Fyrst harm­leik­ur, síð­an farsi

Fréttablaðið - - SKOÐUN - Þor­vald­ur Gylfa­son

Reykjavík

– Ef fjór­ir menn brjót­ast inn og þrem þeirra tekst að forða sér áð­ur en lög­regl­an kem­ur á vett­vang, á lögg­an þá að sleppa hinum fjórða? Það virð­ist vera skoðun þeirra sem telja að rangt hafi ver­ið að draga Geir Ha­ar­de fv. for­sæt­is­ráð­herra fyr­ir Lands­dóm eft­ir hrun úr því að þrír aðr­ir meint­ir söku­dólg­ar sluppu – eða öllu held­ur var sleppt. En bíð­um við. Ef fjór­ir menn brjót­ast inn, lögg­an kem­ur á vett­vang og góm­ar alla fjóra en slepp­ir þrem í fáti, á hún þá einnig að sleppa hinum fjórða? Ætti hún ekki held­ur að sækja hina þrjá? – einkum ef í ljós kem­ur að hinn fjórði er fund­inn sek­ur.

Mild­ur dóm­ur

Kröf­ur um að Alþingi eða ein­stak­ir þing­menn biðji fv. for­sæt­is­ráð­herra af­sök­un­ar hlýt­ur að þurfa að skoða í ljósi þess að hann var fund­inn sek­ur um brot gegn stjórn­ar­skránni og einnig að Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu fann ekk­ert at­huga­vert við máls­með­ferð­ina og sýkn­aði því rík­ið af kröf­um ráð­herr­ans. Dóm­ur­inn yf­ir hon­um var mild­ur mið­að við að­stæð­ur enda fór Lands­dóm­ur all­hörð­um orð­um um embætt­is­færslu hans að ýmsu leyti þótt dóm­ur­inn sýkn­aði hann af flest­um ákæru­lið­um. Þetta fékk fólk­ið í land­inu þó ekki að heyra milli­liða­laust þar eð hvorki var út­varp­að né sjón­varp­að frá rétt­ar­hald­inu önd­vert því sem tíðk­ast í öðr­um lönd­um. „Hafi ein­hvern tím­ann ver­ið ástæða til að … senda beint úr dómssal þá er það í Lands­dóms­mál­inu … Það væri miklu ör­ugg­ara að geta stuðst við frá­sagn­ir þeirra sem þarna eru leidd­ir upp í vitna­stúku án milli­liða.“Þetta sagði Guðni Th. Jó­hann­es­son sagn­fræð­ing­ur, nú for­seti Ís­lands.

„Blekkt­ur“

Eft­ir sekt­ar­dóm­inn í Lands­dómi 2012 var Geir Ha­ar­de skip­að­ur sendi­herra Ís­lands í Banda­ríkj­un­um frá 2015. Hann birt­ist lands­mönn­um í sjón­varpi 3. októ­ber sl., þrem dög­um áð­ur en meint brot varð­andi lán Seðla­bank­ans til Kaupþings fyrnt­ist, sagð­ist hafa ver­ið blekkt­ur og bætti við: „þess­ir pen­ing­ar fóru, eft­ir því sem ég best veit, eitt­hvað ann­að en til stóð“. Hann hefði í ljósi fyrn­ing­ar­frests­ins mátt segja þetta fyrr. Kannski hefði það þó engu breytt. Seðla­banka­menn grun­aði þetta enda lof­uðu þeir rann­sókn fyr­ir löngu. Ekki ból­ar enn á nið­ur­stöðu henn­ar. Sér­stak­an sak­sókn­ara grun­aði þetta, enda gerðu starfs­menn hans hús­leit hjá Kaupþingi í Lúx­em­borg 2010 m.a. til að reyna að finna féð. Það er ófund­ið enn.

Þeir sem hafa van­rækt rann­sókn­ir meintra saka­mála og leyft þeim að fyrn­ast mættu gjarn­an hug­leiða 141. grein al­mennra hegn­ing­ar­laga: „Op­in­ber starfs­mað­ur, sem sek­ur ger­ist um stór­fellda eða ít­rek­aða van­rækslu eða hirðu­leysi í starfi sínu, skal sæta sekt­um eða fang­elsi allt að 1 ári.“

Hverj­ir eru skríll­inn?

