Nýtt líf á Suð­ur­eyri

Gunn­hild­ur Helga Gunn­ars­dótt­ir kvik­mynda­gerð­ar­mað­ur tek­ur óhrædd við áskor­un­um eins og þeim að flytja úr Vest­ur­bæn­um í Reykjavík vest­ur á Suð­ur­eyri, hanna þar versl­un og kaffi­hús og læra að þurrka og reykja fisk og kjöt.

Fréttablaðið - - FORSÍÐA - Gunn­þóra Gunn­ars­dótt­ir gun@fretta­bla­did.is

Að hanna þessa búð var mjög skemmti­legt verk­efni. En ég tók það fram strax við eig­and­ann að ég væri ekki til­bú­in til að standa vakt­ina þar, ég færi yf­ir í næsta verk­efni,“seg­ir Gunn­hild­ur Helga Gunn­ars­dótt­ir, sem við Sigtryggur Ari ljós­mynd­ari hitt­um í Ný­lendu­vöru­verzl­un Súg­anda­fjarð­ar. Það er ný búð í nýju húsi þó hvort tveggja gæti, í fljótu bragði, virst frá fyrri hluta síð­ustu ald­ar. Vör­urn­ar í hill­un­um bera þó nú­tím­an­um vitni og kjör­búð­ar­fyr­ir­komu­lag er á af­greiðsl­unni. „Ég vildi gera þetta í gamla stíln­um en samt með nú­tíma­þæg­ind­um,“seg­ir Gunn­hild­ur sem er kvik­mynda­gerð­ar­mað­ur í grunn­inn og þeg­ar hún fékk tómt hús til að hanna kveðst hún hafa lit­ið á það sem nokk­urs kon­ar leik­mynd.

„Ég ákvað að hafa op­ið rými og af­greiðsl­una flæð­andi. Ekki eitt­hvað

– ég er hér og þú ert þarna – held­ur þannig að fólk geti far­ið út um allt, skoð­að og af­greitt sig svo­lít­ið sjálft.“

Úr­val­ið er eins og í al­mennri ný­lendu­vöru­versl­un. „Við er­um með svo­lít­ið af vör­um frá Frú Laugu og er­um í sam­starfi við hana. Svo er­um við að sjálf­sögðu með Fis­herm­an vör­urn­ar, sem fram­leidd­ar eru hér á Suð­ur­eyri, hann Elías Guð­munds­son, eig­andi Fis­herm­an, á þessa búð,“upp­lýs­ir Gunn­hild­ur og seg­ir þetta einu mat­vöru­versl­un­ina í bæn­um. „Það er bú­ið að taka alla þjón­ustu frá Suð­ur­eyri eft­ir að göng­in komu og Ísa­fjarð­ar­bær tók við stjórn­inni. Flest­ir fara auð­vit­að í mat­vöru­búð á Ísa­firði að kaupa inn til heim­il­is­ins. En það er óþol­andi ef eng­in búð er í bæn­um til að fá það allra nauð­syn­leg­asta. Það tek­ur 20 mín­út­ur að keyra til Ísa­fjarð­ar og ef mann vant­ar einn mjólk­urpott þá verð­ur hann ansi dýr ef hann er sótt­ur þang­að. Þessi versl­un er því til hag­ræð­ing­ar fyr­ir íbú­ana hér,“seg­ir hún og tek­ur fram að hún sé op­in frá klukk­an 15 til 19 í vet­ur.

Lifn­ar yf­ir Róm­arstíg

Nýja búð­in stend­ur við Róm­arstíg og breyt­ing­arn­ar við hann eru stærri í snið­um. „Versl­un­ar­hús­ið og þau fjög­ur næstu eru öll glæ­ný en byggð í sama stíl og hús sem voru hér um alda­mót­in 1900. Sum eru með sléttu járni að ut­an og önn­ur báru­járni, eins og gömlu hús­in voru sem til eru á mynd­um,“upp­lýs­ir Gunn­hild­ur og seg­ir snyrt­ing­ar og kannski þvotta­hús verða í húsi sem stend­ur næst versl­un­inni. Svo sé eft­ir að ákveða hvað verði í hinum hús­un­um. „Róm­arstíg­ur­inn var orð­inn al­veg líf­laus, við hann stóðu eng­ar bygg­ing­ar en nú er að lifna yf­ir hon­um aft­ur. Ég er bú­in að tala um það við for­svars­menn Ísa­fjarð­ar­bæj­ar að merkja göt­una inn á kort­in, því hér eru eng­ar merk­ing­ar leng­ur síð­an allt var rif­ið nið­ur á Róm­arstígn­um. Þetta er upp­bygg­ing í smá­bæ, sjáv­ar­þorpi sem all­ir halda að sé að deyja út en hér eru skemmti­leg­ir hlut­ir í gangi.“

Gunn­hild­ur bend­ir á að þeg­ar fólk komi til Suð­ur­eyr­ar um miðj­an dag, eins og við núna, sé fá­ferð­ugt um göt­urn­ar. „Það eru all­ir að vinna og börn­in og ung­ling­arn­ir í skól­an­um. Það er miklu meira að gera hér og stærri fyr­ir­tæki á staðn­um en fólk átt­ar sig á. Hér er smá­báta­höfn og hér er Ís­lands­saga með fisk­vinnslu og Klofn­ing­ur með fisk­þurrk­un, nýt­ir alla af­ganga þeg­ar bú­ið er að flaka fisk­inn. Ekk­ert fer til spill­is. Síð­an er nátt­úr­lega Fis­herm­an, allt sem það fyr­ir­tæki sel­ur er fram­leitt hér, fiski­boll­ur, plokk­fisk­ur, alls kon­ar fisk­rétt­ir og sós­ur sem sent er víða um land, enda er hér full­bú­ið mat­væla­eld­hús og að­staða til að pakka fiski og til­bún­um rétt­um fyr­ir stór­ar og smá­ar versl­an­ir.“

Úr Vest­ur­bæn­um til Vest­fjarða

Hvað kom til að þú komst vest­ur. Ertu héð­an?

