Hvað verð­ur um papp­ír­inn og plast­ið sem er flokk­að?

Fréttablaðið - - HELGIN -

Papp­ír sem er flokk­að­ur hjá Sorpu er send­ur til mót­töku­að­ila í Svíþjóð sem er við­ur­kennd­ur af Úrvinnslu­sjóði. Um er að ræða fyr­ir­tæk­ið Stena Recycl­ing sem miðl­ar papp­írn­um áfram til frek­ari vinnslu. Í gegn­um tíð­ina hef­ur papp­ír­inn með­al ann­ars far­ið í end­ur­vinnslu hjá fyr­ir­tækj­um sem fram­leiða ann­ars veg­ar dag­blaðapapp­ír og hins veg­ar papp­írs­þurrk­ur og kló­sett­papp­ír.

End­ur­vinnsla plasts er flókn­ari vegna mis­mun­andi teg­unda af plasti. Sami mót­töku­að­ili í Svíþjóð og tek­ur við papp­írn­um sér um að flokka plast­ið og koma því í fram­leiðslu á plast­flög­um.

Mark­að­ur með plast er erf­ið­ur um þess­ar mund­ir þar sem Kín­verj­ar, sem voru stærsti mót­töku­að­ili fyr­ir plast í heim­in­um hafa lok­að fyr­ir inn­flutn­ing á plasti frá öðr­um lönd­um. Þetta hef­ur vald­ið því að of­fram­boð af plasti er nú á Evr­ópu­mark­aði.

Gyða S. Björns­dótt­ir, sér­fræð­ing­ur í sjálf­bærni og sam­fé­lags­ábyrgð hjá Sorpu, seg­ir að Stena Recycl­ing vinni nú að því að auka getu sína til að end­ur­vinna plast en stærri hluti en áð­ur nýt­ist nú ein­göngu í orku­end­ur­heimt. „Það er þó klár­lega betri kost­ur en urð­un og mik­il­vægt að halda áfram að flokka plast­ið þrátt fyr­ir þetta milli­bils­ástand á mörk­uð­um.“

FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR

Óflokk­að plast frá heim­il­um og fyr­ir­tækj­um er urð­að.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.