Lang­ar að verða lögga það er eitt­hvað svo spenn­andi

Embla Kar­en Garps­dótt­ir hef­ur áhuga á ball­ett og táskóm og svo finnst henni líka gam­an að lesa bæk­ur eft­ir Da­vid Walliams. Embla Kar­en er tíu ára göm­ul.

Fréttablaðið - - KRAKKAR -

Í hvaða skóla geng­ur þú? Í Hörðu­valla­skóla í Kóra­hverf­inu í Kópa­vogi og ég er í fimmta bekk.

Hvað finnst þér skemmti­leg­ast að læra í skól­an­um? Mér finnst skemmti­leg­ast í ensku og stærðfræði.

BALL­ETT OG TÁSKÓR OG ENSKA OG STÆRÐFRÆÐI ERU HELSTU ÁHUGAMÁLIN MÍN.

Hver er upp­á­halds­mat­ur­inn þinn? Ham­borg­ari og pabbanúðlur eru best.

Kanntu að baka? Já, en bara með upp­skrift. Mér finnst all­ar kök­ur góð­ar.

Áttu þér ein­hver sér­stök áhuga­mál? Ball­ett og táskór og enska og stærðfræði eru helstu áhugamálin mín. Áttu þér upp­á­halds­bók? Nei, ég á enga upp­á­halds­bók en ég á upp­á­halds­rit­höf­und, Da­vid Walliams. Uppá­halds­bók­in mín eft­ir hann heit­ir Vonda frænk­an.

Hvað lang­ar þig að verða þeg­ar þú ert orð­in stór? Lögga. Það er eitt­hvað svo spenn­andi.

Hvað finnst þér skemmti­leg­ast að gera með vin­um þín­um? Mér finnst skemmti­leg­ast að vera úti að leika eða fara í bíó eða keilu.

FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR

Embla Kar­en fær stund­um að baka og finnst það gam­an.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.