Það sem Twitter veit

Fréttablaðið - - FRÉTTIR TÆKNI -

Bl­aða­mað­ur sótti um að fá af­rit af gögn­um sín­um frá Twitter og bár­ust þau fá­ein­um mín­út­um síð­ar. Um var að ræða 554 skrár, sam­tals 124 MB.

Meiri­hluti gagn­anna var nokk­uð ómerki­leg­ur. Sjá mátti að bl­aða­mað­ur er lík­leg­ur til að vera und­ir 65 ára aldri sem og tölvu­póst­fang, tíst, ljós­mynd­ir, mynd­bönd, GIF, fylgj­end­ur, bein skila­boð og Twitterl­ista blaða­manns svo fátt eitt sé nefnt.

Einnig mátti þó sjá hvernig bl­aða­mað­ur brást við mis­mun­andi aug­lýs­ing­um. Eink­um hvaða aug­lýs­ing­ar bl­aða­mað­ur hef­ur smellt á á Twitter. Þannig mátti sjá að bl­aða­mað­ur hafði til dæm­is smellt á aug­lýs­ing­ar fyr­ir tölvu­leik­inn Dia­blo, tíma­rit­ið The New Yor­ker og dag­blað­ið The Washingt­on Post. Að auki mátti sjá frá hvaða IP-töl­um bl­aða­mað­ur hafði skráð sig inn á Twitter og úr hvers kon­ar tækj­um.

Hefði bl­aða­mað­ur ver­ið með kveikt á því að birta stað­setn­ingu sína með tíst­um hefðu þeir stað­ir sem bl­aða­mað­ur hef­ur tíst frá einnig ver­ið skráð­ir en svo var ekki.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.