Allt um vináttu­lands­leik Ís­lands og Frakk­lands.

Ís­lenska kar­la­lands­lið­ið í knatt­spyrnu var grát­lega ná­lægt því að ná sigri gegn ríkj­andi heims­meist­ur­um Frakka ytra í vináttu­leik í gær. Ein stærsta stjarna knatt­spyrnu­heims­ins bjarg­aði Frakklandi fyr­ir horn.

Fréttablaðið - - FORSÍÐA - FRÉTTABLAÐIÐ/AFP krist­inn­pall@fretta­bla­did.is

Ís­lenska kar­la­lands­lið­ið í knatt­spyrnu sýndi sitt rétta and­lit í gær í 2-2 jafn­tefli gegn ríkj­andi heims­meist­ur­um Frakk­lands. Á loka­mín­út­um leiks­ins tók Kyli­an Mbappé leik­inn í eig­in hend­ur, jafn­aði met­in og sýndi af hverju hann er tal­inn vera einn besti leik­mað­ur heims þrátt fyr­ir að vera nítj­án ára. Fyrstu sex­tíu mín­út­ur leiks­ins voru ein­fald­lega full­komn­ar af hálfu Ís­lands. Þrír af reynslu­mestu leik­mönn­um hóps­ins komu inn í lið­ið á ný og mátti strax sjá hvað þeir gefa lið­inu, Jó­hann Berg Guð­munds­son, Alfreð Finn­boga­son og mað­ur leiks­ins, Kári Árna­son. Kári sem verð­ur 36 ára á morg­un var að leika sinn 80. leik og kór­ón­aði frá­bær­an leik þeg­ar hann skor­aði ann­að mark leiks­ins.

Það sást strax í upp­hafi leiks hvað Jó­hann og Alfreð færa lið­inu og skap­aði Alfreð fyrsta mark leiks­ins. Vann hann bolt­ann hátt á vell­in­um, leit upp og valdi hár­rétt­an kost, Birk­ir Bjarna­son af­greiddi fær­ið vel.

Frakk­ar voru slegn­ir út af lag­inu við þetta enda virt­ist við­horf þeirra vera að Ís­land væri mætt til að taka þátt í sig­ur­há­tíð þeirra. Þrátt fyr­ir að vera mun meira með bolt­ann fengu þeir vart færi gegn sterkri vörn Ís­lands.

Kári minnti svo á gæði sín í föst­um leik­at­rið­um í upp­hafi seinni hálfleiks þeg­ar hann stang­aði horn­spyrnu Gylfa Þórs Sig­urðs­son­ar í net­ið. Aft­ur virt­ust Frakk­ar ein­fald­lega vera gátt­að­ir á stöð­unni.

Didier Deschamps brást við þessu með því að blása til sókn­ar sem bar loks­ins ár­ang­ur und­ir lok­in.

Ís­land missti bolt­ann í sama horni og fyrsta mark Ís­lands kom upp úr, Mbappé fékk bolt­ann og hættu­leg fyr­ir­gjöf hans fór af Hann­esi í Hólm­ar og það­an í net­ið.

Það gaf Frökk­un­um trú og skyndi- lega tók völl­ur­inn og stuðn­ings­menn­irn­ir við sér. Víta­spyrna gaf svo Frökk­un­um jöfn­un­ar­mark sem þeir áttu alls ekki skil­ið á 90. mín­útu eft­ir hetju­lega frammi­stöðu Ís­lands. Hægt er að byggja heilmargt á þess­ari frammi­stöðu fyr­ir leik­inn gegn Sviss í Þjóða­deild­inni á mánu­dag­inn.

Ís­lensku lands­liðs­menn­irn­ir fagna með Birki Bjarna­syni eft­ir að Birk­ir kom Íslandi yf­ir á upp­haf­smín­út­um leiks­ins. Mark­ið kom eft­ir góð­an und­ir­bún­ing Alfreðs og nýtti Birk­ir að­stöð­una vel, lagði bolt­ann fram hjá Benjam­in Pa­v­ard og í net­ið. Óverj­andi fyr­ir Hugo Ll­or­is, einn af bestu markvörð­um heims.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.