„Nei, ég er úr Vest­ur­bæn­um í Reykjavík. Kannski þess vegna leit­aði ég vest­ur!“svar­ar Gunn­hild­ur hlæj­andi. Við­ur­kenn­ir að það hafi ver­ið nokk­uð stórt skref. „Það tók sinn tíma fyr­ir mig að ná takt­in­um, að róa mig nið­ur. Það er allt svo miklu hrað­ara í Reykjavík. Þar er allt á fullu. En ég kom hing­að bæði vegna þess að ég fékk það skemmti­lega verk­efni að hanna þessa búð, sem mér fannst vera svo mik­il áskor­un – og ég segi ekki nei við áskor­un. Síð­an á ég tvær litl­ar stelp­ur, sex og fjög­urra ára, og mig lang­aði að eiga meiri tíma með þeim en ég átti kost á í bæn­um. Ég fékk að gera það hér í sum­ar. Það var æð­is­legt. Hér gat ég bara far­ið í sund eft­ir vinnu og slak­að á. Það ger­ist ekki í Reykjavík, þar er aldrei tími fyr­ir neitt. Mér leið það vel hérna að ég ákvað að prófa að vera hér einn vet­ur. Stelp­un­um lík­ar vel. Þær eru bún­ar að kynn­ast öll­um krökk­un­um, og það er sko hell­ing­ur því hér býr margt ungt fólk með börn. Það skemmti­lega við krakk­ana hér á Suð­ur­eyri er að þau eru alltaf úti í leikj­um. Ég sé þau leika eins og ég lék mér, sem ég er hætt að sjá í Reykjavík. Hér er gott fólk og okk­ur líð­ur vel. Mér finnst það áskor­un að vera einn vet­ur á Vest­fjörð­um og ég bý mig und­ir að það fari allt á kaf og ég verði að moka mig út. Finnst það bara skemmti­leg til­hugs­un. Það heit­ir að prófa eitt­hvað nýtt!“

Gunn­hild­ur tel­ur marga Reyk­vík­inga hafa for­dóma fyr­ir lands­byggð­inni. En bara af van­þekk­ingu. „Ég tel lífs­gæð­in hjá fólki sem býr úti á landi svo miklu meiri en í Reykjavík. Á höf­uð­borg­ar­svæð­inu er þró­un í gangi sem er ekki fjöl­skyldu- væn, lang­ur vinnu­tími og stífl­að­ar sam­gönguæð­arn­ar á álags­tím­um. Fólk er þræl­ar hús­næð­isverðs og að berj­ast við að ná end­um sam­an. All­ir pirr­að­ir. Fólk verð­ur að vinna fulla vinnu, fara með börn­in í leik­skól­ann, síð­an eru það íþrótt­irn­ar og tón­list­ar­nám­ið. Allt þarf að vera fínt heima, helst mat­ar­boð einu sinni í viku – og ekki má gleyma rækt­inni. Svo nátt­úr­lega að fara með krakk­ana í eitt­hvað skemmti­legt um helg­ar, hús­dýra­garð­inn, Skauta­höll­ina, Smáralind­ina, eitt­hvað, eitt­hvað. Þetta er súr­realískt. Tómt rugl.“

Gunn­hildi gekk vel að fá íbúð á Suð­ur­eyri. „Vina­fólk mitt býr hérna og ég leigði efri hæð­ina hjá því í sum­ar, nú er ég kom­in í að­eins stærra hús­næði þannig að ég get tek­ið á móti gest­um. Mér finnst það skipta máli, sér­stak­lega yf­ir vet­ur­inn. Þá geta pabbi og mamma kom­ið í heim­sókn og gist hjá mér.“

Byrj­uð að hand­flaka

Í vet­ur ætl­ar Gunn­hild­ur að kynna sér hjalla­þurrk­un og læra að þurrka og reykja bæði fisk og kjöt. „Ég komst að því þeg­ar ég kom vest­ur að ég þekkti ekki mik­ið af matn­um sem er borð­að­ur hér fyr­ir vest­an og það eru ýms­ar hefð­ir hér sem mér þykja mjög áhuga­verð­ar. Ég er svo hepp­in að hafa hitt mann sem kann vel til verka og hef­ur tek­ið mig und­ir sinn væng, hann er að kenna mér að hjalla­þurrka bæði fisk og kjöt. Þar sem ég er mik­ill mat­gæð­ing­ur er þetta al­veg kjör­ið og þetta er því mið­ur deyj­andi grein. Hver veit hvað verð­ur úr þessu skemmti­lega við­fangs­efni en alla vega er ég byrj­uð á að læra að hand­flaka fisk og er að pækla hann og hengja í hjall hér fyr­ir vest­an. Þetta er nýtt við­fangs­efni og það er alltaf gam­an að læra eitt­hvað nýtt.“

FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI

Gunn­hild­ur Helga í Ný­lendu­vöru­versl­un Súg­anda­fjarð­ar sem hún hann­aði áð­ur en hún hóf að læra að hjalla­þurrka fisk. Þar er allt í göml­um stíl en með nú­tíma­þæg­ind­um.

Búð­in er í einu nýju hús­anna við Róm­arstíg sem óð­um tek­ur stakka­skipt­um.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.