Í sjón­varps­við­tal­inu 3. októ­ber s.l. sagði Geir Ha­ar­de einnig: „Menn voru að reyna að hefna sín á göml­um póli­tísk­um and­stæð­ingi og hans flokki þó svo að mál­ið hafi síð­an ver­ið fært í lög­fræði­leg­an bún­ing.“Svip­uð­um mál­flutn­ingi hef­ur ver­ið hald­ið uppi í Banda­ríkj­un­um að und­an­förnu þar sem nýbak­að­ur hæsta­rétt­ar­dóm­ari hef­ur and­mælt trú­verð­ug­um ásök­un­um um kyn­ferð­isof­beldi á unglings­ár­um með því að halda því fram eiðsvar­inn frammi fyr­ir dóms­mála­nefnd Banda­ríkja­þings að ásak­an­irn­ar séu sprottn­ar m.a. af hefnigirni Cl­int­on-hjón­anna. Re­públi­kan­ar kalla and­stæð­inga sína „skríl“líkt og Geir Ha­ar­de og fé­lag­ar hans gerðu eft­ir hrun. Nú er svo kom­ið fyr­ir Hæsta­rétti Banda­ríkj­anna að re­públi­kan­ar hafa náð lang­þráð­um meiri hluta í rétt­in­um, fimm at­kvæð­um gegn fjór­um, þar sem tveir af fimm í meiri hlut­an­um hafa ver­ið sak­að­ir með trú­verð­ug­um hætti um kyn­ferð­is­áreiti. Að­eins rösk­lega þriðj­ung­ur við­mæl­enda Gallups treyst­ir Hæsta­rétti Banda­ríkj­anna bor­ið sam­an við tæp­an helm­ing 1975. Varla mun traust al­menn­ings í garð rétt­ar­ins aukast eft­ir at­gang síð­ustu vikna.

Sag­an end­ur­tek­ur sig

Ár­ið 1963 var Vil­hjálm­ur Þór, einn helzti virð­ing­ar­mað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins um sína daga og þá orð­inn seðla­banka­stjóri, ásamt öðr­um fund­inn sek­ur í ol­íu­mál­inu, einu mesta fjár­svika­máli lýð­veld­is­sög­unn­ar fram að því. Brot­in voru fram­in 1950-60 og fólust m.a. í að kom­ast hjá toll­um með því að flytja olíu milli tanka. Kan­an­um brá í brún þeg­ar rúss­nesk ol­ía fannst í banda­rísk­um tönk­um á Kefla­vík­ur­velli. Yfir­hylm­ing stóð ekki til boða eft­ir að kan­inn komst í mál­ið. Einn var dæmd­ur í fjög­urra ára fang­elsi og aðr­ir í fjár­sekt­ir. Vil­hjálm­ur fékk dóm í und­ir­rétti, væg­an að vísu, og var sýkn­að­ur í Hæsta­rétti 1963 með þeim rök­um að sök hans væri fyrnd. Kristján Pét­urs­son lög­gæzlu­mað­ur lýs­ir mál­inu í bók sinni Marg­ir vildu hann feig­an (1990).

Ár­ið eft­ir, 1964, var Vil­hjálm­ur Þór kjör­inn í stjórn Al­þjóða­bank­ans í Washingt­on fyr­ir hönd Norð­ur­landa og sat þar til 1966, ár­ið sem hann varð 67 ára. Það gerð­ist svo 5. októ­ber sl. þeg­ar einn dag vant­aði upp á tíu ára af­mæli hruns­ins og fyrn­ingu meintra brota að Geir Ha­ar­de sendi­herra var skip­að­ur í sama starf.

Karl Marx sagði: „Sag­an end­ur­tek­ur sig, fyrst sem harm­leik­ur, síð­an sem farsi.“

Kröf­ur um að Alþingi eða ein­stak­ir þing­menn biðji fv. for­sæt­is­ráð­herra af­sök­un­ar hlýt­ur að þurfa að skoða í ljósi þess að hann var fund­inn sek­ur um brot gegn stjórn­ar­skránni og einnig að Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu fann ekk­ert at­huga­vert við máls­með­ferð­ina

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.