Var óheim­ilt að hefta flæði fersks kjöts

Fréttablaðið - - NEWS - – sa

Fersk­ar kjötvör­ur ehf. máttu flytja inn ferskt, ófros­ið nauta­kjöt hing­að til lands ár­ið 2014 að mati Hæsta­rétt­ar Ís­lands. Fyr­ir­tæk­ið stefndi rík­inu fyr­ir að stöðva inn­flutn­ing fyr­ir­tæk­is­ins á 83 kíló­um af fersku nauta­kjöti og farga því. Rík­ið þarf því að greiða fyr­ir­tæk­inu um 300 þús­und krón­ur í bæt­ur.

Rík­ið stöðv­aði inn­flutn­ing­inn því ekki hafði ver­ið sýnt fram á að kjöt­ið hefði ver­ið fryst í 30 daga eins og ís­lensk lög gerðu ráð fyr­ir. Fersk­ar kjötvör­ur kærðu ákvörð­un­ina til EFTA-dóm­stóls­ins en hann komst að þeirri nið­ur­stöðu að ríkj­um væri ekki heim­ilt að setja eig­in regl­ur um inn­flutn­ings­höft á fersku kjöti.

Arn­ar Þór Stef­áns­son lög­mað­ur er ánægð­ur með dóm Hæsta­rétt­ar sem fór eft­ir áliti EFTA-dóm­stóls­ins. „Hins veg­ar virð­ast við­brögð ráð­herra orka tví­mæl­is, að lagt verði fram frum­varp í fe­brú­ar til að breyta lög­un­um. Það er of seint því bann­ið helst þá í ís­lensk­um lög­um fram að því og rík­ið verð­ur bóta­skylt frá og með deg­in­um í dag ef aðr­ir ætla sér að flytja inn ferskt kjöt,“seg­ir Arn­ar Þór.

Að mati Arn­ars Þórs eru for­dæmi fyr­ir því að flýta laga­breyt­ing­um. „Því er hér um að ræða op­inn tékka á rík­is­sjóð sem er ekki gott. Ég hefði hald­ið að menn myndu ganga í það að breyta lög­un­um strax líkt og gert var með lax­eld­ið,“bæt­ir Arn­ar Þór við.

Hefði hald­ið að menn myndu ganga í það að breyta lög­un­um strax líkt og gert var með lax­eld­ið.

Arn­ar Þór Stef­áns­son, lög­mað­ur Ferskra kjötv­ara

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.