Sagði bíl­stjór­ana sjá um greiðslu til Elju

Fréttablaðið - - FRÉTTIR - adal­heidur@fretta­bla­did.is

Strætó sagð­ist ekki ann­ast milli­göngu um inn­heimtu húsa­leigu af starfs­mönn­um til starfs­manna­þjón­ust­unn­ar Elju í svari við fyr­ir­spurn Sam­taka leigj­enda ár­ið 2016. Í yf­ir­lýs­ingu frá Strætó í fyrra­dag seg­ir hins veg­ar að Strætó hafi haft milli­göngu um greiðsl­urn­ar.

Í yf­ir­lýs­ingu Strætó sem send var fjöl­miðl­um í fyrra­dag um bíl­stjóra sem ráðn­ir hafa ver­ið í gegn­um starfs­manna­þjón­ust­una Elju kem­ur fram að þeir hafi haft húsa­leigu­samn­ing við Elju en leig­an hafi ver­ið dreg­in af laun­um þeirra hjá Strætó.

Í svari Strætó við fyr­ir­spurn Sam­taka leigj­enda frá ár­inu 2016 er hins veg­ar full­yrt að Strætó komi ekki með nein­um hætti að inn­heimtu leigu­greiðslna.

„Strætó kem­ur ekki með nein­um hætti að leigu, leigu­samn­ing­um eða leigu­kostn­aði við­kom­andi starfs­manna né dreg­ur leigu­kostn­að frá laun­um þeirra. Þeir sjá um þær greiðsl­ur al­gjör­lega sjálf­ir til við­kom­andi eig­enda,“seg­ir í svari Strætó við fyr­ir­spurn frá Sam­tök­um leigj­enda.

„Á þess­um tíma var mik­ill skort­ur á leigu­hús­næði og við vor­um að for­vitn­ast um hvernig þess­ir starfs­menn myndu búa, en það var tölu­vert um að verka­fólk héldi til í iðn­að­ar­hús­næði vegna hús­næð­is­skorts,“seg­ir Jó­hann Már Sig­ur­björns­son, fyrr­ver­andi formað­ur Sam­taka leigj­enda.

Í svari Strætó kem­ur fram að starfs­menn­irn­ir komi til starfa hjá Strætó í gegn­um ráðn­ing­ar­þjón­ust­una Elju, sem út­vegi þeim leigu­hús­næði. Um sé að ræða íbúð­ar­hús­næði í fjöl­býl­is­hús­um á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og muni starfs­menn­irn­ir búa sam­an í íbúð­um. Þeir eigi kost á að velja ann­að­hvort ein­stak­lings­her­bergi eða tveggja manna her-

bergi. Leigu­verð á mán­uði sé 45-60 þús­und krón­ur eft­ir því hvort þeir velja að vera ein­ir eða tveir sam­an í her­bergi.

„Á þeim tíma­punkti þeg­ar ég svar­aði þess­um pósti frá Leigj­enda­sam­tök­un­um, þá lá í raun­inni ekki fyr­ir neitt sam­komu­lag um að við mynd­um draga húsa­leigu af starfs-

mönn­un­um og þess vegna svar­aði ég þessu með þess­um hætti,“seg­ir Sig­ríð­ur Harð­ar­dótt­ir, mannauðs­stjóri Strætó.

Hún seg­ir að lang­an tíma hafi tek­ið að fá öll nauð­syn­leg gögn að ut­an, skil­ríki, öku­rétt­indi og þess hátt­ar og um­ræða um hús­næð­is­mál­in hafi set­ið á hak­an­um. „Það

var ekki fyrr en seinna í maí sem þetta kom til um­ræðu og rætt hvort við sé­um til­bú­in til að draga leig­una af laun­um, ég sam­þykki það en gegn því að það liggi fyr­ir sam­þykki allra starfs­mann­anna.“Sam­þykki hafi svo kom­ið frá þeim öll­um og Strætó í kjöl­far­ið sam­þykkt til­lögu Elju um hvernig þetta yrði gert. Sig­ríð­ur seg­ir þetta sam­komu­lag þannig ekki hafa leg­ið fyr­ir fyrr en eft­ir að hún svar­aði póst­in­um frá Sam­tök­um leigj­enda.

Mál­efni Strætó og starfs­manna­þjón­ust­unn­ar komust í há­mæli eft­ir að Sanna Magda­lena Mörtu­dótt­ir birti langa færslu á Face­book um meinta bága stöðu er­lendra starfs­manna Strætó. Í kjöl­far­ið birti Strætó fyrr­nefnda yf­ir­lýs­ingu þar sem því er hafn­að að brot­ið sé á rétt­ind­um og kjör­um starfs­manna fyr­ir­tæk­is­ins.

Í yf­ir­lýs­ing­unni seg­ir að fyr­ir­tæk­ið hafi leit­að til Elju haust­ið 2017 vegna auk­inn­ar starfs­manna­þarf­ar í kjöl­far breyt­inga og bættr­ar þjón­ustu hjá Strætó. Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær, leit­aði Strætó hins veg­ar fyrst til Elju vor­ið 2016 og hef­ur mann­að sum­araf­leys­ing­ar með að­stoð Elju þrjú und­an­far­in sum­ur en ekki ein­ung­is sumar­ið 2018 eins og skilja mátti á yf­ir­lýs­ingu Strætó.

Þeg­ar ég svar­aði þess­um pósti frá Leigu­sam­tök­un­um, þá lá í raun­inni ekki fyr­ir neitt sam­komu­lag um að við mynd­um draga húsa­leigu af starfs­mönn­un­um.

Sig­ríð­ur Harð­ar­dótt­ir, mannauðs­stjóri Strætó bs.

FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN

Eng­inn starfar hjá Strætó í dag fyr­ir milli­göngu Elju en nokkr­ir hafa ver­ið fast­ráðn­ir sem komu það­an.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.