Mögu­leik­ar Sel­fyss­inga fyr­ir­fram mest­ir

Fréttablaðið - - SPORT -

Þrjú ís­lensk lið verða í eld­lín­unni í 2. um­ferð EHF-bik­ars karla í hand­bolta um helg­ina.

Klukk­an 18.00 í kvöld tek­ur Sel­foss á móti slóvenska lið­inu Ri­ko Ribnica. Sel­fyss­ing­ar þurfa að vinna upp þriggja marka for­skot Slóven­anna frá fyrri leikn­um sem end­aði með 30-27 sigri heima­manna.

Mögu­leik­ar Sel­fyss­inga eru ágæt­ir en þeir þurfa að spila betri vörn en í fyrri leikn­um ef þeir ætla sér að kom­ast í næstu um­ferð. Sel­foss vann ÍBV í Eyj­um í Olís-deild­inni á mið­viku­dag­inn, 25-27, þar sem lands­liðs­mað­ur­inn Hauk­ur Þr­ast- ar­son fór á kost­um á lokakafl­an­um.

Á morg­un mæt­ir ÍBV franska lið­inu Pays d’Aix á úti­velli. Eyja­menn unnu frá­bær­an sig­ur í fyrri leikn­um, 24-23, sem Theo­dór Sig­ur­björns­son og Kol­beinn Aron Ingi­bjarg­ar­son áttu risa­stór­an þátt í að landa. Theo­dór skor­aði síð­ustu tvö mörk ÍBV og Kol­beinn Aron varði loka­skot Frakk­anna.

Eins marks for­skot er ekki mik­ið og það er hætt við að það dugi skammt gegn sterku liði Pays d’Aix sem franska goð­sögn­in Jér­ome Fern­and­ez stýr­ir. Pays d’Aix hef­ur reynd­ar far­ið ró­lega af stað heima fyr­ir og að­eins unn­ið tvo af fyrstu sex deild­ar­leikj­um sín­um. FH-ing­ar eru mætt­ir til Lissa­bon í Portúgal þar sem þeir mæta Ben­fica. Báð­ir leik­irn­ir fara fram á heima­velli portú­galska liðs­ins. Fyrri leik­ur­inn, sem telst heima­leik­ur Ben­fica, fer fram í dag og á morg­un er kom­ið að „heima­leik“FH. Ben­fica hef­ur sterku liði á að skipa sem end­aði í 3. sæti portú­gölsku deild­ar­inn­ar á síð­asta tíma­bili. Í liði Ben­fica má finna leik­menn á borð við Kévynn Nya­kos, heims- og Evr­ópu­meist­ara með Frakklandi, og makedónska markvörð­inn Bor­ko Ristovski sem hef­ur leik­ið með lið­um á borð við Barcelona og RheinNeckar Löwen.

Á þar­síð­asta tíma­bili komst Ben­fica í riðla­keppni EHF-bik­ars­ins. FH var hárs­breidd frá því að kom­ast þang­að í fyrra og vant­aði að­eins eitt mark til að slá Tatran Presov frá Slóvakíu úr leik í 3. um­ferð keppn­inn­ar.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.