Súrt tap gegn Norð­ur-Ír­um

Fréttablaðið - - SPORT - Kpt

Ís­lenska lands­lið­ið skip­að leik­mönn­um und­ir 21 árs aldri þurftu að sætta sig við ann­að tap­ið í röð, nú gegn Norð­ur-Ír­um í Ár­bæn­um í undan­keppni EM. Gest­irn­ir frá Norð­ur-Ír­landi skor­uðu sig­ur­mark leiks­ins und­ir lok venju­legs leiktíma.

Leik­ur­inn var jafn fram­an af og skipt­ust lið­in á öfl­ug­um sókn­um en Ís­land fékk lang besta færi fyrri hálfleiks. Fékk Ótt­ar Magnús Karls­son bolt­ann og markvörð­ur­inn var ekki í mark­inu en varn­ar­manni tókst að verja á lín­unni.

Var stað­an marka­laus allt fram á loka­mín­útu leiks­ins. Norð­ur-Ír­ar voru bún­ir að hóta marki fram að því og skor­aði Daniel Ball­ard eina mark leiks­ins með skalla af stuttu færi eft­ir horn­spyrnu.

Loka­leik­ur Ís­lands í riðl­in­um er gegn Spáni á þriðju­dag­inn. –

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.