Hafa áhyggj­ur af Álfs­nes­vík

Fréttablaðið - - FRÉTTIR - FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK – gar

Aukn­ing á þunga­flutn­ing­um um Vest­ur­lands­veg, sjón- og hljóð­meng­un, auk mögu­legra áhrifa vegna sand­foks er með­al þess sem skipu­lags­nefnd Mos­fells­bæj­ar seg­ist hafa áhyggj­ur af vegna áforma um iðn­að­ar­upp­bygg­ingu í Álfs­nes­vík.

Sér­stak­lega lúta áhyggj­ur skipu­lags­nefnd­ar að áhrif­um iðn­að­ar­upp­bygg­ing­ar­inn­ar á íbúð­ar- og úti­vist­ar­svæði í Mos­fells­bæ.

„ Skipu­lags­nefnd ger­ir ekki at­huga­semd við drög að til­lögu að breyt­ingu á Aðal­skipu­lagi Reykja­vík­ur 2010-2030 ásamt drög­um að um­hverf­is­skýrslu en legg­ur áherslu á að um­hverf­isáhrif breyt­ing­ar­inn­ar verði met­in sér­stak­lega með til­liti til hags­muna byggð­ar- og úti­vist­ar­svæða í Mos­fells­bæ,“seg­ir í bók­un skipu­lags­nefnd­ar­inn­ar.

Álfs­nes­vík er neð­an við at­hafna­svæði Sorpu.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.