Seg­ir fjöl­miðla­nefnd­ina hafa eyðilagt RÚV-kæru

Magnús Ragn­ars­son kveðst hafa feng­ið sím­tal um að aug­lýs­ing um Hafnartorg yrði ekki birt hjá Sím­an­um því fyr­ir­tæk­ið ræki ekki frétta­stofu. Ekki verði skor­ið úr um brot RÚV því fjöl­miðla­nefnd hafi klúðr­að rann­sókn­ar­beiðni.

Fréttablaðið - - NEWS - FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR gar@fretta­bla­did.is

„Ef það ein­hvern tíma voru ein­hverj­ir rann­sókn­ar­hags­mun­ir í mál­inu þá eru þeir löngu spillt­ir,“seg­ir Magnús Ragn­ars­son, fram­kvæmda­stjóri sölu­sviðs Sím­ans, sem tel­ur Fjöl­miðla­nefnd hafa ónýtt kæru­mál hans á hend­ur Rík­isút­varp­inu.

Eins og fram hef­ur kom­ið ósk­aði Magnús eft­ir því við Fjöl­miðla­nefnd að hún hæfi form­lega rann­sókn „á óeðli­leg­um tengsl­um aug­lýs­inga­sölu og frétta­flutn­ings hjá Rík­isút­varp­inu sjón­varpi“, eins og hann orð­ar það í kæru. Sagði Magnús frétt í sjón­varps­frétt­um RÚV um Hafnartorg 1. októ­ber síð­ast­lið­inn stað­festa „í eitt skipti fyr­ir öll óheppi­leg og reynd­ar ólög­leg tengsl aug­lýs­inga­sölu og dag­skrár­gerð­ar hjá Rík­isút­varp­inu“.

Að sögn Magnús­ar var frétt­in á RÚV birt í kjöl­far þess að ákveð­ið var að birta nýja og dýra aug­lýs­ingu um Hafnartorg hjá RÚV en ekki hjá Sím­an­um því Sím­inn reki ekki frétta­stofu „og ætl­un aug­lý­senda væri að kom­ast að í frétt­um“, út­skýr­ir hann í kær­unni til Fjöl­miðla­nefnd­ar.

Að­spurð­ur seg­ir Magnús að Sím­inn hafi því mið­ur ekki tölvu­pósta eða slík gögn sem stað­festi að aug­lýs­ing­in um Hafnartorg hafi á end­an­um ekki ver­ið flutt í Sjón­varpi Sím­ans á þeim grund­velli að fyr­ir­tæk­ið sé ekki með frétta­stofu. „Til­boð­inu var hafn­að á þeim for­send­um að Hafnartorg hefði áhuga á því að vera meira í frétt­um og við bjóð­um ekki upp á slíka þjón­ustu,“seg­ir hann. Áð­ur­nefnd frétt RÚV hafi öll ekki ver­ið ann­að en aug- lýs­ing. „Þörf Hafn­ar­torgs núna er að klára að selja hús­næði. Þessi frétt er hluti af því verk­efni.“

Í kær­unni til Fjöl­miðla­nefnd­ar ósk­aði Magnús eft­ir því að gerð yrði hús­leit hjá RÚV. Hann seg­ir mál­ið nú hins veg­ar fyr­ir bí.

„Með því að taka mál­ið ekki fyr­ir sér­stak­lega eða leið­beina um aðra máls­með­ferð held­ur senda kær­una bara beint til Rík­isút­varps­ins er Fjöl­miðla­nefnd bú­in að tryggja að það verð­ur aldrei feng­in nein óyggj- andi nið­ur­staða í þessu máli,“seg­ir Magnús.

Þótt Magnús telji þetta mál úr sög­unni seg­ir hann fleiri mál sem teng­ist RÚV til skoð­un­ar hjá eft­ir­lits­að­il­um. Nefn­ir hann að sam­keppn­is­rekst­ur RÚV sé ekki í sér­stök­um fé­lög­um eins og lög bjóði og að til skoð­un­ar sé hvernig var stað­ið að aug­lýs­inga­sölu fyr­ir HM í fót­bolta.

„Það eru ekki til stað­ar þess­ir Kínamúr­ar sem Ra­kel Þor­bergs­dótt­ir [frétta­stjóri RÚV] vís­ar í. Þeir eru ímynd­að­ir.“

Þess ber að geta að á ruv.is var í fyrra­kvöld haft eft­ir Ra­kel Þor­bergs­dótt­ur að ásak­an­ir Magnús­ar væru grafal­valeg­ar og at­vinnuróg­ur. Í kvört­un hans væri að­eins að finna „raka­laus­ar dylgj­ur og hug­ar­burð“.

Hafnartorg er mið­punkt­ur ásak­ana á hend­ur RÚV.

Magnús Ragn­ars­son, fram­kvæmda­stjóri sölu­sviðs Sím­ans.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.