Beto sagð­ur næsti Jack Kenn­e­dy

Æði hef­ur grip­ið um sig í Texas vegna öld­unga­deild­ar­fram­boðs Beto O’Rour­ke. Hann ligg­ur ekki á skoð­un­um sín­um þrátt fyr­ir íhalds­sama kjós­end­ur, er gædd­ur mikl­um per­sónutöfr­um og seg­ist ætla að þjóna öll­um.

Fréttablaðið - - HELGIN - Þórgnýr Ein­ar Al­berts­son thorgnyr@fretta­bla­did.is

Það er óhætt að segja að Ro­bert Fr­anc­is O’Rour­ke, kall­að­ur Beto, sé gædd­ur mikl­um per­sónutöfr­um og hef­ur hon­um ít­rek­að ver­ið líkt við John F. Kenn­e­dy. Hann hef­ur rek­ið já­kvæða kosn­inga­bar­áttu, sést klappa kan­ín­um, spil­aði í pönk­hljóm­sveit á yngri ár­um og held­ur bar­áttufundi sína á skokk­inu með óákveðn­um kjós­end­um. Þetta hef­ur afl­að hon­um mik­illa vin­sælda á landsvísu, mik­illa pen­inga í kosn­inga­sjóð­inn og hef­ur hann meira að segja ver­ið orð­að­ur við for­setafram­boð ár­ið 2020, tak­ist hon­um ekki að vinna sig­ur í nóv­em­ber.

O’Rour­ke er sitj­andi þing­mað­ur í full­trúa­deild­inni og var áð­ur borg­ar­full­trúi í El Pa­so. Þótt hann berj­ist nú um at­kvæði í íhalds­sömu fylki hef­ur hann ver­ið óhrædd­ur við að standa fast á skoð­un­um sín­um.

Nóg til í fram­boðs­sjóð­um

Fram­boð O’Rour­kes greindi frá því í gær að fjár­öfl­un­ar­met hefði ver­ið sleg­ið. Fram­boð­ið, sem neit­ar að taka við styrkj­um frá efna­fólki og stór­fyr­ir­tækj­um, hefði safn­að 38,1 millj­ón dala á síð­ustu þrem­ur mán­uð­um. Því má áætla að fram­boð­ið hafi nóg á milli hand­anna á loka­sprett­in­um.

Frjáls­lynd­ur í íhalds­ríki

Þannig hef­ur O’Rour­ke til að mynda gert meinta kyn­þátta­for­dóma lög­reglu­manna og of­beldi þeirra gegn svört­um Banda­ríkja­mönn­um að einu af leið­ar­stefj­um kosn­inga­bar­áttu sinn­ar. Einnig hef­ur hann tal­að fyr­ir hertri skot­vopna­lög­gjöf, lög­leið­ingu kanna­bis­efna og and­stöðu við brott­vís­an­ir ólög­legra inn­flytj­enda og fyr­ir­hug­að­an landa­mæra­vegg Don­alds Trump for­seta.

Stund­um er ekki ann­að hægt en að raula lag hins ástr­alska Geoffs Mack, I’ve Been Everywh­ere, þeg­ar hlýtt er á ræð­ur O’Rour­kes. Hann hef­ur nefni­lega gert það að um­tals­efni trekk í trekk að hann hafi ferð­ast til hverr­ar ein­ustu sýslu í Texas. Allra 254. Þetta seg­ist O’Rour­ke hafa gert til þess að sýna fram á að hann vilji þjóna öll­um Texasbú­um.

O’Rour­ke var á ár­um áð­ur hand­tek­inn fyr­ir ölv­unar­akst­ur, þó ekki sak­felld­ur, og sam­kvæmt lög­reglu­skýrslu reyndi hann að flýja vett­vang. Þeg­ar hann var spurð­ur um þetta í kapp­ræð­un­um baðst hann af­sök­un­ar, sagð­ist hafa feng­ið ann­að tæki­færi en neit­aði því að hafa flú­ið vett­vang. Þannig var hann í beinni mót­sögn við lög­reglu­skýrslu og laug, að mati The Washingt­on Post.

Cruz sé fjar­ver­andi

Þótt Cruz hafi án nokk­urs vafa skot­ið oft­ar á O’Rour­ke en öf­ugt hef­ur Demó­krat­inn ekki hlíft Re­públi­kan­an­um al­far­ið við gagn­rýni. Þeg­ar hann minnt­ist á ferða­lög sín um sýsl­ur Texas í kapp­ræð­um fram­bjóð­enda í sept­em­ber sagði hann að öf­ugt við sig væri Cruz alltaf fjar­ver­andi.

„Fá­ein­um mán­uð­um eft­ir að þið kus­uð síð­ast var Ted Cruz far­inn frá Texas. Hann heim­sótti all­ar 99 sýsl­ur Iowa. Hann ferð­að­ist um for­kosn­inga­ríki Re­públi­kana í stað þess að vera hér. Hann þving­aði fram stöðv­un hjá al­rík­is­stofn­un­um í sex­tán daga ár­ið 2013 því hon­um fannst of marg­ir Banda­ríkja­menn fá gjald­frjálsa heil­brigðis­að­stoð.“

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.