Versl­un sem sel­ur um­búða­laus­ar vör­ur

Fréttablaðið - - HELGIN -

Það er oft bent á að það sé ekki nóg að flokka og end­ur­vinna held­ur þurfi líka að ráð­ast að rót vand­ans og minnka notk­un um­búða. Víða er­lend­is hafa sprott­ið upp versl­an­ir sem selja ein­göngu um­búða­laus­ar mat­vör­ur.

Ein slík er versl­un­in LØS mar­ket sem er á Vester­bro í Kaup­manna­höfn. Versl­un­in var opn­uð fyr­ir rúm­um tveim­ur ár­um og nú er í und­ir­bún­ingi opn­un nýrr­ar versl­un­ar á Nør­re­bro.

Hægt er að kaupa vör­ur eins og ávexti, græn­meti, ýms­ar þurr­vör­ur eins og hveiti og pasta, ol­í­ur, vín, kaffi, krydd, sáp­ur og sæl­gæti allt án um­búða. Við­skipta­vin­ur­inn þarf að koma með ílát að heim­an en einnig er hægt að kaupa krukk­ur og marg­nota poka á staðn­um. Vör­urn­ar eru svo all­ar seld­ar eft­ir vigt.

Ósk­ar Ís­feld Sig­urðs­son, deild­ar­stjóri mat­væla­eft­ir­lits hjá Heil­brigðis­eft­ir­liti Reykja­vík­ur, seg­ir að vilji versl­an­ir selja vör­ur án um­búða þurfi að hafa sam­band við heil­brigðis­eft­ir­lit við­kom­andi sveit­ar­fé­lags. Hann seg­ir mjög fá­ar fyr­ir­spurn­ir ber­ast um slíkt.

„Sölu­að­il­ar bera ábyrgð á því að hafa hættu­greint starf­sem­ina. Það þarf að tryggja ör­yggi neyt­enda og heil­brigðis­eft­ir­lit­ið myndi meta það hvernig það ör­yggi yrði tryggt.“

Hann seg­ir að um­búð­ir hafi til­gang, bæði til að auka ör­yggi og til að bæta geymslu­þol mat­væla. „Hins veg­ar eru víða mögu­leik­ar á því minnka um­búð­ir án þess að ógna ör­yggi.“

MYND/JIM BABBONEAU

Versl­un­in LØS mar­ket sel­ur ein­göngu vör­ur án um­búða.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.