um til­boðs­gjöf­um var boð­ið á kynn­ing­una sem var hald­in í Dan­mörku þann 28. sept­em­ber síð­ast­lið­inn. Að henni lok­inni gafst tæki­færi til um­ræðna um út­boð­s­kröf­ur, mark­aðs­leyfi og af­hend­ingu lyfja.

Sam­kvæmt heim­ild­um Frétta­blaðs­ins komu fram á fund­in­um áhyggj­ur og óánægja til­boðs­gjaf­anna með að Ís­land verði mögu­leg­ur að­ili að út­boð­inu og þá hvernig Ís­land gæti ver­ið að­ili. Fyr­ir­tæk­in hafa áhyggj­ur af því að hér á landi geti ekki ver­ið til sam­keppn­ismark­að­ur um lyf vegna smæð­ar mark­að­ar­ins sam­an­bor­ið við mark­að­inn í Dan­mörku og Nor­egi sem séu marg­falt stærri.

„Það er mik­il­vægt fyr­ir Ís­land og Norð­ur­lönd­in að finna leið­ir til að standa sam­an í þess­um efn­um. Þetta er mik­il­vægt hags­muna­mál fyr­ir not­end­ur heil­brigðis­kerfa á Norð­ur­lönd­um,“seg­ir Svandís.

Eins og stað­an er núna hafa að­eins Nor­eg­ur og Dan­mörk skrif­að und­ir sam­komu­lag um að taka þátt í þessu sam­eig­in­lega út­boði. Ís­lend­ing­ar og Sví­ar hafa ekki gert það.

„Mér er ekki ljóst ná­kvæm­lega hvernig það bar að, en þessu sam­tali er ekki lok­ið og sam­skipti ríkj­anna eru enn í gangi. Við höf­um ver­ið í þess­um sam­starfs­hópi um ára­bil og það er bara ekki að fullu til lykta leitt,“seg­ir Svandís Hún seg­ir vilj­ann vera einnig til stað­ar á Norð­ur­lönd­um með að­komu Ís­lands að verk­efn­inu. Fréttablaðið hef­ur einnig stað­fest vilja bæði heil­brigð­is­ráð­herra Norð­manna og Dana til þess að Ís­land verði hluti af út­boð­inu.

Am­gros er op­in­bert lyfjainn­kaupa­fyr­ir­tæki Dan­merk­ur og var stofn­að til að búa til stærð­ar­hag­kvæmni og ná nið­ur kostn­aði rík­is­ins við lyfjainn­kaup.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.