Kona með fimm börn hand­tek­in

Fréttablaðið - - +PLÚS - – db

Lög­regl­an í Hafnar­firði fór fyr­ir til­stilli barna­vernd­ar­nefnd­ar í íbúð í Hafnar­firði í gær­morg­un og hand­tók konu. Með henni í íbúð­inni voru fimm börn.

Kon­unni var síð­an sleppt um kvöld­mat­ar­leyt­ið að sögn Skúla Jóns­son­ar að­stoð­ar­yf­ir­lög­reglu­þjóns.

Börn­in eru á aldr­in­um 10 til 17 ára. Fólk­ið er frá Afgan­ist­an. Á svör­um lög­reglu mátti skilja að tengsl kon­unn­ar við börn­in væru óljós. „Þetta snýr að börn­um sem hún er með hér á landi. Börn sem eru núna kom­in í um­sjá barna­vernd­ar­yf­ir­valda,“sagði Skúli sem kvað kon­una grun­aða um brot gegn út­lend­inga­lög­um. Líf­sýni sem tek­in voru verða rann­sök­uð til að skera úr um tengsl fólks­ins.

Newspapers in Icelandic

Newspapers from Iceland

© PressReader. All rights reserved.