Nokk­ur góð ráð varð­andi flokk­un

Fréttablaðið - - HELGIN -

Mis­mun­andi regl­ur geta gilt milli sveit­ar­fé­laga og því er mik­il­vægt að fólk kynni sér regl­urn­ar á hverj­um stað. Þetta á til dæm­is við um hvernig með­höndl­un á gleri og málm­um er hátt­að. Sums stað­ar er boð­ið upp á tunn­ur sem hægt er að setja þessi efni í og þau svo flokk­uð eft­ir los­un. Ann­ars stað­ar eru grennd­ar­stöðv­ar sem taka á móti um­rædd­um efn­um.

Reyna skal eft­ir fremsta megni að að­skilja mis­mun­andi efni séu um­búð­ir sam­sett­ar úr fleiri en einu efni. Sé það ekki mögu­legt skal flokka um­búð­irn­ar eft­ir því efni sem mest er af.

Það er góð þum­alputta­regla að efni telst plast ef það sprett­ur aft­ur út ef það er krump­að sam­an. Þetta á til dæm­is við um snakk­umb­úð­ir og oft um­búð­ir ut­an um kaffi.

Hægt er að safna líf­ræn­um úr­gangi í sér­stök ílát þar sem hann umbreyt­ist í moltu sem er góð­ur jarð­vegs­bæt­ir.

Not­ast verð­ur við urð­un­ar­stað­inn í Álfs­nesi til árs­ins 2020 en þá verð­ur tek­in í notk­un gas- og jarð­gerð­ar­stöð.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.