Við­reisn tel­ur sig ekki falla á póli­tískt sverð

Radd­ir hafa heyrst inn­an raða Við­reisn­ar um að óskilj­an­legt sé að flokk­ur­inn sé að svara fyr­ir klúð­ur annarra. Odd­vit­inn seg­ir eðli­legt að flokks­menn deili ekki all­ir sömu skoð­un. Svör flokks­ins séu í fullu sam­ræmi við stefnu­mál hans.

Fréttablaðið - - FRÉTTIR - joli@fretta­bla­did.is

Formað­ur borg­ar­ráðs tel­ur ekki að flokk­ur henn­ar sé að taka skell­inn fyr­ir mál sem eru hon­um óvið­kom­andi. Heim­ild­ir Frétta­blaðs­ins herma að nokk­urr­ar gremju hafi gætt inn­an bak­lands Við­reisn­ar vegna við­bragða kjör­inna full­trúa flokks­ins við mál­um lið­inna vikna.

Mál bragg­ans í Naut­hóls­vík svo og starfs­um­hverfi inn­an Orku­veitu Reykja­vík­ur og dótt­ur­fyr­ir­tækja hafa ver­ið mik­ið í um­ræð­unni und­an­far­ið og hef­ur nokk­uð mætt á borg­ar­full­trú­um af þeim sök­um. Dag­ur B. Eg­gerts­son borg­ar­stjóri er í veik­inda­leyfi og hef­ur það því oft kom­ið í hlut Þór­dís­ar Lóu Þór­halls­dótt­ur, for­manns borg­ar­ráðs og odd­vita Við­reisn­ar, og Dóru Bjart­ar Guð­jóns­dótt­ur, for­seta borg­ar­stjórn­ar og odd­vita Pírata, að svara fyr­ir hönd meiri­hlut­ans þeg­ar mál­in ber á góma.

Sem kunn­ugt er fór Við­reisn í sam­starf með síð­asta meiri­hluta, sem sam­an­stóð af Sam­fylk­ingu, Vinstri græn­um og Pír­öt­um, að lokn­um kosn­ing­um í vor. Með­al Við­reisn­ar­manna hef­ur því ver­ið fleygt að ekki sé rétt að flokk­ur­inn þurfi að svara fyr­ir illa unn­in verk annarra. Flokk­ur­inn hafi ekki kom­ið að þess­um mál­um og eigi því ekki að falla á sverð­ið.

„Fólk inn­an flokks­ins er með margs kon­ar skoð­an­ir á ýms­um mál­um og okk­ur finnst eðli­legt að það sé fjöl­breytt sýn á hlut­ina. Við er­um ekki með eina rík­is­skoð­un og telj­um eðli­legt að fólk spyrji spurn­inga,“seg­ir Þór­dís Lóa.

Hún seg­ir að þau líti ekki svo á mál­ið að þau séu að „falla á sverð­ið“. Í hvert skipti sem mál bragg­ans víð­fræga hafi ver­ið rætt hafi Við­reisn sagt að mál­ið sé al­var­legt og að gera þurfi gangskör í ferl­inu þar að baki.

„Við höf­um ekki af­sak­að eitt né neitt held­ur ít­rek­að að við telj­um þetta al­var­legt. Eitt af stefnu­mál­um Við­reisn­ar er að sýna gagn­sæja og ag­aða fjár­mála­stjórn. Þeg­ar við frétt­um af mál­inu fór­um við fyrst fram á skoð­un á því og nú síð­ast heild­ar­skoð­un þannig að ekk­ert verði skil­ið eft­ir. Vinnu­brögð okk­ar eru að fá allt upp á borð­ið og taka síð­an yf­ir­veg­aða og upp­lýsta ákvörð­un,“seg­ir Þór­dís Lóa.

Óánægjuradd­ir hafa einnig heyrst inn­an raða Pírata en í dag fer fram op­inn fé­lags- og borg­ar­a­fund­ur um „bragga­sukk­ið í Naut­hóls­vík“. Fund­ur­inn hefst klukk­an 13 í höf­uð­stöðv­um flokks­ins, Tort­uga. Ekki náð­ist í Dóru Björt við vinnslu frétt­ar­inn­ar þrátt fyr­ir ít­rek­að­ar til­raun­ir.

Fólk inn­an flokks­ins er með margs kon­ar skoð­an­ir á ýms­um mál­um og okk­ur finnst eðli­legt að það sé fjöl­breytt sýn á hlut­ina.

Þór­dís Lóa Þór­halls­dótt­ir, formað­ur borg­ar­ráðs

FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN

Bragg­inn í Naut­hóls­vík bíð­ur þess að verða klár­að­ur.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.