Þrjú í frétt­um Fisk­eldi, gigt og strá í mótvindi

Fréttablaðið - - FRÉTTIR -

Lilja Raf­ney Magnús­dótt­ir

formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar Al­þing­is sagði í vik­unni að úr­skurð­ar­nefnd um­hverf­is- og auð­linda­mála bæri ekki ábyrgð á af­leið­ing­um úr­skurða sinna því hún væri ekki lýð­ræð­is­lega kos­in. Þetta sagði hún í til­efni þess að Al­þingi sam­þykkti lög sem heim­ila sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra að veita fisk­eld­is­fyr­ir­tækj­um starfs­leyfi til bráða­birgða.

Dag­ur B. Eg­gerts­son

borg­ar­stjóri er kom­inn í veik­inda­leyfi eft­ir að al­var­leg sýk­ing sem hann fékk í kvið­ar­hol­ið síð­asta haust tók sig upp að nýju. Dag­ur greind­ist í sum­ar með svo­kall­aða fylgigigt, sem skerð­ir hreyfigetu og get­ur flakk­að á milli liða og lagst á líf­færi. „Ég tók þá ákvörð­un að ég þyrfti að jafna mig og fékk stað­gengla til þess að sinna mín­um skyld­um á með­an,“seg­ir borg­ar­stjór­inn sem von­ast til að til að vera orð­inn betri eft­ir helgi.

Dagný Bjarna­dótt­ir

lands­lags­arki­tekt valdi hin um­deildu strá við bragg­ann í Naut­hóls­vík ásamt garð­yrkju­manni. „Í stað þess að setja þarna gróð­ur, runna eða þess hátt­ar lang­aði okk­ur að hafa stemn­ingu sem er meira í ætt við strönd,“út­skýrði Dagný í Frétta­blað­inu. „Ég sá aldrei á nein­um tíma­punkti verð­in. En ég er ekki viss um að þetta sé dýr­ara en ef þú hefð­ir bara plant­að venju­leg­um gróðri.“

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.