Vonda skoð­un­in

Fréttablaðið - - SKOÐUN - Kol­brún Berg­þórs­dótt­ir kol­brunb@fretta­bla­did.is

Við lif­um í sam­fé­lagi þar sem fólk er stöð­ugt að tjá sig, ekki ein­ung­is á manna­mót­um held­ur einnig á sam­fé­lags­miðl­um. Sum­ir hafa óneit­an­lega meiri þörf fyr­ir að viðra skoð­an­ir sín­ar en aðr­ir og leita uppi miðla þar sem mögu­legt er að rödd þeirra fái að heyr­ast. Þeir finna sér sinn stað og koma sér þar þægi­lega fyr­ir og út­varpa hæst­ánægð­ir skoð­un­um sín­um, oft meira af kappi en for­sjá.

Á dög­un­um viðr­aði lektor, karl­mað­ur, skoð­an­ir sín­ar á kon­um í svo­köll­uðu Karl­mennsku­spjalli á Face­book. Í anda þess sem hann hef­ur sjálfsagt tal­ið sanna karl­mennsku and­varp­aði hann þar yf­ir því að kon­ur væru alltaf að reyna að troða sér þar sem karl­menn vinna og eyði­legðu vinnu­stað­inn. Af skrif­um hans mátti jafn­vel skilja að það væri mik­ið mein að kon­ur hefðu ekki nægi­leg­an smekk fyr­ir klámbrönd­ur­um, alla­vega sýndu þær ekki mik­ið um­burð­ar­lyndi væri slík­ur brand­ari sagð­ur.

Um þetta er það að segja að vit­an­lega væri þess­um karl­manni fyr­ir bestu að vera víð­sýnni en hann er. Eins og hann tal­ar sýn­ist hann vera hold­gerv­ing­ur úr­eltra karlrembu­við­horfa. Það er hans ógæfa, en hann er ör­ugg­lega ekki einn á báti. Karlremb­ur finn­ast víða og blaðra oft ansi mikla vit­leysu. Það gera líka svo miklu fleiri og má þar til dæm­is nefna öfga­fyllstu femín­ista sem tala of oft eins og þeim sé gjör­sam­lega um megn að þola til­vist karla. Ekki mik­il víð­sýni þar á ferð. Já, það verð­ur ekki horft fram hjá því að furðu­leg­ar skoð­an­ir eru víða á kreiki.

Bless­un­ar­lega er skoð­ana- og tján­ing­ar­frelsi á Íslandi og það ber að virða. Slíkt frelsi er ætl­að öll­um en sí­vax­andi hneigð er til þess að þrengja það svo mjög að það er nán­ast eins og það sé ein­ung­is ætl­að þeim sem hafa „rétt­ar“skoð­an­ir. Skoð­ana- og tján­ing­ar­frelsi hinna skal ekki virða, þar sem þeir tala heimsku­lega og sýna sig í því að vera illa upp­lýst­ir. Fyr­ir það skal refs­að. Reynd­ar er ómögu­legt að þefa uppi alla þá sem þykja hafa óæski­leg­ar eða vit­leys­is­leg­ar skoð­an­ir, en ein­hverj­um er þó alltaf hægt að ná. Karl­mað­ur­inn, sem hér er vitn­að í, var ein­mitt kló­fest­ur af vinnu­veit­anda sín­um og sagt upp vinnu við Há­skól­ann í Reykjavík þar sem hann hafði lengi starf­að sem lektor. Skoð­an­ir hans, sem hann reif­aði ut­an skóla­stof­unn­ar, enduróma ekki við­tekn­ar skoð­an­ir þar inn­an dyra. Í þess­um há­skóla er aka­demíska frels­ið greini­lega tals­verð­um tak­mörk­un­um háð.

Ef við telj­um skoð­ana- og tján­ing­ar­frelsi vera raun­veru­lega mik­il­vægt þá slá­um við skjald­borg um það en sveigj­um það ekki eft­ir ríkj­andi straum­um og stefn­um hverju sinni. Þetta frelsi er lít­ils virði ef það á ein­ung­is við þá sem eru okk­ur sam­mála en alls ekki hina sem við er­um hjart­an­lega ósam­mála og telj­um vera á al­gjör­um villi­göt­um í skoð­un­um sín­um. Ef við ætl­um ótrauð að ganga þá braut að reka fólk úr vinnu vegna þess að okk­ur lík­ar ekki skoð­an­ir þess þá er­um við um leið orð­in verstu óvin­ir tján­ing­ar­frels­is­ins. Sam­fé­lag sem virð­ir ekki rétt ein­stak­lings­ins til að tjá skoð­an­ir sín­ar er mann­fjand­sam­legt sam­fé­lag.

Ef við telj­um skoð­ana- og tján­ing­ar­frelsi vera raun­veru­lega mik­il­vægt þá slá­um við skjald­borg um það.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.