Val­dís Þóra reyn­ir við LPGA-mótaröð­ina

Fréttablaðið - - SPORT -

Val­dís Þóra Jóns­dótt­ir, at­vinnukylf­ing­ur úr GL, hef­ur leik á öðru stigi úr­töku­móts­ins fyr­ir LPGA-mótaröð­ina í Flórída í Banda­ríkj­un­um í dag. Fer mót­ið fram á Pl­antati­on Golf and Coun­try Club í bæn­um Venice og eru 195 kylf­ing­ar skráð­ir til leiks en efstu 25 kylf­ing­arn­ir kom­ast á loka­stig­ið.

Er þetta þriðja ár­ið í röð sem Val­dís reyn­ir að kom­ast inn á LPGA-mótaröð­ina og í fyrsta sinn sem hún kepp­ir á öðru stigi. Hef­ur hún leik­ið á Evr­ópu­mótaröð­inni, næst­sterk­ustu mótaröð heims, á und­an­förn­um ár­um með góð­um ár­angri en reyn­ir nú að kom­ast inn á þá sterk­ustu. Val­dís hef­ur eytt und­an­förn­um vik­um í Banda­ríkj­un­um til að und­ir­búa mót­ið og ekki tek­ið þátt í mót­um á Evr­ópu­mótaröð­inni enda hef­ur hún þeg­ar tryggt sér þátt­töku­rétt á næsta ári. Kom is t Val­dís áfram fær hún þátt­töku­rétt í þriðja og síð­asta úr­töku­mót­inu sem fram fer í lok mán­að­ar þeg­ar Ólafía Þór­unn Krist­ins­dótt­ir mun sömu­leið­is reyna að end­ur­nýja þátt­töku­rétt sinn.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.